Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2016, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 15.12.2016, Blaðsíða 30
30 fimmtudagur 15. desember 2016VÍKURFRÉTTIR Sendum þér og þínum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári Lögreglumenn Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eru lausar til umsóknar stöður lög- reglumanna í flugstöðvardeild með starfsstöð í Flugstöð Leifs Eiríkssonars. Ráðið verður í stöðurnar frá 15. febrúar 2017. Helstu verkefni og ábyrgð: Hlutverk lögreglu er að gæta almannaöryggis og tryggja réttaröryggi; stemma stigu við afbrotum og vinna að uppljóstran brota; greiða götu borgaranna og veita yfirvöldum aðstoð við framkvæmd starfa sinna og að halda uppi almanna- friði og allsherjarreglum Hæfnikröfur: Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins. Góð þekking á lögreglukerfinu (LÖKE) er æskileg og góð enskukunnátta skilyrði. Önnur tungu- málakunnátta er kostur. Góðir hæfileikar til mannlegra samskipta, skipulagshæfi- leikar, frumkvæði og nákvæmni í vinnubrögðum eru mikilvægir eiginleikar. Lögreglustjóri mun nýta sér heimild lögreglulaga um að ráða starfsmenn sem hafa ekki lokið prófi frá lögregluskóla ríkisins að því gefnu að ekki fáist tiltækur fjöldi lögreglumanna í laus störf. Frekari upplýsingar um starfið: Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Landssam- band lögreglumanna hafa gert. Starfið er vaktavinna. Áhugasamir sem áður hafa sótt um eru vinsamlegast beðnir að ítreka umsókn sína. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið með því að fara inná www.starfatorg.is og fylla út starfsumsókn þar. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 6. janúar 2017. Nánari upplýsingar veitir: Jón Pétur Jónsson - jon@logreglan.is - 4442200. Sigurgeir Ómar Sigmundsson - sos@logreglan.is - 4442200. Gleðileg Jól og farsælt nýtt ár kæru Suðurnesjamenn Takk fyrir frábærar móttökur á þorrablótum og á bestu ljósanótt hingað til. Hittumst hress og svöng 2017. Jólakveðja frá Lobster-Hut /Lobster-Hut // s. 772-1709 Fjör í skólahreysti undankeppni í Heiðarskóla ■ Skólahreystikeppni Heiðarskóla fór fram í íþróttasal skólans 6. desember síðastliðinn. Það eru nemendur í 8. til 10. bekk sem taka þátt í keppninni og er þetta undirbúningur fyrir skólahreystikeppni grunnskólana sem haldin verður á næsta ári. Eftir mikla keppni þar sem allt var lagt undir voru það fjórir nemendur sem höfðu sigur úr býtum. Það voru þau Ástrós Elísa Eyþórsdóttir sem sigraði í armbeygjum og hreysti- greip, Ísak Einar Ágústsson sigraði í upphífingum og dýfum og að lokum þau Eyþór Jónsson og Ingibjörg Birta Jóhannsdóttir sem fóru á bestu tímunum í gegnum hraðaþrautina. Að venju komu gamlar skólahreystikempur skólans til að sinna dómgæslu. Áhorfendur sem voru nemendur úr 5. til 10. bekk skemmtu sér vel og hvöttu keppendur áfram. Myndir og texti: Óskar Birgisson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.