Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2016, Page 8

Víkurfréttir - 15.12.2016, Page 8
8 fimmtudagur 15. desember 2016VÍKURFRÉTTIR Sendum félagsmönnum og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. JÓLASVEINAR SPRELLA UM BÆINN Föstudaginn 16. des. kl. 15.00-17.00 Laugardaginn 17. des. kl. 15.00-17.00 Fimmtudaginn 22. des. kl. 15.00-17.00 Föstudaginn 23. des. kl. 15.00-17.00 og kl. 20:00 - 23:00 Stærstu styrktaraðilar jóladaga eru: OPNUNARTÍMI VERSLANA LAUGARDAGUR 17. DESEMBER KL. 10:00-18:00 SUNNUDAGUR 18. DESEMBER KL. 13:00-18:00 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER KL. 10:00-22:00 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER KL. 10:00-22:00 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER KL. 10:00-22:00 FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER KL. 10:00-22:00 FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER KL. 10:00-23:00 LAUGARDAGUR 24. DESEMBER KL. 10:00-12:00 VERSLUM HEIMA! -HAGUR Í HEIMABYGGÐ Systkinin í Vísi hf. í Grindavík hafa afhent Grindavíkurkirkju ágóða af sölu hljómdiska sem gefnir voru út í tilefni af 50 ára afmæli Vísis í fyrra. Afhending gjafarinnar fór formlega fram í gærkvöldi á jólatónleikum kórs Grindavíkurkirkju. Sjávarútvegsfyirtækið Vísir fagnaði 50 ára afmæli á síðasta ári. Afmælisárið hefur verið viðburðaríkt hjá fyrirtæk- inu, sem hófst með opnu húsi á sjó- mannadaginn sumarið 2015. Þá voru jafnframt haldnir afmælistónleikar og tveir hljómdiskar gefnir út. Annars vegar „Lögin hennar mömmu - Mar- grét Sighvatsdóttir“ og „Lögin hans pabba - Uppáhalds sjómannalög Páls H. Pálssonar.“ Diskurinn hefur meðal annars verið seldur og nú hefur ágóð- inn af sölunni verið afhentur Grinda- víkurkirkju. Upphæðina á að nota til viðgerðar á þaki kirkjunnar sem er farið að leka. Vísir hf. ætlar einnig að bæta verulega við fjárhæðina og í raun margfalda hana, til að standa straum af kostnaði við viðgerðina á þakinu. Margrét Sighvatsdóttir, móðir þeirra Vísissystkina, söng í kirkjukór Grinda- víkurkirkju í marga áratugi og nú eru þrjú af börnum hennar í kirkju- kórnum. Þau systkini bera því sterkar taugar til kirkjunnar. Ágóði af hljómdiska- sölu í viðgerðir á Grindavíkurkirkju Frá afhendingu gjafarinnar til Grindavíkurkirkju. VF-mynd: Hilmar Bragi Íbúum Voga fjölgað um 10% á tveimur árum ■ Í upphafi þessa árs var íbúafjöldinn í Sveitarfélaginu Vogum 1.148 ein- staklingar. Í dag búa þar 1.209 íbúar, sem þýðir að þeim hefur fjölgað um 61, eða um 5,3%. Sé litið til upphaf árs 2015 hefur íbúum Voga fjölgað um 107, eða um tæp 10% á þessum hartnær tveimur árum. „Það er áhugaverð staðreynd að þrátt fyrir þessa fjölgun er nánast óbreyttur fjöldi nemenda í grunnskólanum. Fram til þessa hefur hlutfall barna á grunn- skólaaldri verið talsvert hærra en landsmeðaltal, en nú virðist það vera að leita jafnvægis,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í vikulegu fréttabréfi sínu af Sveitarfélaginu Vogum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.