Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.2016, Qupperneq 56

Víkurfréttir - 15.12.2016, Qupperneq 56
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001 Mundi S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir Auglýsingasíminn er 421 0001 Sandgerðingar fá örugglega sund- maga eftir allar ókeypis sundferðirnar... REYKJANESBÆ Úrvalið af tölvu og fylgihlutum eru í OmnisHAFNARGATA 40 - S. 422 2200 Lenovo Yoga 310,1” 10” spjaldtölva 39.990,- ÞAÐ ERU ALLIR PARTUR AF OMNIS FJÖLSKYLDUNNI Ipad Air 2 32GB WiFi 66.990,- Lenovo IT Tab 3-7” 14.990,- Fartölvur frá aðeins 49.900,- Samsung snjalltæki frá 29.900,- HAFÐU ÞAÐ GOTT UM JÓLIN Blutooth hátalarar Gáfu 12.000 máltíðir af skóla- mat á ári til 5 ára ■Icelandair Cargo, Skóla- matur og Skötumessan afhentu í morgun Velferðarsjóði Suður- nesja 12.000 máltíðir af skóla- mat á ári til næstu fimm ára. Vel- ferðarsjóðurinn mun sjá um að úthluta máltíðunum. Frítt í sund í Sandgerði ■ - Námsgögn grunnskólanem- endum áfram að kostnaðarlausu. Frítt verður í sund fyrir Sandgerð- inga og sömuleiðis útlán úr bóka- safni bæjarins. Þetta er meðal nýjunga í fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar fyrir tímabilið 2017 til 2020 sem samþykkt hefur verið. Í fundargerð bæjarstjórnar segir að ríkt hafi góð samstaða innan hennar við vinnslu fjárhagsáætlunarinnar og að hún beri þess merki að mikil áhersla hafi verið lögð á að stuðla að fjölskylduvænu samfélagi. Námsgögn verða foreldrum nemenda grunnskólans áfram að kostnaðarlausu og fráveitugjald, sem er hluti af fasteignagjöldum, verður lækkað um 16 prósent. Áminntir vegna flugeldaskota ■ Lögreglunni á Suðurnesjum barst sl. föstudagskvöld tilkynning um að verið væri að skjóta upp flugeldum í Keflavík. Það stóð heima þegar mætt var á vettvang. Þeim sem að flug- eldaskotunum stóðu var bent á að þetta væri ekki leyfilegt á þessum árstíma og var þeim veitt áminning, enda um brot á lögum að ræða. Urðu þeir mjög skömmustulegir og lof- uðu að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Lögregla bendir á að almenn notkun á skoteldum til er óheimil nema á tíma- bilinu 28. desember til 6. janúar, að báðum dögum meðtöldum. Nesfiskur kaupir Ný-Fisk ■ Samið hefur verið um kaup Nes- fisks í Garði á Ný-Fiski í Sandgerði, dótturfélagi Icelandic Group. Vöru- merkið „Icelandic Seafood“ fylgdi ekki með í kaupunum. Ný-Fiskur hefur sérhæft sig í sölu á ferskum sjávarafurðum. Stór hluti fram- leiðslunnar er fluttur til viðskipta- vina í Belgíu og víðar í Evrópu. Ný-Fiskur rekur vinnslu í Sand- gerði og gerir út línubátinn Von GK-113 í gegnum dótturfélag sitt, Útgerðarfélag Sandgerðis. Um 70 manns starfa hjá fyrirtækinu. Nesfiskur ehf. rekur frystingu, fersk- fiskvinnslu, saltfiskverkun, skreiða- og hausaþurrkun í Garði. Þá er fyrir- tækið með einn frystitogara, tvo ís- fisktogara, fjóra snurvoðarbáta og tvo línubáta. Í Sandgerði er fyrirtækið með frystingu og ferskfiskvinnslu.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.