Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 28
28 Áramótablað 29. desember 2017fréttir - erlendur fréttaannáll 2017: Árið þegar konurnar sögðu frÁ Á rið 2017 var árið þegar þús- undir kvenna risu upp gegn áreitni og ofbeldi og sögðu sögur sínar undir myllu- merkinu #Metoo, menningar- bylting sem mun hafa mikil áhrif til framtíðar. Árið var einnig ár breytinga í hinu heimspólitíska landslagi, Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna, útgönguferli Bretlands úr Evrópu- sambandinu hófst, nýr krónprins lét til sín taka í Sádí-Arabíu og ein- um allra þaulsetnasta þjóðarleið- toga heims, Robert Mugabe, var steypt af stóli. Sjálfstæðiskröfur Katalóníumanna og Kúrda voru barðar niður en munu vafalaust vera settar aftur fram á nýju ári. 2017 var árið sem Íslamska ríkið glataði höfuðvígi sínu og var allt að því sigrað. Á árinu vorum við einnig minnt á vandamálin sem munu blasa við komandi kyn- slóðum. Veðuröfgar, fellibylir og þurrkar voru áberandi og munu eflaust ekki minnka á næstu árum ef hlýnun jarðar eykst. Byltingar- kennd ný tækni á sviði gervigreind- ar og erfðabreytinga boðar okk- ur þá spennandi en ógnvænlega framtíð. DV skoðar hér það helsta sem gerðist á árinu á erlendum vettvangi. n kristjan@dv.is Janúar 18. janúar Heimurinn hlýnar Um miðjan janúar komu út tvær skýrslur frá NASA og bandarísku hafrannsóknastofnuninni sem sýndu svart á hvítu að árið 2016 var hlýjasta ár frá því að mælingar hófust fyrir 140 árum. Árið 2017 náði ekki alveg sömu hitahæðum, en var þó eitt allra hlýjasta ár frá upphafi mælinga. 20. janúar Trump verður forseti Donald Trump tók við embætti sem 45. forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar. Það var enginn sáttatónn í innsetningarræðu þar sem Trump vísaði í gamalt slagorð þjóðernissinna: „Amer- ica First.“ Fljótlega var umræðan farin að snúast um fjölda þeirra sem fylgdust með athöfninni. Fjölmiðlar sýndu fram á að fjöl- miðlafulltrúi Trumps hafði rangt fyrir sér um fjöldann, og í kjölfar- ið sagði talskona Trumps að fjöl- miðlafulltrúinn hefði bara notast við „annars konar staðreyndir. 29. janúar Múslimar bannaðir Eitt fyrsta embættisverk Dona- lds Trump í embætti forseta var að skrifa undir forsetatilskipun þess efnis að öllum ríkisborgur- um sjö ríkja í Afríku og Mið-Aust- urlöndum þar sem múslimar eru í meirihluta skyldi tímabundið meinað að koma til Bandaríkj- anna. Í kjölfarið var ringulreið á flugvöllum og fjölmenn mót- mæli, tilskipunin var kærð og gildi hennar frestað. Að lokum var hún dæmd ólögleg. Síðan þá hefur Trump lagt fram tvær nýjar for- setatilskapanir um sama mál. Febrúar 13. febrúar Ævintýralegt bróðurmorð Kim Jong-Nam, hálfbróðir Kim Jong-Un einræðisherra Norður- Kóreu, var myrtur þann 13. febr- úar þegar tvær konur nudduðu taugaeitri í andlit hans á flug- velli í Malasíu. Konurnar töldu sig vera að taka þátt í grínsjónvarps- þætti með falinni myndavél, en ráðabruggið var að öllum líkind- um skipulagt af norður-kóresk- um stjórnvöldum. Nam var elsti sonur, og um tíma talinn líklegasti arftaki, Kim Jong-il, fyrrverandi leiðtoga alræðisríkisins. 20. febrúar Hungursneyð í Suður-Súdan Eftir áralanga borgarastyrjöld og tvö ár án rigningar lýstu Sameinuðu þjóðirnar yfir hungursneyð í Unity- fylki í Suður-Súdan í febrúar – en það eru sex ár frá því að stofnunin lýsti síðast yfir hungursneyð í heim- inum. Borgarastríð hefur ríkt um árabil á svæðinu og hefur það ekki minnkað eftir að Suður-Súdan hlaut sjálfstæði árið 2011. 22. febrúar Lífvænlegar reikistjörnur Í febrúar tilkynntu stjörnu- fræðingar að þeir hefðu fundið sjö reikistjörnur á stærð við jörðina í kringum rauðu dvergstjörnuna TRAPPIST-1 sem er í 40 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Þrjár þessara bergreikistjarna voru taldar geta haft fljótandi vatn á yfirborði sínu – og þar með getað verið líf- vænlegar. Í ágúst fundu stjörnu- fræðingar með hjálp Hubble-sjón- aukans svo fyrstu vísbendingar um vatn við reikistjörnurnar, þótt ekki sé enn hægt að segja hvort um fljótandi vatn sé að ræða. 26. febrúar Vitlaus óskarsverð- launahafi Kvikmyndin Moonlight hlaut Óskarsverðlaunin sem besta kvik- myndin í febrúar, en myndin er þroskasaga svarts samkynhneigðs manns í fá- tækrahverfi í Bandaríkjun- um. Rangt umslag hafði hins vegar ratað í hendur leikarans War- ren Beatty sem til- kynnti að sigurvegar- inn væri kvikmyndin La La Land. Mistökin voru leiðrétt skömmu síðar en þóttu einstaklega vand- ræðaleg fyrir óskarsakademíuna og PricewaterhouseCoopers sem sá um þennan hluta verðlaun- anna. Mars 15. mars Rasistar tapa í Hollandi Hollenski frjálslyndi flokkurinn undir stjórn Mark Rutte forsætis- ráðherra hélt velli í hollensku þingkosningunum í mars. Þrátt fyrir að bæta við sig fimm þing- mönnum og verða næststærsti flokkurinn á þinginu tókst hin- um þjóðernissinnaða Frelsis- flokki, með Geert Wilders í broddi fylkingar, ekki ætlunarverk sitt: að verða stærsta stjórnmálaaflið í Hollandi. Kosningin þótti til marks um að uppgangur þjóðern- ishyggju og einangrunarhyggju á Vesturlöndum væri í rénun. 29. mars Brexit hefst Eftir miklar deilur hóf Theresa May forsætisráðherra opinberlega útgöngu Bretlands úr Evrópusam- bandinu þann 29. mars með því að virkja 50. grein Lissabon-sátt- málans. Þar með hófst opinber- lega ferli sem á að ljúka með útgöngu Bretlands í síðasta lagi tveimur árum síðar. Apríl 16. apríl Erdogan fær einræðisvöld Víðtækar stjórnarskrárbreytingar voru samþykktar í þjóðaratkvæða- greiðslu í Tyrklandi. Breytingarn- ar sem lagðar voru fram af forseta landsins, Recep Tayyip Erdoğ- an, breyttu landinu úr þingræðis- landi í forsetaræði. Erdoğan hélt því fram að breytingarnar myndu gera stjórn landsins skilvirkari en fáum dylst að breytingarnar fara langleiðina með að gera landið að einræðisríki. 18. apríl May boðar til kosn- inga Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, boðaði óvænt, og þvert á fyrri loforð, til snemmbú- inna kosninga í apríl. Vinsæld- ir Verkamannaflokksins með hinn róttæka Jeremy Corbyn í broddi fylkingar voru í sögulegu lágmarki og var hugmyndin því að tryggja Íhaldsflokknum enn sterkari meirihluta til að geta tek- ið harðari afstöðu í Brexit-við- ræðunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.