Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 30
30 Áramótablað 29. desember 2017fréttir - erlendur fréttaannáll en margir álíta merkin hampa sögu þrælahalds og kynþáttamis- mununar. Fjöldi fólks mótmælti kröfugöngunni og lenti fylkingun- um tveimur saman. Ung kona var myrt og fjöldi slasaðist þegar yfir- lýstur kynþáttahatari keyrði inn í hóp mótmælenda. 25. ágúst Þjóðarmorð á Róhingjum Stjórnarherinn í Mjanmar og stjórnlaus múgur almennra borg- ara ræðst á Róhingja-múslima í Rakhine-héraði eftir að hryðju- verkamenn myrða 12 lögreglu- menn. Þar með hefst nýjasta og versta aldan í þjóðernishreins- unum á hópnum sem hefur verið kúgaður um árabil, en meirihluti landsmanna eru búddistar. Hund- ruð Róhingja hafa verið drepnir og hundruð þúsunda þurft að flýja heimili sín og yfir landamærin til Bangladess. Friðarverðlaunahafi Nóbels og leiðtogi landsins, Aung San Suu Kyi, hefur verið gagnrýnd fyrir að taka ekki upp hanskann fyrir Róhingja. September 20. september Eyðilegging á Púertó Ríkó Fellibylurinn Maria lendir á Karí- bahafseyjuna Púertó Ríkó. Meira en 500 manns látast þar og á nærliggjandi eyjum. Þetta var sá stærsti og mannskæðasti af fjöl- mörgum stórum fellibyljum á Karíbahafinu árið 2017, en sjald- an hafa jafn margir stórir fellibylir myndast á einu ári á svæðinu og haft jafn mikil áhrif. 24. september Þjóðernissinnar á þýska þinginu Kosningar fóru fram í Þýskalandi í september. Kristilegir demókrat- ar (CDU), flokkur Angelu Merkel kanslara, tapaði þingmönnum en var þó enn langstærsti þingflokk- urinn. Það sem var þó fréttnæm- ast var að flokkur þjóðernissinna, Annar valkostur fyrir Þýskaland (AfD), náði 94 mönnum inn á þing og er það í fyrsta skipti frá sjöunda áratugnum sem yfirlýst- ir þjóðernissinnar ná inn á þýska þingið. 25. september Kúrdar krefjast sjálfstæðis Ríkisstjórn sjálfsstjórnarsvæðis Kúrda í Írak stóð fyrir atkvæða- greiðslu um sjálfstæði héraðsins. Sjálfstæðið var samþykkt með yf- irgnæfandi meirihluta kjósenda en stjórnvöld í Írak viðurkenna ekki niðurstöðuna og hafa beitt Kúrda ýmiss konar þrýstingi til að þeir falli frá. Október 1. október Katalónar kjósa Í byrjun október fóru fram kosn- ingar um sjálfstæði Katalóníu frá Spáni. Kosningarnar voru um- deildar meðal Katalóníumanna sjálfra og hafði spænskur dóm- stóll þegar dæmt kosningarn- ar ólöglegar. Hundruð slösuðust þegar lögregla reyndi að koma í veg fyrir að borgarar kysu og vakti lögregluofbeldið hörð viðbrögð um alla Evrópu. Alls 92% þeirra sem kusu studdu sjálfstæði. Í lok mánaðarins sam- þykkti katalónska þingið að lýsa yfir sjálfstæði, en í kjölfarið leysti for- seti Spánar upp þingið og skipaði fyrir um handtöku stjórnar héraðsins. Fjöldamorð í Vegas Klukkan fimm mínútur yfir tíu að staðartíma hóf hinn 64 ára gamli Stephan Paddock að skjóta úr sjálfvirkum byssum á gesti á úti- tónlistarhátíðinni Route 91 Har- vest úr herbergi sínu á 32. hæð Mandalay Bay-hótelsins í Las Vegas. Alls 58 létust og á sjötta hundrað slasaðist áður en lög- regla fann lík Paddocks í her- berginu. Ástæða árásarinnar er enn ókunn. 14. október Mannskæðasta hryðjuverkið Mannskæðasta hryðjverkaárás ársins átti sér stað í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Stór vöru- flutningabíll með um 350 kíló af sprengiefnum í farangursgeymsl- unni sprakk með þeim afleiðing- um að byggingar hrundu og yfir 500 manns létu lífið. Talið er að árásarmennirnir tengist hryðju- verkasamtökunum Al-Shabab og markmiðið hafi verið að ráðast á byggingar tengdar ríkisstjórninni og alþjóðlegum stofnunum. 17. október Höfuðvígi ISIS fellur Eftir fjögurra mánaða blóðuga bardaga tók Sýrlenski lýðræðis- herinn, undir stjórn Kúrda og með stuðningi Bandaríkjamanna, yfir sýrlensku borgina Raqqa, sem hafði verið höfuðvígi Íslamska ríkisins (ISIS) frá því í janúar 2014. Meirhluti borgarinnar var eyðilagður í átökunum og stór hluti íbúanna lést eða flúði heim- ili sín. Draumur ISIS-liða um ís- lamskt kalífadæmi var því orðinn mun fjarlægari en áður. 21. oktbóber Weinstein og Metoo-bylgjan Fyrstu ásakanirnar um kynferð- islega áreitni og ofbeldi á hendur bandaríska kvik- myndaframleiðandan- um Harvey Weinstein koma fram. Á næstu mánuðum koma tugir eða hundruð kvenna fram og saka Wein- stein um áreitni. Í kjöl- farið byrja konur um allan heim að segja frá áreitni og ofbeldi sem þær þurfa að lifa við dags daglega og deila sögum und- ir myllumerkinu Me Too. Fjöldi valdamikilla manna í ýmsum starfsgreinum neyðast til að segja af sér í kjölfar ásakana og enn sér ekki fyrir endann á áhrifum þessarar feminísku byltingar. 24. október Xi Jiaping styrkir völd sín Nítjánda aðalþing Kínverska komm- únistaflokksins fór fram í Peking. Þar styrkti aðalritarinn Xi Jiaping stöðu sína sem einn allra valda- mesti maður heims. Hann valdi enga unga menn sem gætu mögulega tekið við af honum í aðalráð flokksins, og kom hug- myndafræði sinni – sem nefnd hefur verið „Xi Jiaping-hugsun“ – nn í námskrá allra kínverskra skólabarna. Í stefnuræðu sinni á þinginu talaði hann um hvernig Kína ætti að taka við leiðtogahlut- verki í heiminum. Nóvember 5. nóvember Paradísarskjöl opinbera elítuna Fréttir birtust samtím- is í 96 fjölmiðlum um allan heim sem unnar voru upp úr 13,4 milljónum skjala sem lek- ið hafði verið frá panömsku lög- fræðistofunni Appleby, sem hafði aðstoðað við að koma upp fyrirtækjum í skattaparadísum. Meðal þess sem skjölin sýndu voru hvernig Apple komst hjá því að greiða skatta, hvernig Eng- landsdrottning og krónprinsinn, formúlukappinn Lewis Hamilton og poppsöngvarinn Bono hafa öll átt fyrirtæki í skattaskjólum. Þá komu í ljós náin tengsl við- skiptaráðherra Bandaríkjanna við tengdasyni Vladimirs Pútíns. 7. nóvember Hreinsanir í Sádi-Arabíu Tíu prinsar, fjórir ráðherrar og tugir fyrrverandi ráðherrar voru handteknir í Sádí-Arabíu. Það var hinn ungi krónprins Mohammed bin Salman sem fyrirskipaði handtökurnar og sagði þær vera vegna spillingar. Þar með styrkti hann stöðu sína sem valdamesti maður landsins, en margir þeirra sem voru handteknir voru ósátt- ir við stefnu hans, meðal annars hvað varðar samskipti við Katar, um einkavæðingu ríkisfyrirtækja og loforð um að opna landið og gera það frjálslyndara – meðal annars leyfa konum að keyra bíla og íbúum að fara í kvikmyndahús. 15. nóvember Langdýrasta málverk sögunnar Málverkið Salvator Mundi, sem er eignað listamanninum Leonardo Da Vinci, varð lang-lang-lang- dýrasta listaverk allra tíma þegar það var selt fyrir 450 milljónir dollara – tæplega 50 milljarða króna – á uppboði í New York. Fljótlega kom í ljós að kaup- andinn var sá- dí-arabískur prins og verður verkið sýnt í nýju útibúi Louvre-safnsins sem verður opnað í Abu Dhabi. 21. nóvember Mugabe missir völdin Hinn 93 ára gamli forseti Simba- bve Robert Mugabe, elsti og einn þaulsetnasti þjóðarleiðtogi heims, var hrakinn úr embætti með valdaráni hersins í landinu í nóvem- ber. Fyrr í mánuðin- um hafði Mugabe rekið varaforsetann Emmerson Mn- angagwa úr emb- ætti og þess í stað ráðið eiginkonu sína, Grace, að því er virtist til að koma á fjölskylduveldi í landinu. Her landsins tók þá til sinna ráða og kom Mnangagwa á forseta- stól. Þar með lauk 40 ára valdatíð Mugabe í landinu. 28. nóvember „Rocket man“ fiktar með sprengjur Langdrægri eldflaug af gerðinni Hwa- song-15 var skotið á loft frá Norður-Kóreu og segja þar- lend stjórnvöld að eldflaugin geti borið kjarna- odd og hæft skot- mörk hvar sem er á meginlandi Bandaríkjanna. Til- raunaskotið jók enn á spennuna milli Norður-Kóreu og Banda- ríkjanna sem hefur farið stigvax- andi allt árið vegna kjarnorku- og eldflaugatilrauna. Donald Trump hefur farið mikinn í twitter-fær- slum um leiðtoga Norður-Kóreu og uppnefndi hann meðal annars eftir slagara Elton John: „Rocket man.“ Desember 5. desember Rússar bannaðir á Ólympíuleikum Alþjóðaólympíunefndin bannaði rússneska íþróttasambandinu að taka þátt í vetrarólympíuleikun- um árið 2018 vegna skipulags og víðtæks lyfjasvindls. Rússneskir íþróttamenn mega þó keppa und- ir fána ólympíusambandsins. 6. desember Tölva kennir sér skák Tölvuforritið AlphaGo Zero tókst að kenna sjálfu sér skák og aðeins fjór- um klukkustundum síðar gat það sigrað færustu skáktölvur heims í leiknum. Fyrri útgáfa forritsins, sem er hannað af gervingreindar- fyrritækinu DeepMind sem er í eigu Alphabet Inc. (móðurfyrir- tækis Google), hafði áður komist í fréttirnar á árinu þegar því tókst að sigra alla bestu spilara heims í kín- verska borðspilinu Go, sem þykir flóknari og erfiðari en skák. 7. desember Jerúsalem verði höfuðborgin Donald Trump Bandaríkja- forseti viðurkenndi Jer- úsalem sem höfuðborg Ísraels og tilkynnti að Bandaríkin muni flytja sendiráð sitt þangað. Hann nefndi ekki kröfu Palestínumanna til borgar- innar og var ákvörðunin olía á eldinn í friðarviðræðunum. Stærstur hluti alþjóðasamfélags- ins fordæmdi ákvörðunina á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna síðar í mánuðinum. 18. desember Bitcoin-bóla Verðmæti rafmyntarinnar Bitcoin margfaldaðist á seinni hluta ársins og vakti mikið umtal. Margir hagfræðingar spá því að bólan sé að springa en aðrir vinna í því að gera hana að raunhæfum valkosti við opinbera gjaldmiðla. Stórt skref var tekið í þá átt þegar sala á framvirkum samningum með rafmyntina hófst hjá CME Group, einu stærsta og öflugasta fyrirtækinu á mörkuðum fyrir ým- iss konar fjármálaviðskipti og af- leiðusamninga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.