Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 38
38 umræða Áramótablað 29. desember 2017 Passamyndir Einars Más og sumardvöl nafna í Færeyjum Í skemmtilegri nýrri skáldsögu, Passamyndir, eftir æskuvin minn, kollega og nafna, Ein- ar Má Guðmundsson, heit- ir aðalpersónan Haraldur Mark- ús Ólafsson. Hann er bróðir Páls Ólafssonar sem segir frá í Englum alheimsins, en eins og flestir vita er sú persóna byggð á Pálma heitn- um, bróður Einars, svo að auðvelt er að geta sér þess til að persón- an í nýju bókinni sé eitthvað skyld Einari sjálfum, enda hefur hann gengist við því í viðtölum. Bókin gerist að miklu leyti í Noregi, og ég þykist vita að það byggi að nokkru á sumardvöl nafna í því landi árið 1978, en þangað fór hann í slag- togi við annan vin okkar sem oft- ast er kallaður Önni. Fram kem- ur að Haraldur í Passamyndum hafi sumarið á undan dvalið í Fær- eyjum, ásamt nafna sínum, Har- aldi Kristjáni Einarssyni, eða Har- aldi Kr. og svo er bætt við þessari stuttu setningu „okkur er oft rugl- að saman“. En það væri líka mjög sannleikanum samkvæmt um okk- ur Einarana tvo, eins og til dæmis dætur mínar og börn Einars Más geta vitnað um; dætur mínar hafa til dæmis oft hitt fólk sem hefur rekist á pabba þeirra í Sundlaug Grafarvogs, en er þó ekki kunnugt um að ég hafi nokkurntíma lagt leið mína á þann stað. Í Passamyndum Einars Más kemur líka fram að hinn Har- aldurinn hafi sagt frá Færeyjadvöl þeirra nafna í bók sem hann hafi kallað Ferðakorn, og af því tilefni dró ég úr hillu bók eftir sjálfan mig sem heitir „Hvar frómur flækist“ en í henni eru nokkrar ferðasög- ur; ein segir frá óralangri ökuferð um allt Suðurland sem við fórum ég og faðir minn heitinn á bens- inum hans til að reyna að komast yfir reyktóbak, en á því varð mikill skortur í verkfalli opinberra starfs- manna árið 1984; önnur frásögn er um ferðalag til Jemen og ein seg- ir frá leiðangri til Auschwitz, eða Oswiecim eins og það heitir á máli heimamanna í Póllandi, en fyrsta ferðasaga bókarinnar er hinsvegar einmitt um sumarvinnu okkar nafnanna og verðandi skáldanna til Færeyja sumarið ´77; þar þræl- uðum við í fiski í um það bil þrjá mánuði, söfnuðum digrum ferða- sjóði í Klakksvík, en einn af kost- unum við að vinna þar var að mað- ur fékk borgað kaupið í „gjaldeyri“ eða dönskum krónum sem voru gjaldgengar víðast um heim, en á þeim árum voru gjaldeyrishöft á Íslandi og þannig peningar naumt og nískulega skammtaðir til ferða- langa gegn framvísun flugmiða; fyrir færeyska sjóðinn gátum við nafnar hinsvegar þvælst í tvo eða þrjá mánuði um Bretlandseyjar og Frakkland, og þóttumst allmiklir heimsborgarar á meðan. Klakksvík Ferðasagan í bókinni minni „Hvar frómur flækist“ (MM 2004) um þvæling okkar nafnanna heitir „Á vegum úti“ með augljósri skírskot- un til bókarinnar „On the road“ eftir Jack Kerouac, en þennan tit- il ber hún í frábærri íslenskri þýð- ingu Ólafs Gunnarssonar; hún segir líka frá verðandi skáldum í leit að ævintýrum. Ég segi þar frá því að þegar um sumarið 1976 hafi ég unnið í Klakksvík, með- al annars sem háseti á línubát, og gumað mjög af kostunum við það þegar ég sat með vinum mínum og skólabræðrum í bókmenntanámi í HÍ veturinn eftir; ég hafi sagt í kaffitímum að þetta væri eina vitið, rífa upp gjaldeyri í Færeyjum og skella sér þaðan í ferðalag um Evrópu á meðan sjóðurinn entist, og að sá áróður hafi orðið Einari Má nógu hugstæður til að stinga upp á að þetta myndum við gera strax eftir próflok á vori komanda. Þessi bær, Klakksvík, sem er nærstfjölmennasta byggðarlag Færeyja, hefur aldrei haft orð á sér fyrir að vera sérstakur kúltúrstað- ur; þvert á móti má segja, þetta var verstöð, þaðan komu duglegir sjó- sóknarar, frægustu aflafleytur Fær- eyja voru frá Klakksvík og þar voru þrjú eða fjögur fiskvinnslufyrir- tæki, eða flakavirki eins og það heitir á máli heimamanna. Í Þórs- höfn, menningamiðstöð eyjanna, heyrði ég brandarann: „Vissirðu að það var brotist inn í bókasafnið í Klakksvík og báðum eintökunum stolið?“ Þetta er reyndar flökku- saga þótt ég heyrði hana þarna í fyrsta sinn; ber vitni alþjóðlegum stórborgarhroka. Sem er auðvitað samur við sig í Tórshavn og Tókíó. Trúarbrögð gegna miklu hlutverki í Klakksvík, miklu meira en við eigum að venjast hér á landi; þetta minnir öllu heldur á vesturströnd Noregs í þeim efnum. Í Klakksvík var auðvitað lútersk þjóðkirkja og hana stunduðu hinir minna trú- ræknu rétt eins og heima, þeir sem nota kirkjur til nauðsynlegra athafna eins og til að skíra, ferma og jarða sína nánustu, nema það var bara einhver minnihluti; miklu öflugri voru sértrúarsöfn- uðir eins og Hjálpræðisherinn og ekki síst Babtistakirkjan. Hún var merkileg samfélagsstofnun hjá þessum frændum okkar og ná- grönnum. Babtistahreyfingin var meiður af þeim kristindómi sem mikla áherslu leggur á borgara- legar dyggðir hérna megin grafar; dyggðir á borð við hófsemd, vinnu- semi og reglusemi – ástundun þesskonar lífs er talin eiga ekki lít- inn þátt í þjóðfélagsbreytingum Vesturlanda á öldunum eftir siða- skipti. Eftir að babtistakirkja barst til Færeyja, trúlega nálægt alda- mótunum 1900, urðu fylgismenn hennar brátt fyrirferðarmiklir í samfélaginu, ekki síst vegna þess hvað þeir héldu nefndum dyggð- um í heiðri. Alþýðumenn úr trúflokknum fóru auðvitað í erfiðisvinnu, sjó- mennsku og skútuhark eins og aðrir af þeirra standi, en á meðan skipsfélagar þeirra eyddu hýrunni þegar þeir komu í land í kvennafar og svall lögðu ungir babtistar sitt inn á sparisjóðsbók, og með því að þeir voru iðnari og kappsamari en algengt var og eyddu engu og stunduðu jafnframt nám eins og í stýrimannaskólum á meðan aðrir sváfu úr sér timburmenn komust babtistastrákar brátt til metorða og urðu skipstjórar og útvegsmenn og eftir fáeina áratugi áttu þeir meira og minna allt athafnalíf; skipin og fiskiðjurnar og líka Sjómanna- heimilið þar sem við nafnarnir og fleiri Íslendingar bjuggum við gott atlæti þarna um sumarið. Og ein- hvernveginn fannst manni eins og Klakksvíkingar þættust hafa lítið að sækja til höfuðstaðarins, Þórs- hafnar; ekki hitti maður til dæm- is neinn þar í bænum sem fór á hina frægu hátíð Ólafsvökuna sem haldin er á miðju sumri hvert ár í Þórshöfn, og reyndar tóku margir Klakksvíkingar sér ekki einu sinni í munn nafn höfuðstaðarins, sögðu bara „Havnin“ en slepptu for- skeytinu; voru margir svo fullir guðsótta að þau vildu ekki nefna nafn þrumuguðsins úr ásatrúnni, sem auðvitað er heiðinn vættur. Roykstovan og Alderboran Ég kom fyrir rúmum mánuði til Klakksvíkur eftir að hafa ekki komið þangað í áratugi, og fyllt- ist gleði yfir endurfundunum við þennan vingjarnlega bæ. Þarna var Sjómannaheimilið ennþá og rekið í óbreyttri mynd, og þar var líka við aðalgötu litli veitinga- staðurinn Roykstovan, sem nú reyndist vera rekinn af Íslendingi sem býr þarna í bænum og mun hafa gert frá því skömmu eftir að við nafni vorum þarna sum- arlangt. Nú var hægt að fá þar almennilegan bjór á krana, en hér forðum tíð var áfengislög- gjöfin miklu strangari og svona staðir eins og Reykstofan buðu bara upp á næsta áfengislaust ölþvag líkt og gamla pilsnerinn íslenska, sem nóbelsskáldið kallaði einhverntíma sadista- bjór. Sumrin sem ég dvaldi í Klakksvík kom ég þar oft eigi að síður; þá var vertinn á staðnum danskur og hét Egon. Í anda ljóðs eftir Einar Má þar sem segir nokkurnveginn á þessa leið: „Einhvernveginn finnst mér eins og allir skrifstofumenn hljóti að heita Snorri“ þá fannst mér all- ir danskir vertar heita Egon, og þessi á Reykstofunni í Klakksvík bar nafn með rentu. Fljótlega eftir að ég kom þar fyrst, sumarið ´76, spurði ég Egon hvar í bænum ég gæti fengið keypt bréfaumslög. Hann sagði mér að það fengi ég í versluninni „Alderboran“ neð- ar í götunni. Alderboran er nafn á fjarlægu stjörnukerfi; það kannað- ist ég við úr Rolling Stones-laginu „Two Thousand Light Years from Home“. Mér fannst þetta heillandi nafngift á sjoppu í færeysku sjávar- plássi – bera stórhug þeirrar þjóð- ar fagurt vitni. En svo fann ég búð- ina og hún reyndist bara heita Öldubár- an. Sem er kannski skiljanlegt. „Dætur mínar hafa til dæmis oft hitt fólk sem hefur rekist á pabba þeirra í Sundlaug Grafarvogs, en er þó ekki kunnugt um að ég hafi nokkurntíma lagt leið mína á þann stað. Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja Einar Már Guðmundsson Nýjasta bók hans er Passamyndir. Færeyjar Ég varð furðu góður í að tala færeysku á þessum tveimur sumrum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.