Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Side 52
52 Áramótablað 29. desember 2017Völvuspáin 2017 Heimir kveður Heimir Hallgríms- son, þjálfari karlalands- liðsins, lætur gott heita eftir heimsmeist- aramótið. Hann mun hasla sér völl sem þjálfari er- lendis. Arftaki hans er erlendur þjálfari sem hefur getið sér gott orð, svipað og Lars Lag- erback. Valur á sigurbraut Í fótboltanum hér heima mun Valur vinna tvöfalt, verða bæði Íslandsmeistari í karla- og kvennaflokki. Kvennalandsliðið í fótbolta á sér draum um að fara á Heimsmeistaramótið í´Frakk- landi árið 2019 í fyrsta sinn í fótboltasögunni. Slæmt tap á heimavelli gegn Þýskalandi ger- ir þann draum að engu. Hand- boltalandsliðið mun bíða afhroð á Evrópumótinu í Króatíu. Ólafía vinnur Eftir góðan árangur árið 2017 mun Ólafía Þórunn Kristins- dóttir vinna sitt fyrsta mót sem atvinnukylfingur á LPGA-móta- röðinni. Nýtt skíðasvæði Áhugafólk um vetraríþróttir mun gleðjast á árinu, fjárfestar munu leita til sveitarfélags um upp- byggingu nýs skíðasvæðis á Vest- fjörðum. Áformin verða stórhuga og verða mikil sprauta fyrir efna- hagslíf hreppsins. Áform um að reisa krá í brekkunni verða hins vegar gagnrýnd harðlega. Kínverjar forða heims- styrjöld Blaðamaður spyr um heimsmálin og spá völv- unnar er nokkuð ógnvekj- andi. Heimurinn mun standa á öndinni þegar ekki verður annað séð en að stefni í kjarnorkustyrj- öld milli Bandaríkjanna og sam- starfsþjóða þeirra og Norður- Kóreu. Mikil skelfing mun grípa um sig víða um heim. Vitnað verður í spádóma Nostradamus- ar og alls kyns nákvæmar tímasetningar settar fram um heimsendi. „Þarna mun heims- byggðin lifa erfiða daga," segir völvan og andvarpar en bætir við að allt muni þó fara vel. Kín- verjar munu stíga inn í deiluna og forða mannkyni frá glötun. Í kjölfarið mun áhugi á öllu því sem kínverskt er aukast svo mjög að minnir helst á æði. Uppþot hjá Trump Bandaríkin munu verða þess valdandi að enn frekari glæðum verður blásið í ófriðar- bálið fyrir botni Miðjarðarhafs. Það mun ekki vera ISIS sem veldur mestum skaða, enda verða samtökin sigruð á ár- inu, heldur fámennir hópar of- stækismanna sem hafa orðið fyrir áhrifum af samtökunum og svífast einskis. Völvan sér mikla spennu milli Sádi-Araba og Írans sem mun leiða til frekari átaka í heimshlutanum. Donald Trump Bandaríkja- forseti mun standa keikur af sér allar atlögur stjórnarand- stæðinga, fjölmiðla, erlendra ríkja og stofnana sem og gagnrýni frá eig- in flokksmönn- um. Ekki eru öll kurl komin til grafar varðandi tengsl Rússa við kosningabar- áttu hans. Völv- an sér að Trump lýsi því yfir að hann ætli sér endurkjör árið 2020. Trump mun tala á fjöldafundi á vesturströnd Bandaríkjanna sem mun enda í uppþotum þar sem fjölmargir munu slasast. Hryðjuverk verður framið í Austur-Evrópu og munu spjótin beinast að hælisleitendum. Það verður ekki til þess að bæta and- rúmsloftið í álfunni. Óvenjulegt dýr mun breiða úr sér í heimsálfu þar sem dýrið hef- ur ekki sést villt áður. Lítið land sem fáir höfðu hugsað um fram að því verður í deiglunni og þjóð- höfðingi landsins mun láta taka mynd af sér með dýrinu. Mun það leiða til umræðu um loftslagsmál. Háværar raddir munu heyr- ast á Bretlandi um nýjar kosn- ingar. Skotar munu vilja nýj- ar kosningar um sjálfstæði og Englendingar munu vilja losa sig við Norður-Írland. Rauðhærð- ur maður verður áberandi í um- ræðunni í Bretlandi og einn ráð- herra mun stíga til hliðar. Fjölgun hjá kóngafólki Völvan er mikill aðdáandi bresku konungsfjölskyldunnar. Hún segir að hjónaband Harry Bretaprins og hinnar banda- rísku Meghan muni verða einkar hamingjuríkt. Völvan segist ekki sjá betur en þau muni í fyllingu tímans eignast tvíbura, dreng og stúlku sem fær nafnið Díana. Katrín hertogaynja fæðir síðan dóttur á árinu. Hún segir stytt- ast í að einn af toppunum í kon- ungsfjölskyldunni kveðji þennan heim. Völvan stendur upp, segist ekki hafa orku í fleiri spádóma en segir blaðamanni að koma aftur að ári. Nú er tími til að kveðja.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.