Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 64
64 menning - Menningarannáll 2017 Áramótablað 29. desember 2017 Víkingur í meistaradeildina Í janúar gaf Víkingur Heiðar Ólafsson út sína fyrstu plötu hjá virta þýska útgáfufyr- irtækinu Deutsche Grammophon, þar sem hann leikur etýður bandaríska tónskáldsins Phillip Glass. Þó að Víkingur hafi verið stór fiskur hér á landi í mörg ár má segja að nú hafi hann loksins kom- ist upp í meistaradeildina á hinu alþjóðlega sviði klassískrar tónlistar. Plat- an fékk gríðarlega góðar móttökur, fékk frábæra dóma í mörgum helstum tímaritum heims, komst ofarlega á metsölulista í Evrópu og endaði á ófá- um listum gagnrýnenda yfir bestu plötur ársins. Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA og listunnandi, nefndi árangur Víkings á heimsvísu sem eitt það mark- verðasta í íslensku menningarlífi á árinu: „Víkingur Heiðar er að verða einn af þekkt- ustu einleikspíanistum í heiminum og sló sannarlega í gegn á árinu með flutn- ingi á verkum Philips Glass fyrir Deutsche Grammophon. Víkingur spilaði á árinu í mörgum af helstu stórborgum heims og ég var svo heppinn að fá að sjá hann í Elbsp- hilarmonie í Hamborg, magnaður flutning- ur í mögnuðu tónlistarhúsi.“ Myndlistarsenan eignast heimili Í mars var opnuð ný miðstöð fyrir íslenska myndlist í gamalli síldarbræðslu frá 1948 á Grandanum í Reykjavík. Arkitektarnir Steinþór Kári Kárason og Ásmund- ur Hrafn Sturluson hjá Kurt og Pí höfðu frumkvæði að verkefn- inu og endurhönnuðu þeir bygginguna og hýsir það nú Nýlistasafnið, Kling og Bang auk stúdíós og sýningarrým- is Ólafs Elíassonar. Byggingin er orðin að nýjum miðpunkti íslensku myndlistarsenunnar og nefna margir álitsgjafar DV opnun hússins sem eitt það markverðasta í menningarlífinu á árinu. „Opnun Mars- hallhússins á fyrri hluta ársins ber einna hæst á myndlistarsviðinu og reyndar í menningarflórunni almennt. Það er kraftur í byggingunni og starfsemin er hinn eigin- legi hljómbotn mannlífsins á Grandasvæð- inu,“ segir Birta Guðjónsdóttir. Umbreyting og hönnun hússins hef- ur fengið mikið lof og hlaut til að mynda Hönnunarverðlaun Íslands. Guðni Val- berg arkitekt nefnir einnig hvernig hús- ið gæti haft áhrif á borgarmyndina „Svo er bara að vona að húsinu takist að verða nógu sterkt akkeri til að stækka miðbæinn alveg út í Örfirisey, en það er enn dálítið slitið frá bænum. Nú er í bígerð að opna nýja mathöll í Sjávarklasanum og með enn frekari menningaruppbyggingu á aust- anverðum Grandanum ásamt nýrri upp- byggingu við Vesturbugt verður til samfelld lifandi miðbæjarstarfsemi allt frá Örfirisey að Hlemmi, og jafnvel alveg austur í Skeifu með tíð og tíma.“ Bölvað Gott fólk Í upphafi ársins fór fram nokkur umræða um réttmæti þess að nota fréttir úr íslensk- um samtíma, raunir og opin sár raunveru- legra einstaklinga sem innblástur fyrir skáldskap, þegar leikgerð Þjóðleikhússins á skáldsögu Vals Grettissonar, Gott fólk, var frumsýnd. Verkið fjallar um ásakanir um kynferðis- ofbeldi og það hversu langt hópar fólks geta gengið í leit sinni að réttlæti utan hins hefðbundna réttarkerf- is. Einn málsaðali, rithöfund- urinn og kvikmyndagerðarmað- urinn Haukur Már Helgason, leitaði einnig óhefðbundinna leiða í fordæmingu sinni á verkinu og ritaði pistil á menningar- vefritið Starafugl þar sem hann kvaðst hafa lagt bölvun á það. Með bölvuninni endurvakti hann um- ræðuna um verkið og á internetinu gagn- rýndu málsaðilar Val og Þjóðleikhúsið. Rás 1 brást við, frestaði og breytti flutningi fyrirhugaðrar útvarpsseríu um leikritið og margir mættu á pallborðsumræður sem voru haldnar í Háskóla Íslands tengdar verkinu. # METOO- menningarbylting Þó að það ofbeldi, valdamisnotkun og allt of hversdagslega áreitni sem konur hafa risið upp gegn í hreyfingunni sem kennd er við #metoo sé ekki bundin við skemmtana- iðnaðinn og listheiminn sprettur byltingin fyrst upp úr honum. Þar hef- ur hreyfingin haft hvað mest áhrif og umræð- an fundið sér vettvang. Hér á landi risu konur í fjölmörgum stéttum upp og sögðu sínar sögur af of- beldi og áreitni. Borgarleik- húsið varð að vettvangi fyrir sam- talið og voru allar sögurnar sem birst höfðu í fjölmiðlum lesnar upp á stóra sviðinu fyrir fullum sal af fólki. „Femínismi er augljóslega sigurvegari árins 2017 á Íslandi. #Metoo-herferðin hér heima og erlendis, og allt það sem hef- ur gerst í kjölfarið, mun breyta Íslandi og heiminum um ókomna tíð. Ég er sannfærð- ur um þetta,“ segir Alexander Roberts sviðs- listamaður og Sjón tekur í svipaðan streng: „Metoo-hreyfingin er menningarbylting sem yfirskyggir allt annað sem gerðist árið 2017 og fellur undir orðið menning.“ Í kjölfar þessarar byltingar hefur list- heimurinn þurft að leggjast í sjálfskoðun og endurskoða gagnrýnislausa upphafn- ingu sína á sérlunduðum snillingum og hið mikla valdamisræmi sem oft einkennir bransann. Eins og erlendis hefur nokkrum karlmönnum verið sagt upp hjá menn- ingarstofnunum eða þeir tekið pokann sinn í kjölfar ýmiss konar ásakana. Hér á landi var Atla Rafni Sigurðarsyni sagt upp viku fyrir frumsýningu í Borgarleikhúsinu, Stefán Jónsson og Stefán Hallur Stefáns- son sögðust taka móralska ábyrgð og hættu kennslu við sviðslistadeild LHÍ, og þá var Darren Foreman rekinn frá Kvikmynda- skóla Íslands. Álitsgjafar DV virðast þó flestir vera sam- mála um að samtalinu sé langt frá því lok- ið. „#MeToo opnaði hurð en nú er það bara að taka næsta skref inn um dyrnar. Íslenska senan þarf að byggja upp nýjan grunn með trausti, fjölbreytileika og samvinnu,“ segir Dýrfinna Benita listakona. Þau eru svo ófá listaverkin sem hafa fengist við svipuð málefni á undanförnum árum og mánuðum eða geta verið túlkuð í því samhengi. María Kristín Jónsdóttir, rit- stjóri hönnunartímaritsins HA magasín, nefnir þannig vegglistaverk Elínar Hans- dóttur á Réttarholtsskóla sem eftirminni- legasta listaverk ársins: „Einfalt og sterkt verk sem fellur svo fallega að #metoo og #höfumhátt hreyfingunni sem hefur sýnt og sannað að lítil rödd getur haft mikil áhrif.“ Ragnar skálar fyrir velferð og velgengni Ragnar Kjartansson hefur verið sérstaklega áberandi á árinu, ekki bara í myndlistinni heldur einnig sviðslist og pólitík. Yfirlits- sýning Ragnars í Listasafni Reykjavíkur, Guð, hvað mér líður illa, er sá listviðburð- ur sem var oftast nefndur af álitsgjöfum DV í ársuppgjöri þeirra. Stefán Baldursson, fyrrverandi þjóðleikhús- og óperustjóri, segir sýninguna til að mynda hafa verið skemmtilegasta menningarviðburð ársins: „Ánægjulega frumlegur og uppátækja- samur hendir Ragnar fram óvæntum hug- myndum sem hrista upp í okkur en sækir þó allt í hina einu og sönnu listataug í eig- in brjóst.“ María Kristín Jónsdóttir, ritstjóri HA magasín, segist sjá eftir því að hafa ekki farið oftar en þrisvar að sjá hana: „Sýningin var góð áminning um mátt endurtekn- ingarinnar og jók á skynjun mína á fegurð rútínunnar og gerði mér gott.“ Dansverk Ragnars og Margrétar Bjarna- dóttur, No tomorrow, var valin sýning ársins á Grímunni – en hún var hluti af Fórn, hinu kynngimagnaða risasviðslista- verki Íslenska dansflokksins. Eins og öll önnur menningarár hefur 2017 verið ríkt af listrænum sigrum jafnt sem vonbrigðum, menningarpólitískum deilum og fagurfræðilegum átökum. Í menningarannál DV er stiklað á stóru á því helsta sem gerðist í listum og menningu á Íslandi árinu 2017. Fjórtán álitsgjafar úr ýmsum afkimum íslensks menningarlífs veittu álit við samantektina. Daglega frá jólum og fram yfir þrett- ándann munu ítarlegri vangaveltur álitsgjafanna birtast á menn- ingarsíðu dv.is. Hér birtist samantekt DV á því allra markverðasta sem gerðist í íslensku menningarlífi á árinu sem er að líða. kristjan@dv.is Blússandi góðæri, bókaskattur og #Metoo
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.