Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Síða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Síða 70
70 Áramótablað 29. desember 2017 Margir tala um að 2017 sé búið að vera meira góðærisár en hið eftirminnilega 2007. Reyndar myndi ég segja að það hafi verið miklu betra og ástæðurnar eru nokkrar. Ein er til dæmis sú að peningarnir sem komu í kassann á þessu ári voru raunverulegir peningar en ekki uppspuni manískra banka- manna. Samtök ferðaþjónustunnar áætla að gjaldeyristekjur atvinnugreinarinnar á þessu ári hafi verið um 535 milljarðar. Takk, túristar! Svo grunar mig að við höfum tekið út smá þjóðarþroska eftir hrunið. Margir lærðu t.d. að slaka á visa-rað, kaupa notað, gera upp, taka nesti með í vinnuna, hjóla í stað þess að keyra ... svona þetta helsta sem aðrir Norðurlandabúar hafa gert árum saman. Enda almennt félagslega þroskaðri en við. Frónbúar rifust samt ekkert minna árið 2017 enda „trade mark“ eyjar- skeggja að vera sjálfum sér sundurþykkir. Auðvitað hentum við í enn eina pop-up kosninguna, – en vona ekki flestir að þetta sé komið gott? Blái og græni liturinn blandast nokkuð vel. Vinsti og hægri. Kata og Bjarni. Grænblá eins og Atlantshafið. Viðmiðin hafa líka breyst. Árið 2007 lærðum við til dæmis að taumlaus frjálshyggja er ekki endi- lega besta hugmyndin. Þótt frelsið sé mjög yndislegt þá þurfum við hvatvísu eyjarskeggjarnir smá skynsemi og aðhald. Annars er hætt við að allt fari úr böndunum eins og eftirlitslausa unglingapar- tíið hjá Freysa vini mínum árið 84. Það var nú meira flippið! Manndómsvígsla. Menn héldu ekki svona partí aftur. Að minnsta kosti ekki þessi árgangur. Við lærðum af reynslunni. Tókum út þroska. Fram undan eru góðir tímar. Við þurfum ekki að þreyja þorrann. Þurfum ekki að hala manískt í sarpinn eins og trylltur hamstur með troðfullar kinnar. Með smá skynsemi getum við leyft okkur að reikna með því að góðærið endist lengur. Gerum það bara en munum að kapp er best með forsjá. Gleðilegt 2018! 2018 þarf ekki að vera eins og eftirlitslaust unglingapartí Margrét H. gústavsdóttir margret@dv.is „menn héldu ekki svona partí aftur. að minnsta kosti ekki þessi árgangur. við lærðum af reynslunni. instagraM.coM/Birta_vikuBlad vikublað - Ritstjóri: Margrét H. Gústavsdóttir Ábyrgðarmenn: karl Garðarsson Markaðssamstarf: Svava kristín Gretarsdóttir s: 690 6900 Íslendingar á ferð og flugi Árið 2017 í myndum: 26. nóvember arna Ýr Jónsdóttir, ungfrú Ísland, tók þátt í Miss universe-keppninni sem fór fram á Planet Hollywood Resort & Casino í borginni las vegas, í Nevadaríki í bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hún komst ekki áfram en alls tóku 92 þjóðir þátt í keppninni. 10. maí Forseta- frúin Eliza Jean Reid og Guðni forseti mæta í Óperuhúsið í Osló í tilefni af áttræðisaf- mæli þeirra Haraldar Nor- egs konungs og Sonju drottningar. 24. janúar Margrét Þórhildur Danadrottning og Guðni Th. Jóhann- esson ásamt Elízu Jean Reid og Hinriki prins stilla sér upp í vesturálmu Christi- an vii-hallarinnar í amalaíuborg í kaup- mannahöfn en þang- að héldu forsetahjónin okkar ásamt föruneyti sínu í upphafi árs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.