Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Side 72

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Side 72
72 Áramótablað 29. desember 2017 Áramótahefðir okkar Ís-lendinga hafa lítið að gera með álfa og útisetur nú til dags. Hjá 99 prósent þjóðarinnar snýst þetta kvöld um að borða yfir sig ásamt fjölskyldunni, horfa saman á Ríkissjónvarpið og skjóta svo upp flugeldum á miðnætti. Eftir það rýkur yngri kynslóðin út á djammið og reynir að vaka sem allra lengst meðan þau eldri greina skaupið og fara svo í hátt- inn þegar látunum linnir. Eftirfarandi er svolítil upprifj- un á gömlum íslenskum ára- mótahefðum og uppruna þeirra. Margar hafa horfið í tímans tóm en aðrar, eins og til dæmis brennurnar, lifa ennþá góðu lífi. Fyrsta áramótabrennan var í 101 Allra fyrsta heimildin sem til er um formlega áramótabrennu hér á Íslandi er frá árinu 1791. Þá tóku skólastrákar í Hólavalla- skóla sig til og skreyttu allt hátt og lágt um jólin en héldu síðan brennu. Það hefur eflaust verið töluverð sýndarmennska því mest af efniviði sem féll til var notaður við einangrun húsa eða í annað gagnlegt. Sveinn Pálsson læknir lýsir uppátækjum nemendanna með þessum orðum: „Á aðfangadagskvöld jóla skreyta skólapiltar skólann ljósum með ærnum kostnaði eftir efnahag þeira. Alls eru sett upp um 300 kerti í tvöfalda röð meðfram gluggum og í ljósahjálma í loftinu. Sérstak- lega er kennarapúltið skreytt með ljósum, lagt silki og öðrum slíkum útbúnaði. Á gamlárskvöld halda þeir brennu á hæð einni skammt frá skólanum, sem þeir kalla Vulkan. Er brennan svo stór, að hún sést úr margra mílna fjarlægð.” Þessir fjörugu nemendur í Hólavallaskóla bera mögulega ábyrgð á því að unga fólkið slettir jafnan úr klaufunum á gamlárs- kvöld? Forfeður áramótadjamms- ins? Ölvaðir skólastrákar í álfabúningum gáfu tóninn Fimmtíu árum síðar, eða í kringum 1840, voru áramótbrennur orðnar nokkuð algengar en heimildir benda til þess að þær hafi ekki verið sérlega hátíðlegar heldur einkenndust þær af drykkju og látum. Árið 1871 frumsýndu strákarnir í Lærða skólanum leikritið Nýársnótt þar sem álfar komu við sögu og auðvitað hafði verkið gríðarleg áhrif á þau sem Frá yfirnáttúrulegum þolraunum á nýársnótt yfir í áramótaskaupið og ýktar flugeldasýningar AndlegAr þolrAunir í boði álfA og AðrAr árAmótAhefðir Álfareiðin Stóð eg úti’ í tunglsljósi, stóð eg úti’ við skóg, stórir komu skarar, af álfum var þar nóg; blésu þeir á sönglúðra og bar þá að mér fljótt og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt. Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund, hornin jóa gullroðnu blika við lund; eins og þegar álftir af ísa grárri spöng fljúga austur heiði með fjaðraþyt og söng. Heilsaði hún mér drottningin og hló að mér um leið, hló að mér og hleypti hestinum á skeið. Var það út af ástinni ungu sem eg ber? eða var það feigðin sem kallar að mér? Jónas Hallgrímsson, (Heinrich Heine) Þýtt árið 1843. Lýsum upp Loftið með Ljósum og Látum! Allra fyrsta heimildin sem til er um formlega áramóta- brennu hér á Íslandi er frá árinu 1791. Þá tóku skóla- strákar í Hólavallaskóla sig til og skreyttu allt hátt og lágt um jólin en héldu síðan brennu. Það hefur eflaust verið töluverð sýndarmennska því mest af efniviði sem féll til var notaður við einangrun húsa eða í annað gagnlegt. Mynd davíð Þór GuðlauGsson áLfamessa Álfar fluttu sig gjarnan um set yfir áramótin. Þá voru góðar líkur á að geta hitt þessi fyrirbæri sem hafa fylgt þjóðinni í margar aldir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.