Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Page 98

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Page 98
98 fólk Áramótablað 29. desember 2017 Margrét Erla Maack leikkona Karlar sem urðu litlir í sér Að fá símtal um það að ég hefði fengið hlutverk í danskórn- um í Rocky Horror, velgengni Reykjavík Kabaretts, sýn- ingarferðalög (mörg), vitundarvakningin og samstaðan í kringum #metoo. Og ástin. Er búin að kljást við eitthvað órætt í dágóðan tíma, sem fyrst var talið ofnæmi, svo astma og nú síðast bakflæði … oft lasin og hálf ómöguleg. Held að ég þurfi að gefa mér tíma á nýju ári til að vúdú-a þetta út. Já, og karlarnir sem urðu svo litlir í sér í kringum #metoo að þeir „áreittu mig í grín“ á DJ-vöktum. Gubb. Eiríkur Jónsson, blaðamaður og ritstjóri Sorgin og gleðin hönd í hönd Allt gerðist í sömu vikunni. Pabbi minn dó og næstum um leið eignaðist elsta dóttir mín sinn fyrsta son. Maður kem- ur í manns stað – einn tekur við þegar annar fer. Stundum ganga sorgin og gleðin hönd í hönd og þannig er það best. Þannig lifum við af. Ellý Ármanns ritstjóri Trúi enn á ástina Ég hóf MBA-nám við Háskóla Íslands. Ég gerði það fyrir mig og engan annan. Ég vildi læra eitthvað nýtt, nýta reynslu mína sem fyrrverandi blaðamaður og ritstjóri og víkka sjón- deildarhringinn. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið lengi. Ég fékk að taka ársleyfi frá náminu sem er hálfnað því ég ákvað að bretta upp ermar til að geta greitt bankanum en það kom til af því að þegar ég skildi á sínum tíma var húsið skráð á mig. Ég reyndi eftir skilnaðinn að semja við bankann en án árangurs. Svo fór að húsið var selt bankanum á upp- boði. Það var tvennt í stöðunni og það var að borga bankan- um sem fór fram á eingreiðslu eða þá kveikja í kennitölunni minni. Ég var staðráðin í að láta reyna á hið fyrrnefnda og mála myndir og athuga hvort ég gæti selt þær og safnað þannig fyrir skuldinni. Ég mála risastórar myndir óhefð- bundnar með spaða og salan hefur gengið vonum framar. Ég er bjartsýn á að geta borgað bankanum í kringum áramótin og fótað mig á ný ef guð leyfir. Pabbi lést á páskadagsmorgun aðeins 66 ára gamall. Ég náði ekki að kveðja hann og segja honum hvað ég elskaði hann mikið áður en hann fór en ég fékk dýrmæta stund með honum í kirkjunni daginn sem jarðarförin fór fram. Þar sagði ég honum hvað ég elska hann og hvað ég þráði alltaf að vera ein af börnunum hans og hvað hann skipti mig miklu máli. Séra Jóna Hrönn sá til þess að ég fékk góða stund með honum þar sem hann lá friðsæll í kistunni og fyrir það verð ég henni ávallt þakklát. Ég kynntist leigumarkaðnum og endaði á því að leigja herbergi fyrir mig og stelpuna mína fyrir ofan skemmtistað í miðborginni. Mér fannst það erfitt í byrjun en svona eftir á að hyggja þá var þetta allt í lagi því það er stórkostlegt að búa í litlu herbergi hamingjusöm heldur en vansæl í höll. Við mæðgurnar gerum gott úr þessu og njótum þess að upplifa borgina saman. Svo gerði ég þau hræðilegu mistök að fá mér húðflúr með nafni þáverandi kærasta. Ég varð ástfangin upp fyrir haus og hélt svo innilega að hann væri sá rétti. Annað kom hins vegar í ljós. En ég trúi enn þá á ástina og ég er ekki búin að missa vonina. Ég skammast mín hins vegar og læt mér þetta að kenningu verða. Þórhallur Þórhallsson leikari Bölvaðir perrar Það sem stendur upp úr á þessu ári er að ég hélt upp á tíu ára afmæli mitt frá því að ég vann keppnina Fyndn- asti maður Íslands með því að halda uppistandssýningu í Tjarnarbíói. Ég tók sýninguna upp og næ ég vonandi að sýna þjóðinni hana fyrr eða síðar. Einnig var mjög gaman að skora á sjálfan sig og ganga fimm daga í röð upp á Esj- una og vekja í leiðinni athygli á geðheilbrigðismálum á Ís- landi. Fjöldi manns fylgdist með mér inn á Snapchat í því ævintýri og fann ég fyrir miklum meðbyr þar. Verst fannst mér allar þessar fréttir af leikurum og grínistum sem maður hefur litið upp til í mörg ár og kemur nú í ljós að voru allir bölvaðir perrar. Ekki það að mér finn- ist það slæmt að það hafi komist upp um þá, frekar bara að gaurar sem maður hélt að væru góðir eru það svo bara alls ekki neitt. Svo hefði ég viljað fara oftar til útlanda. Það er aldrei hægt að fara of oft til útlanda. Karel Kristel Ágústsdóttir pistlahöfundur Setti sjálfa mig í fyrsta sæti Það versta við mitt 2017 þarf eiginlega að vera veikindi. Ég var ótrúlega mikið líkamlega veik, „random“ veikindi í mislangan tíma. Það er sko mjög krefjandi fyrir ofvirka manneskju eins og mig að þurfa allt í einu að liggja heilu vikurnar og gera ekkert. Það þarfnast aga sem ég átti ógeðs- lega erfitt með. Ég þarf líka að bæta við að ég fór að borða tómata, ég er mjög þrjósk og allt mitt líf haldið því fram að tómatar séu ógeð. Það er því ótrúlega erfitt fyrir mig að viðurkenna að 2017 er árið sem ég fór sjálfviljug að panta tómat á allt. Það besta við mitt 2017 þarf líklega að vera ákvörðun mín um að setja sjálfa mig í fyrsta sæti í næstum því öllu, svo æðisleg ákvörðun sem ég stóð við. Ég hætti að leyfa fólki, hlutum og atburðum sem ég gat ekki breytt, að hafa áhrif á mig. Fór að einbeita mér að öllu sem sjálfri mér þyk- ir gaman og fór að lifa lífinu, búa til minningar. Sem dæmi þá standa Secret Solstice, Þjóðhátíð og Airwaves upp úr. Vera bara með vinum og njóta í drasl. Sævar Helgi Bragason, rithöfundur og ritstjóri Stjörnufræðivefsins Gekk illa að safna fyrir útborgun Á árinu fór ég í stórkostlegt mánaðarlangt ferðalag um Bandaríkin – fyrst með Arnóri Braga, syni mínum, en svo vinafólki – sem náði hámarki með sólmyrkva. Gaf líka út aðra bók, Geimverur – Leitin að lífi í geimnum og byrj- aði að vinna við KrakkaRÚV sem er ótrúlega skemmtilegt. Svo hófst undirbúningur fyrir önnur enn meira spennandi verk efni sem koma í ljós á næsta ári. Árið var ansi fínt í flesta staði. Það versta var kannski hvað það gekk og gengur illa að safna nægum peningum til að eiga fyrir útborgun í íbúð (nei, það var ekki Banda- ríkjaferðinni að kenna). Vona að það gangi betur á næsta ári. Þess vegna væri frábært ef fólk keypti bækurnar mínar. Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi Ríkur maður Það besta sem kom fyrir mig persónulega á þessu ári er að í mars eignuðumst við hjónin okkar áttunda barnabarn en þá fæddist glæsilegur drengur sem fékk nafnið Leó Örn. Það er morgunljóst í mínum huga að það sem skiptir alla mestu máli er að öllum í fjölskyldunni líði vel, séu við góða heilsu og vaxi og dafni í leik og starfi. Í því felast hinir stóru persónulegu sigrar hjá hverri manneskju, að eiga stóra Myrkur og ljós í lífi þekktra Íslendinga á árinu Það hefur gengið á ýmsu í samfélaginu árið 2017. #Metoo-byltingin hefur haft gríðarleg áhrif, þá féll ríkisstjórn og önnur reis í stað- inn. Hér ætlum við ekki að fjalla um sam- félagsmál nema að hluta. Hér tjá þekktir Íslendingar sig um sínar verstu stundir á árinu og þær bestu. Sumir opna sig um erfiðan missi, kynferðislega áreitni og árásir á netmiðlum. Þá opna hinir þekktu Íslendingar sig um ný líf, börn, barnabörn og getur einn fyrrverandi þingmaður ekki beðið eftir að verða amma. Myrkur og ljós í lífi þekktra Íslendinga á árinu. kristjon@dv.is n Sorg og gleði n Trúa á ástina n Perrar n Barneignir n Ást á ónýtu kerfi n Verður amma n Óvirðing við hinn látna n Erfitt að ná ekki að kveðja vinkonu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.