Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Blaðsíða 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.8. 2017
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Ekki er um það deilt að hinn ógurlegi Marsellus Wallace lét fleygjaAntoine (eða er það Antwan?) Roccamora, sem einnig ansar nafninuTony Rocky Horror, út um glugga á fjórðu hæð. Enginn virðist þó
vita fyrir víst hvers vegna hann greip til svo róttækra aðgerða en sagan
segir að Roccamora hafi fótnuddað unnustu Marsellusar, Miu, og styggð
hafi komið að glæpaforingjanum fyrir vikið.
Jules Winnfield þykir þessi kenning ótrúleg, fótanudd hafi nákvæmlega
enga merkingu og sé aum afsökun fyrir því að henda næsta manni út um
gluggann á fjórðu hæð. „Ætli einhver landeyða að gera þetta við mig er
eins gott fyrir hana að lama mig
vegna þess að ég myndi drepa land-
eyðuna.“
Þarna er félagi hans, Vincent
Vega, honum ósammála. „Sjáðu nú
til, lagsi. Ég hef fótnuddað milljón
dömur milljón sinnum og það hafði
allt þýðingu. Við látum eins og þetta
skipti engu máli en það gerir það;
þess vegna er fótanudd svona hel-
víti svalt. Þú talar ekki um það en
það er ástríða þarna á ferðinni, þú
veist það og hún veit það. Helvítið
hann Marsellus veit það og Antoine hefði átt að vita fokking betur. Ég
meina, þetta er konan hans, maður. Hann kemur aldrei til með að sjá þetta
í spaugilegu ljósi. Skilurðu hvað ég er að fara?“
Þegar hér er komið sögu er allt á floti í heimspeki.
Vega gengur ekki svo langt að leggja fótanudd að jöfnu við munngælur
en bilið þarna á milli sé alls ekki svo breitt. Winnfield hristir höfuðið.
Auðvitað er tilgangurinn með samtalinu að vara Vega við en honum hefur
verið falið að gæta Miu Wallace eina kvöldstund. Og auðvitað stenst hann
ekki freistinguna að spyrja um fótanuddið. Og Mia kemur af fjöllum.
Kveðst aðeins hafa tekið í spaðann á Tony Rocky Horror, hann hafi ekki
komið nálægt fótunum á henni. En er það satt? Vincent Vega er ekki sann-
færður; við erum ekki sannfærð. Ætli kenningarnar á netinu nálgist ekki
milljón.
Er það ekki alveg makalaust að maður skuli alltaf koma aftur að Pulp
Fiction, að einstökum atriðum eða í heild, hátt í aldarfjórðungi síðar?
Og meðan ég man, Tony Rocky Horror lifði ósköpin af; lenti á gróðurhúsi
sem dró úr fallinu. En hafði verið málhaltur allar götur síðan.
Heimspekingarnir
Vincent og Jules í
essinu sínu.
Út um gluggann
á fjórðu hæð
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’Þú talar ekki um þaðen það er ástríðaþarna á ferðinni, þú veistþað og hún veit það.
Kristbjörg María Jensdóttir
Já, ég ætla að hlaupa 10 kílómetra.
SPURNING
DAGSINS
Ætlar þú að
taka þátt í
Reykjavík-
urmara-
þoninu?
Elías Beck Sigurþórsson
Nei, en ég ætla að heita á bróður
minn. Hann hleypur fyrir vinkonu
sína Láru sem lenti í alvarlegu
hjólaslysi í sumar.
Morgunblaðið/Nína
Matthildur Jóna
Nei en ég stefni á 10 km næst. Ég
ætla að heita á Camillu sem hleypur
fyrir Barnaspítalann en hann hefur
gert mjög mikið fyrir mig.
Gylfi Karl Gíslason
Nei, en stefni á að fara á næsta ári.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Morgunblaðið/Ófeigur
Forsíðumyndina tók
Julie Vrabelová
Björg Jónsdóttir er verkefnastjóri viðburða Höfuðborgarstofu
og er einn skipuleggjenda Menningarnætur.
BJÖRG JÓNSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Hver verður áhersla
Menningarnætur í ár?
Að þetta sé þátttökuhátíð Reykjavík-
urborgar, borgarbúa og rekstraraðila,
þar sem allir taka þátt í henni og það
verður rosalega mikið um að vera.
Áherslusvæðið í ár er Hlemmur og
næsta nágrenni. Þá verða þrennir
stórir tónleikar á Ingólfstorgi, í
Hljómskálagarðinum og á Arnar-
hólnum þar sem Menningarnótt
lýkur með flugeldasýningunni. Svo
er þetta bara allsherjar tónlistar-
veisla út um allt þar sem allir helstu
tónleikastaðir í borginni verða með
dagskrá.
Hver er hápunkturinn í ár?
Hápunkturinn er alltaf flugeldasýningin.
Hverju ert þú spenntust fyrir?
Ég hlakka rosalega mikið til að sjá við-
burð uppi á Vitatorgi sem er kallaður
Léttur í lunda þar sem ýmislegt sem
tengist lundanum, sem við sjáum svo
víða, ber fyrir augu. Það er líka karíókí á
Bernhöftstorfunni og hipphoppveisla á
Ingólfstorgi sem ég hlakka til að sjá.
Hvað eru margir
viðburðir í ár?
Þetta slagar hátt í 300 viðburði. Öll söfn verða opin og
þetta er allt frítt og hvergi verið að rukka um
aðgangseyri.
Hvernig er best að komast niður í bæ?
Almenningssamgöngur verða ókeypis, svo verða skutlur frá
Laugardalnum og í gegnum Borgartúnið svo það sé hægt
að leggja bílum þar sem nóg er af stæðum en hægt verður
að taka skutlur þaðan og komast beint fyrir utan Hallgríms-
kirkju. Svo verður hægt að leggja hjólunum sínum í bíla-
kjallaranum við Ráðhúsið.
Hvernig ætlar þú að eyða
síðustu vikum sumarsins?
Ætli ég muni ekki slappa af eftir undirbúning Menningar-
nætur, næsta vika fer svolítið í það.
Flugeldarnir
alltaf hápunkt-
urinn