Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Blaðsíða 14
… er barnabarn Sverris Hermannssonar,
fyrrv. bankastjóra og ráðherra. Sonur
hjónanna Bryndísar Sverrisdóttur og Guðna
Alberts Jóhannessonar.
… á þrjár dætur: Sísí, Sölku og Blönku.
… hóf leikferilinn í Borgarleikhúsinu sem
Ólafur Kárason þegar hann var 11 ára, sló
fyrst í gegn í þáttunum Upp till kamp árið
2007, en birtist fyrst í íslensku sjónvarpi sem
Pontus í Wallander-þáttunum.
… hlaut árin 2014 og 2015 sænsku kvikmynda-
verðlaunin Guldbaggen sem besti leikarinn í að-
alhlutverki fyrir Flugparken og besti leikari
í aukahlutverki fyrir Monicu Z.
… hefur verið orðaður
við hlutverk
rannsóknarmanns í
íslenskri kvikmynd
um Guð-
mundar- og
Geirfinns-
málið sem
tekin verður
upp á næsta
ári.
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.8. 2017
Í
slenski leikarinn Sverrir Guðnason leik-
ur tennisstjörnuna Björn Borg í nýju
kvikmyndinni Borg/McEnroe sem segir
frá einvígi þeirra kappa árið 1980, en
bandaríski leikarinn Shia Labeouf leik-
ur hinn skapstóra McEnroe. Myndin verður
opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í To-
ronto í byrjun september, en það er í fyrsta
skipti sem sænskri kvikmynd hlotnast sá heið-
ur.
Hugsaði sig um þrisvar
Björn Borg er líklega frægasti Svíi sem uppi
hefur verið og af mörgum álitinn stærsta tenn-
isstjarna allra tíma, en hann vann Wimbledon
fimm sinnum í röð.
„Ég þurfti nú aðeins að hugsa mig um,“ seg-
ir Sverrir aðspurður hvernig honum hafi litist
á fyrst þegar honum var boðið að leika sjálfan
Björn Borg.
„Það erfiðasta sem þú getur gert er að leika
einhvern sem allir vita hvernig er. Og allir
elska. Ég hugsaði mig því um tvisvar og þrisv-
ar og horfði á upptökur af gömlum tennis-
leikjum og fleira myndefni. Ég fór að sjá hluti
sem ég gæti gert í hlutverkinu og byrjaði að
byggja þetta þannig upp.“
– Leist þér strax vel á handritið?
„Já, mjög vel. Ronnie Sandahl skrifaði það,
en hann er líka leikstjóri og gerði mjög góða
mynd um árið sem heitir Svensk Jävel. Hann
skrifaði það handrit líka og núna eftir Borg er
hann líka farinn að skrifa fyrir útlönd. Ég var
spenntur að vinna með honum og reyndar öllu
þessu fólki. Leikstjórinn Janus Metz er mjög
hæfileikaríkur en hann gerði heimildamynd
sem heitir Armadillo og vann í Cannes. Ég var
auðvitað líka spenntur að fá að leika með Stell-
an, Shia og aftur með Tuvu,“ segir Sverrir.
Í myndinni leikur Tuva Novotny Mariönu
Simionescu, sem Björn Borg giftist þetta
sama ár og einvígið var árið 1980. Stór-
stjarnan Stellan Skarsgård leikur svo
Lennart Bergelin sem var þjálfari Björns
Borg allan ferilinn.
„Hann hefur ekkert leikið í sænskum
myndum í 20 ár fyrir utan lítið hluverk í sjón-
varpsþáttaröðinni Arn.“
Aldrei verið í betra formi
– Hittirðu Borg þegar þú varst að undirbúa
þig?
„Nei, ég gerði það reyndar ekki. Sonur hans
leikur hann ungan, þannig að ég hitti soninn og
konuna hans, og ég vildi helst bara hitta hann
eftir á,“ segir Sverrir.
„Þegar ég var að vinna í að byggja
minn karakter reyndi ég mest að
fá það sem ég þurfti úr göml-
um heimildum,“ útskýrir
Sverir og er ekki frá því
að það hefði truflað
vinnu sína að hitta
Björn í eigin persónu.
– Hvað gerðirðu til
að undirbúa þig?
„Ég horfði á fullt
af gömlum leikjum
og viðtöl við hann,
það eru til gamlar
heimildamyndir
um hann. Það er
voða mikið til, ég
„Jú. Þegar myndin gerist er Björn búinn að
vinna Wimbledon fjórum sinnum í röð og er
núna að fara að spila í fimmta sinn. Það halda
allir og ætlast í raun til þess að hann vinni, en
hann finnur að hann er ekki jafn góður og
hann var og það er mjög erfitt fyrir hann.“
– Ertu með hárkollu í myndinni?
„Nei, ég safnaði hári, það vex furðufljótt.
Það eru stundum einhverjar lengingar í því en
þetta er hárið mitt litað ljóst.“
– Hvernig var að leika á móti Shia Labeouf?
„Það var mjög fínt. Hann fer almennilega
inn í hlutverkið og gerir það allaf. Það var
mjög gaman að fylgjast með honum. Hann er
fínn náungi og mjög góður leikari. Ég trúi því
að hann eigi eftir að ná enn lengra í leiklist-
inni.“
Eins og flestir vita er McEnroe þekktur fyrir
mjög mikið skap á meðan Borg er mun stilltari.
– Myndirðu segja að þið Shia væruð jafn-
ólíkir og Borg og McEnroe?
„Já, jafnvel, við erum alla vega frekar ólíkir.
En okkur kemur mjög vel saman, eins og Borg
og McEnroe. Þeir urðu bestu vinir eftir þenn-
an leik og eru vinir enn þann dag í dag.“
Stærsta hlutverkið hingað til
- Finnst þér þú eiga eitthvað sameiginlegt með
Birni Borg? Gastu séð þig í honum?
„Já, svona, kannski helst þetta að vinna undir
pressu og þetta sem fylgir því þegar fólk þekkir
mann úr bíómyndum, fólk þekkti hann af vell-
inum. Þannig gat ég vel sett mig inn í hans líðan
þótt þetta væri þúsund sinnum meira álag fyrir
hann og hann var auðvitað miklu frægari. Það
voru hann og páfinn og Michael Jackson sem
voru frægustu menn í heimi.“
– Er þetta stærsta hlutverk sem þú hefur
tekið að þér?
„Ég veit það ekki. Alltaf þegar ég fæ eitt-
hvert hlutverk finnst mér það það erfiðasta
sem ég hef fengið.
Það fer eftir hvernig maður lítur á það. Ég
held að þetta sé stærsta hlutverkið að því leyti
að það muni ná lengst út í heim,“ segir Sverrir,
en myndin verður sýnd um allan heim.
„Hún verður frumsýnd í Toronto og verður
opnunarmynd hátíðarinnar og þar með fyrsta
sænska myndin sem fær að opna hana. Auk
þess er búið að selja hana til 150 landa.“
– Hvað heldurðu að komi út úr því fyrir þig?
„Það veit enginn,“ segir Sverrir og hlær.
„Það getur auðvitað opnað einhverjar dyr fyrir
mér.“
Björn Borg, páfinn
og Michael Jackson
Sverrir Guðnason þurfti að æfa tennis í tvo tíma á dag í hálft ár til að geta verið
sannfærandi í hlutverki Björns Borg, frægustu tennisstjörnu allra tíma.
Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is
Sverrir og Tuva Novotny
sem tennisparið Björn Borg
og Mariana Siminescu.
Stórleikarinn Stellan
Skarsgård leikur þjálf-
ara Björns Borg.
Ljósmynd/ Rickard Sund
skoðaði ljósmyndir og las bækur um hann og
svo spilaði ég auðvitað tennis í tvo tíma á dag í
hálft ár,“ segir Sverrir, sem kunni ekkert í
tennisíþróttinni áður en hann tók að sér hlut-
verkið en finnst núna mjög gaman að spila
tennis.
„Auk þess að vera með tennisþjálfara í tvo
tíma í dag á hverjum degi í hálft ár var ég líka í
líkamsrækt, svo ég æfði svona 15-16 tíma á
viku. Ég hef aldrei verið í betra formi en svo
missir maður þetta fljótt,“ segir Sverrir og
virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því.
– Þurftir þú ekki að æfa sérstakan Björn
Borg-stíl?
„Jú. Fyrsta mánuðinn spilaði ég reyndar
með nútímatennisspaða, en svo skipti ég yfir í
gamaldags tréspaða frá 1980 og var með alveg
eins spaða og Björn notaði. Svo þurfti ég að
gera þetta alveg eins og hann; slá eins og hann,
en hann var með svo lítið sérstakan stíl, og
þjálfararnir hjálpuðu mér að ná honum. Ég
æfði tennisinn með bolta en stílinn meira eins
og dans.“
Shia er fínn náungi
– Hvað var erfiðast við þetta hlutverk?
„Það var án efa að fara inn í þessa rosalegu
þjálfun og komast á það stig að maður gæti
gengið inn á Wimbledon-leikvöllinn fyrir fram-
an áhorfendur og tekið upp þessi atriði og ver-
ið sannfærandi. Það var mjög erfitt að ná því
markmiði, en við náðum því báðir ég og Shia.“
– Er þetta ekki dramatísk mynd?
Sverrir hefur leikið í sjón-
varpi og kvikmyndum síð-
an hann var 16 ára gamall.
Sverrir Guðnason …