Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Blaðsíða 15
20.8. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 – Vonastu til þess eða finnst þér bara fínt að vinna í Svíþjóð? „Ég hef verið mjög ánægður hér í Svíþjóð seinustu árin og fengið að gera mjög góða hluti, en ég er alveg til í að gera eitthvað í öðr- um löndum líka og taka þannig næsta skref, en sjáum til hvað gerist.“ – Kvíðirðu fyrir frumsýningunni, hvernig Svíar muni taka þér? „Ég er ekkert sérstaklega kvíðinn. Ég er auðvitað alltaf eitthvað kvíðinn fyrir hverja frumsýningu en ég ekkert kvíðnari núna en fyrir aðrar myndir,“ segir Sverrir sem gerir sér þó grein fyrir að allir Svíar munu hafa álit á því hvernig hann leikur hetjuna þeirra. Þar sem Sverrir er íslenskur og talar þessa fínu íslensku þrátt fyrir að hafa búið í Svíþjóð mestallt sitt líf finnst blaðakonu kominn tími til að hann leiki í íslenskri kvik- mynd. „Það er reyndar verið að ræða við íslenska framleiðendur um það, en það er ekki alveg komið á hreint. Ég er lengi búinn að vera að reyna að koma og leika á Íslandi en mér hefur bara tekist svo illa að láta það passa inn í plön- in hjá mér. Það er mikið af góðum leikstjórum og kvikmyndagerðarfólki á Íslandi. Þegar ég tala við fólk hér í Svíþjóð og Noregi finnst þeim Íslendingar mjög duglegir, þeir geri svo margar og góðar myndir. Þá er auðvitað alltaf talað um fólksfjölda, en það er satt að það kemur alveg rosalega mikið gott efni frá Ís- landi og ég vil endilega prófa að vinna þar,“ segir Sverrir Guðnason leikari sem við fáum að sjá á hvíta tjaldinu með haustinu í topp- formi með ljósa lokka. Ljósmyndir/Julie Vrabelová Shia Labeouf, leikstjórinn Janus Metz og Sverrir við upptökurnar. Hinir einu sönnu Björn Borg og John McEnroe á Wimbledon árið 1980. ’ Ég hef verið mjögánægður hér í Sví-þjóð seinustu árin ogfengið að gera mjög góða hluti, en ég er alveg til í að gera eitthvað í öðrum löndum líka og taka þannig næsta skref, en sjáum til hvað gerist.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.