Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.8. 2017 Þ að gustar um hvíta riddarann í Hvíta húsinu þessa dagana, eins og alla hina dagana. Nú síðast skrifaði einn úr meiri- hlutanum í Reykjavík, Halldór Auð- ar Svansson, oddviti Pírata þar, „Ávarp til mannkynsins“, þar sem hann kveður upp úr um það að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé óhæfur, skorti siðferðislegt hugrekki og allt raun- veruleikaskyn og verði að víkja þegar í stað. Hvað mun nú gerast? Enginn getur efast um raunveruleikaskyn meirihlut- ans í Reykjavík, svo Donaldi Trump hlýtur að vera illa brugðið við þessa kveðju, sem svona víða fer. Vissulega hefur verið heldur betur sótt að forset- anum frá því að hann var svo ósvífinn að ná kjöri gegn hlutlausu og faglegu mati allra réttsýnna manna, en ekki þó með jafn skeleggum hætti og þarna var gert og úr þessari átt. Það hlýtur hverjum manni að bregða illa við ef meirihlutamenn í Reykjavík hóta að finna hann í fjöru og þá ekki síst eins og hún er útleikin eftir þá núna. Rétt er þó að taka fram að síðast þegar fréttist hafði mannkynið ekki enn svarað erindi Halldórs, en enginn gerir því þó skóna að svar þess muni dragast úr hömlu þegar svo mikið er í húfi og þegar slíkt ávarp berst svo óvænt úr þessari átt. Enn og aftur Hryðjuverk í Evrópu eru næstum að verða óþægi- lega kunnuglegar fréttir, álfunnar daglega brauð. Nú voru 14 myrtir í miðborg Barcelona og gerð til- raun til að myrða 130 manneskjur þar til viðbótar. Það vill stundum gleymast að hinir særðu ná sér vart nokkru sinni til fulls eftir það andlega og líkam- lega áfall sem svo svívirðileg árás á saklausa borg- ara er. Sama gildir einnig um þá sem nærri standa, alla íbúa og velunnara þessarar fögru borgar. Hann er mikill tollurinn sem hermdarverk af þessu tagi taka. Þau þrúga mannlíf í hinum „frjálsa heimi“ sífellt meir og það er því miður megintilgang- urinn. Sú öryggistilfinning sem fylgt hefur því að búa í lýðræðisríki sem lýtur lögum og almennum mannréttindum, byggðum á kristnum gildum, er ekki söm og áður. Breyttar aðferðir, bílar sem vopn Á seinustu árum hefur óaldarmönnunum tekist að breyta tækjum sem eru eðlilegur þáttur hins dag- lega lífs í ógnvænleg morðtól heppileg til fjölda- morða. Það þarf ekki að fela þau, og það er nær ómögulegt að forðast þau. Komið er á daginn að það þarf ekki öfluga stórtrukka til. Smábílar duga til að drepa eða limlesta ekki aðeins tugi heldur hundruð manna. Eftir árásir þar sem skotvopnum var beitt hafa kröfur heyrst um að takmarka aðgang fólks að þeim enn meir en áður. Almennir friðsamir borgarar fylgja reglusetningunum en hinir ekki. Það er skilj- anlegt að yfirvöld leiti að gefnu tilefni leiða til að draga úr hættunum. En skotvopnareglurnar eru gagnslausar. En vandinn er að auki sá að þeir hryðjuverkamenn sem nú herja á Vesturlönd setja sér fáar eða engar skorður. Þekktir hermdarverka- hópar í síðari tíma sögu sóttu einkum að fulltrúum eða táknmyndum þess kerfis og „þess óréttlætis“ sem þeir töldu sig þurfa að uppræta. Þeim var jafnvel í mun að kalla ekki á almenna fordæmingu á baráttuaðferðum sínum. Lágmarks pólitískur stuðningur var þeim nauðsynlegur. Hatur og hefnd Þeir sem nú er við að eiga líta á vestræn þjóðfélög almennt og þau gildi sem þau byggja á sem and- stæðinga sína. Hver maður er í rauninni réttdræpur og því meiri ólga, skelfing og reiði sem ódæðið vekur, því betri árangur. Þessi nýja tegund ofstækismanna hafði náð fót- festu í Írak, Sýrlandi og Líbíu og réði þar fyrir mikl- um landsvæðum samanlagt. Þeir uppfylltu að því leyti til að nokkru það skilyrði að geta með trúverð- ugri hætti en ella kallað sig „ríki“. Þangað gátu þeir safnað liði. Þeir áttu einnig skjól í fleiri löndum og fengu fjárhagslegan stuðning frá æðstu yfirvöldum í enn öðrum ríkjum, sem þrengt hefur verið að upp á síðkastið. Fjölgun hryðjuverka í Evrópu er að nokkru rakin til þessarar breyttu stöðu. ISIS getur ekki lengur kallað lið til sín. Her- kallið er því að „píslavottarnir“ haldi kjurru fyrir og veiti heimaríki sínu eins mikinn skaða og verða má og geri það í nafni málstaðarins. ’ Á Íslandi eru innflytjendamálin vita stjórnlaus. Táknmynd þess er að milljarða vantar upp á að nýsam- þykkt fjárlög um það efni standist. Hvernig í ósköpum má þetta vera? Og hvers vegna þessi ærandi þögn? Reykjavíkurbréf18.08.17 Andvarp borgarstjórnar til mannkynsins

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.