Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 2017
Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um
knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrver-
andi landsliðsfyrirliða Íslands. Í þáttunum verða
heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með
á löngum og glæsilegum ferli, til dæmis Chelsea og
Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn,
bæði samherja Eiðs og mótherja.
Þeir verða tveir á ferð í þáttunum, Eiður Smári
og æskuvinur hans, sjónvarpsmaðurinn Sverrir Þór
Sverrisson, Sveppi.
Það er Pegasus sem framleiðir þættina en þeir
verða sýndir í Sjónvarpi Símans snemma árs 2018.
Þáttaröðin verður kölluð Gudjohnsen.
„Þetta verða sex þættir,“ segir framleiðandinn,
Lilja Snorradóttir. „Tökur hófust í vikunni þegar
Eiður hitti strákana sem spiluðu með honum í 6.
flokki og þjálfara þeirra. Þeir tóku vináttuleik og
allt var mjög vel heppnað og skemmtilegt.“
Félagarnir fara á flakk í september þegar upp-
tökur hefjast af fullum krafti en þeim lýkur
snemma í nóvember þegar leikur Chelsea og Man-
chester United í ensku úrvalsdeildinni fer fram í
London.
„Við höfum verið í samskiptum við nokkra þeirra
klúbba sem Eiður lék með og þetta gengur í raun
miklu betur en við þorðum að vona. Allir eru með
opnar dyr; Eiður Smári nýtur greinilega mikillar
velvildar úti,“ segir Lilja. Leikstjóri þáttanna er
Kristófer Dignus. skapti@mbl.is
Gera sjónvarpsþáttaröð
um feril Eiðs Smára
Eiður Smári og gamlir samherjar hans í ÍR hittust í vikunni þegar
tökur hófust. Á neðri myndinni eru þeir í 6. flokki á sínum tíma.
Eiður Smári Guðjohnsen og Sveppi, æskuvinur hans, heimsækja félög sem
kempan lék með og hitta gamla leikmenn, bæði samherja og mótherja Eiðs.
„Ef ráðist verður á Þýskaland
má það ekki spyrjast, að til sjeu
veikgeðja og taugaveiklaðar
konur.“
Þessi orð lét Hermann Gör-
ing marskálkur falla í ræðu í
ágúst 1937 og hermt var af í
þættinum „Með morg-
unkaffinu“ í Morgunblaðinu.
Fram kom að Göring vildi
láta konurnar taka ötulan þátt í
loftvörnum landsins og teldi að
þegar karlmennirnir væru send-
ir í hernað, ættu konurnar líka
að gera gagn og það gerðu þær
best með því að læra, hvernig
beri að hegða sjer, ef loftárás
bæri að höndum.
Nútímaeiginmaðurinn fékk
heldur kaldar kveðjur í sama
dálki: „Hann gengur þrem
skrefum á undan konunni sinni,
þegar þau eru úti að ganga. Er
altaf þreyttur, þegar hann kem-
ur heim frá vinnu. Dettur ekki í
hug að stinga upp á því að fara í
bíó af fyrra bragði. Finst fæð-
ispeningarnir, sem hann lætur
til heimilisins, vera mun ríflegri
en maturinn, sem hann fær. Og
ætlast þrátt fyrir alt til þess, að
konunni finnist hann vera allra
manna bestur og vitrastur.“
Svo var það Maurras, foringi
konungssinna í Frakklandi, sem
hafði notað tímann í fangelsinu
í París vel. „Hann hefir sent
fjórar bækur á markaðinn, er
með þá fimtu, og byrjar á þeirri
sjöttu innan skamms. Róttækt
blað eitt í Frakklandi er
áhyggjufult út af þessu. Spyr,
hvort ekki væri rjettast að
sleppa Maurras úr fangelsinu
strax.“
GAMLA FRÉTTIN
Engar veikgeðja konur, takk fyrir!
Hermann Göring marskálkur vildi
að konur tækju þátt í loftvörnum.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Colonel Sanders
Kentucky-maðurinn og stofnandinn
Hjörleifur Guttormsson
Fyrrverandi þingmaður og ráðherra
Sam Elliot
leikari í öllum kúrekahlutverkum
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18,
mánudaga - föstudaga 11-18:30
RÝMUM
FYRIR NÝJUM
VÖRUM
Nordic-borð.Hvít laminat borðplata, svartir fætur. 183 x 100 cm. 189.900 kr.
Nú 99.900 kr. Kato-stóll. Svart leður, svartbæsaðir beykifætur. 34.900 kr. Nú 19.900 kr.
Lincoln-hillueining. 5 hillur, tvöföld.
Svört eða hvít. 186,5 x 28 x 200 cm.
59.900 kr. Nú 34.900 kr.
40% 40%
Zoey-stóll. Eikarseta, svartir fætur.
17.900 kr. Nú 9.900 kr.
30-50%
AF ALLRI
SUMARVÖRU
Beatnik-borðstofuborð.Mattlakkaður eikarspónn, svartlakkaðir málmfætur.
200 x 95 cm. 119.900 kr. Nú 59.900 kr.
50%
40%