Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.8. 2017
LESBÓK
KVIKMYNDIR „Klikkuð og svört“ eru orðin sem
kvikmyndagerðarmaðurinn Chris Columbus notar
um handrit sitt að nýrri mynd um alræmda hrekkja-
lóma í myndinni Gremlins 3. Columbus gerði fyrstu
myndina árið 1984 en var víðsfjarri í framhaldinu
árið 1990. Hinn 58 ára gamli leikstjóri segist mjög
stoltur af handritinu en tökur eru ekki hafnar.
„Það var mjög auðvelt fyrir mig að detta aftur í
þennan gír og skrifa handritið svo að vonandi sjáum
við þessa bíómynd bráðum,“ sagði Columbus í viðtali
við Slashfilm kvikmyndavefinn en myndin á að ger-
ast í nútímanum, með gömlum karakterum og nýj-
um.
Þriðja Gremlins
Gremlins á sér
trygga aðdáendur.
KVIKMYNDIR Besti gagnrýnandi handrits-
höfundarins og leikarans Justin Theroux er
eiginkona hans, Jennifer Aniston. Í viðtali
við MR PORTER’S The Journal sagði Thero-
ux, sem hefur skrifað handrit mynda á borð
við Rockof Ages og Zoolander 2, að þegar
eitthvað væri ófyndið í skrifum hans léti An-
iston hann óhikað heyra það en Aniston hefði
mjög gott skopskyn. „Komdu hérna, þetta er
ekki fyndið,“ kallaði hún á hann þegar hún
læsi yfir handrit hans. Hún legði samt ekkert
bann við prumpubröndurum, þótt húmor
hennar sjálfrar væri þróaðri en það.
Eiginkonan besti gagnrýnandinn
Theroux og
Aniston hafa
verið saman
frá 2015.
Elizabeth Moss leikkona.
Ekkert stress
SJÓNVARP Leikkonan Elisabeth
Moss hefur verið tilnefnd til Emmy-
verðlaunanna núna í 8. skipti fyrir
hlutverk sitt sem Offred í hinum
eftirtektarverðu þáttum The
Handmaid’s Tale. Áður hafði hún
verið tilnefnd fyrir hlutverk sitt
sem Peggy Olsen í Mad Men-
þáttunum og sem Robin Griffin í
áströlsku þáttaröðinni Top of the
Lake.
Leikkonan hefur hins vegar
aldrei hreppt verðlaunin, en sam-
kvæmt New York Times er hún
ekkert að stressa sig yfir tilnefn-
ingunni og segist bara hress með að
fá að vera með yfir höfuð, enda hafi
The Handmaid’s Tale verið mjög
sérstakt verkefni.
TÓNLIST Popptónlistarkonunni
Pink hefur hlotnast sá mikli heiður
að hljóta tónlistarmyndbandaverð-
launin Michael Jackson Video
Vanguard Award á MTV-tónlist-
armyndabandahátíðinni sem haldin
verður 27. ágúst í Los Angeles.
Verðlaunin eru veitt þeim sem
þykja skara fram úr á sviði tónlist-
ar eða kvikmynda. Þeir sem áður
hafa hlotið verðlaunin eru m.a.
Madonna, Peter Gabriel, Britney
Spears, Justin Timberlake,
Rihanna, Guns N’ Roses, Beyoncé,
the Beastie Boys og Kanye West.
Að sögn Los Angeles Times segir
í yfirlýsingu frá MTV að Pink hafi
verið valin vegna áhrifa sinna á
tónlist, poppmenningu, tísku og
góðgerðarstarfsemi.
Tónlistarkonan Pink.
Pink heiðruð
Fræbbblarnir eru ein af fjöl-mörgum hljómsveitum land-ins sem skemmta munu gest-
um á Menningarnótt í Reykjavík.
Kemur sveitin fram á Dillon kl. 19.15
og mun leika í um hálftíma, bæði
gamalt efni og nýtt.
Sveitina skipa Arnór Snorrason
gítarleikur og söngur, Guðmundur
Þór Gunnarsson á trommur, Helgi
Briem á bassa, Iðunn Magnúsdóttir
söngur, Ríkharður Friðriksson á gít-
ar og Valgarður Guðjónsson bæði
syngur og leikur á gítar.
Ný plata í vinnslu
„Við spiluðum núna seinast á Secret
Solstice hátíðinni, þar áður í mars og
svo á fullveldishátíð 1. desember,“
segir Valgarður forsprakki sveit-
arinnar sem stofnuð var árið 1978 og
er greinilega enn vel á lífi.
„Við höfum nú ekki spilað mikið,
en alltaf eitthvað og gáfum út plötu
fyrir tveimur árum sem fékk fína
dóma, seldist ekki mikið en var
þokkalega spiluð.“
Valgarður segir sveitina núna
upptekna við að vinna nýtt efni en
þegar líður á veturinn megi fólk bú-
ast við að sjá þau og heyra spila oft-
ar en hingað til hefur verið.
- Hlustar þú enn þá á pönk?
„Já, en hvernig þú skilgreinir það
er svo aftur annað mál. Þegar við
byrjuðum að spila þá þótti margt
argasta pönk sem þykir bara venju-
legasta poppmúsík í dag. Við erum
ekki í þessu harðkjarnapönki og höf-
um ekkert sérstaklega gaman af
því.“
- Harðkjarnapönk eins og
Fræbbblarnir voru fyrst?
„Við vorum það aldrei, við vorum
bara mjög skemmtileg popp-
hljómsveit. Kannski ekki, en þetta
er spurning um nálgun. Það er verið
að bjóða okkur á harðkjarna pönk-
hátíðir og við erum svolítið út úr kú.“
Komu unga fólkinu á óvart
- Hvernig finnst þér pönksenan á
Íslandi í dag?
„Ég fer oft á tónleika og sum bönd
eru mjög skemmtileg en önnur
minna spennandi, eins og gengur.
Stundum dett ég niður á góða sveit,
og kaupi jafnvel disk, en hann er svo
ekki alveg að virka þegar heim kem-
ur.“
- Hverjir koma að hlusta á ykkur?
Gamlir aðdáendur eða nýir?
„Það er alltaf reytingur af fólki, en
þegar við erum að spila seint þá er
ekki mikið af eldra fólki,“ segir Val-
garður og hlær og á við sína eigin
kynslóð.
„En mér mér finnst alltaf gaman
þegar við spilum. Við höfum haldið
eigin tónleika á minni stöðum og þá
koma þeir sem hlustuðu í gamla
daga. Fyrir kosningarnar í fyrra
spiluðum við á Gauknum á tón-
leikum fyrir unga kjósendur, og það
var mjög gaman að sjá hvað unga
fólkið var hissa að heyra í okkur.
Hvað þau höfðu gaman að þessu og
það kom þeim á óvart að við vorum
allt öðruvísi en þau héldu. Það sama
á Secret Solstice, svo það er allur
gangur á því.“
Einfalt, hrátt
og grípandi laglínur
- Þú ert bara í pönkinu fyrir tónlist-
ina?
„Já, ég datt upphaflega inn í þetta
af því að mér fannst þetta skemmti-
legt. Þetta var einfalt, hrátt og gríp-
andi laglínur. Það var ekki mikið um
lifandi tónlist á þeim tíma. Það voru
örfáar sveitir að spila. Það er gjör-
breytt landslag í dag, örugglega hátt
í 200 sveitir og margar fullboðlegar
á heimsvísu, sem er gaman að fylgj-
ast með.“
- Hvað á að halda lengi áfram?
„Það er ekkert vitað. Alla vega ein
plata í viðbót. Kannski rúmlega
það,“ segir Valgarður Guð-
jónsson sem hlakkar til að spila
fyrir okkur í kvöld.
Hljósmveitin Fræbbbl-
arnir er enn í stuði eftir
tæp 40 ár í bransanum.
Ljósmynd/Finnbogi Marinósson
Hrund Þrándardóttir sál-
fræðingur ætlar að mæta á
Fræbbblana í kvöld ásamt
yngri syni sínum og eigin-
manni.
„Það er hefð hjá okkur á
menningarnótt að sjá alltaf
Fræbbblana þegar þeir eru
að spila, þannig að það má
segja að við séum grúppíur,“
segir Hrund en þau hafa séð
þá í um 15 ár. Synirnir hafa
alltaf komið með og fíla
sveitina líka.
„Ég hef alltaf fílað
Fræbbblana því mér finnst
þetta heiðarlegt
pönk og kraftur,
og það er bara
ofboðslega
gaman að horfa
á þá og hlusta.
Við hlökk-
um öll til
kvölds-
ins.“
Við erum
grúppíur
Hrund
Þrándardóttir
„Bara mjög skemmtileg
popphljómsveit“
Pönksveitin Fræbbblarnir gleður borgarbúa á Menningarnótt. Þeir munu leika gamalt
og nýtt efni fyrir gamla og nýja aðdáendur.
Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is