Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Blaðsíða 22
MATUR Skemmtilegt er að prófa sig áfram með salttegundir sem blandaðareru með jurtum svo sem klassíska jurtasaltið Herbamare, sem er blanda úr salti, grænmeti og jurtum. Einkar gott með kartöflum. Klassískt krydd 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.8. 2017 Gerum daginn girnilegan er upp-skriftavefur á vegum Innness ehf. semer innflutnings- og dreifingaraðili mat- vöru. „Undanfarið eitt og hálft ár höfum við ver- ið að vinna með uppskriftamyndbönd bæði á Facebook og vefsíðunni okkar. Þar er áherslan lögð á einfaldar uppskriftir sem eru sýndar í myndbandi sem gerir fólki auðvelt að útbúa rétt- ina,“ segir Lovísa Jenný Sigurðardóttir, einn af markaðsstjórum fyrirtækisins. „Í gegnum tíðina hefur Innnes gefið út uppskriftabæklinga en nú hafa myndböndin tekið við og hafa þau verið unnin með kokkinum okkar, Vigdísi Ylfu Hreins- dóttur,“ segir Lovísa. Vigdís segir að það hafi vantað einfaldari upp- skriftir sem væri auðvelt að fara eftir „… en eru samt girnilegar og spennandi. Einnig getur fólk notað grunninn að uppskriftunum og breytt hrá- efninu úr fiski yfir í kjöt eða haft mismunandi sósu“. Vigdís segir uppskriftamyndböndin mjög sniðug fyrir fólk sem festist í því að elda alltaf það sama í eldhúsinu. „Við reynum að fara út fyrir rammann og vera eins einföld og við get- um,“ segir hún og bætir við að starfið sé virki- lega skemmtilegt þar sem hún þurfi að færa fram nýjar uppskriftir á hverjum degi. „Við höf- um fengið góðar viðtökur, fólk sér hvað þetta er svakalega einfalt og við náum að sýna það svo vel í myndböndunum,“ segir Lovísa Jenný. Hún bendir einnig á hvað síðan er þægileg þegar farið er í búðina, síðan opnuð í símanum og hakað við þau hráefni sem vantar í réttinn. Lovísa Jenný Sigurðardóttir markaðsstjóri og Vigdís Ylfa Hreinsdóttir kokkur hjá Gerum daginn girnilegan. Morgunblaðið/Hanna Einfalt og þægilegt Gerum daginn girnilegan leggur áherslu á frekar einfaldar uppskriftir og eru þær sýndar í stuttu en greinargóðu myndbandi sem gerir það að verkum að það verður bæði auðvelt og þægilegt að útbúa réttinn. Nína Ingólfsdóttir nina@mbl.is 4 epli 1 box hindber 100 g Milka Toffie cream-súkkulaði 100 g Philadelphia-rjómaostur Skerið toppinn af eplunum og hreinsið innan úr til hálfs. Fyllið með hindberjum, Milka-súkkulaði og rjómaosti. Setjið lokin aftur á eplin, pakkið inn í álpappír og grillið þau upp- rétt við meðalhita í ca 15-20 mín- útur eða þar til eplin verða mjúk. Fyllt epli 100 g AB-mjólk 100 g Philadelphia-rjómaostur ½ gúrka, smátt skorin ½ lime, safi og börkur 1 tsk. hunang mynta eftir smekk, smátt skorin salt og pipar kóríander eftir smekk, smátt skorinn Blandið öllu hráefninu saman. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Raita-sósa 2 stk. naan-brauð 100 g Philadelphia-rjómaostur 3 msk. mangó chutney 100 g rifinn ostur Filippo Berio-hvítlauksolía gróft sjávarsalt Smyrjið fyrst rjómaostinum of- an á annað naan-brauðið og síðan mangó chutney yfir rjómaostinn. Dreifið rifna ostinum yfir og lokið með hinu naan-brauðinu. Skerið í fjóra hluta. Penslið með hvítlauksolíunni. Grillið í fjórar mínútur á hvorri hlið og penslið á milli með hvít- lauksolíu. Grófu salti sáldrað yfir. Fyllt Naan- brauð ¼ krukka tandoori-mauk 70 g AB-mjólk 1 kjúklingur Blandið saman tandoori-mauki og AB- mjólk og hellið yfir kjúklinginn. Látið mar- inerast í u.þ.b. sólarhring. Heill tandoori-kjúklingur Setjið kjúklinginn á kjúklingastand. Hitið grillið vel, setjið kjúklinginn á og slökkvið á miðjubrennara eða öðrum brennara og grillið við meðalhita í u.þ.b. 1 klst. eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Gott er að láta kjúklinginn standa í um 10 mínútur áður en hann er skorinn. Ljósmyndir/Rúnar Ingi Garðarsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.