Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Blaðsíða 35
20.8. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Anne-Cathrine Riebnitzsky er vinsæll höfundur í heimalandi sínu, Danmörku, Skáldsagan Stormarnir og stillan er önnur bók hennar sem gefin er út á ís- lensku. Í bókinni segir af vinkonunum Monicu og Beate. Þær eru á miðjum aldri og starf þeirra er að aðstoða fólk sem hefur lent í ógöngum. Fjölmargar persónur og hlutskipti þeirra koma við sögu í bókinni og hún veltir upp spurn- ingum um réttlæti og trú, ást og missi, réttar og rangar ákvarðanir. Ísak Harðarson þýddi, JPV gefur út. Rétt eða rangt Þríleikur Pierre Lemaitre um smá- vaxna lögreglumanninn Camille Ver- hoeven hófst með sögunni af Irène og síðan kom Alex. Honum lýkur svo með skáldsögunni Camille sem JPV gefur út. Í bókinni gengur ástkona Camille, Anne, fram á glæpamenn að verki. Þeir misþyrma henni og skilja eftir nær dauða en lífi. Hún lifir af, en er í mikilli hættu þar sem hún sá andlit annars hrottans og liggur lífið við að Camille finni manninn áður en maðurinn finnur Anne. Friðrik Rafnsson þýddi. Af Camille Verhoeven Mig hungrar mig þyrstir heitir skáld- saga eftir finnska rithöfundinn Maaria Päivinen sem Óðinsauga hefur gefið út. Bókin segir frá stærðfræðikennaranum Emilie sem er komin með leiða á Blum- en sambýlismanni sínum. Ekki bæta úr skák leiðindi í skólanum og sífelld há- vær samfarahljóð nýju nágrannanna. Þegar Emilie finnur óvænt fjárfúlgu í skúffu Blumens ákveður hún að grípa tækifærið til að taka upp aðra iðju - hún fer að gera út hór- karla. Sigurður Karlsson þýddi bókina. Emilie hungrar í hold BÓKSALA 9.–15. ÁGÚST Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 AfæturJussi Adler-Olsen 2 NorninCamilla Läckberg 3 Independent PeopleHalldór Laxness 4 Iceland In a BagÝmsir höfundar 5 Með lífið að veðiYeonmi Park 6 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 7 Sagas Of The IcelandersÝmsir höfundar 8 Essential Academic Vocabulary Huntley Helen Kalkstein 9 Hús tveggja fjölskyldnaLynda Cohen Loigman 10 Njals saga 1 Gestir utan úr geimnumÆvar Þór Benediktsson 2 Hvernig passa á ömmuJean Reagan 3 Litli prinsinnAntoine de Saint-Exupéry 4 Við lærum að lesa! – Skólasund Clemence Masteau 5 Við lærum að lesa! – Skólinn hefst á ný Clemence Masteau 6 Við lærum að lesa! – Lýsnar fara Clemence Masteau 7 Ekki opna þessa bókHuginn Þór Grétarsson 8 Risasyrpa – RánsferðirWalt Disney 9 Lilli klifurmús og hin dýrin í Hálsaskógi Thorbjörn Egner 10 Herra hákarl leitar aðleikfélaga Allar bækur Barnabækur Ég tók við nýrri vinnu í janúar á Bókasafni Dalvíkur og hef eigin- lega aldrei lesið jafn lítið og eftir að ég byrjaði að vinna á bókasafni, það er búið að vera svo mikið að gera. Ég hef því verið að vinna aðeins upp jólabækurnar, var að klára Tvísaga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur og var ótrúlega heilluð af þeirri bók. Ég gat eiginlega ekki lagt hana frá mér fyrr en ég var búin með hana, frá- bær bók og ég er rosalega ánægð með hana. Núna er ég að lesa Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, er eiginlega ekki komin nógu langt til að ég geti gefið henni ein- hverja einkunn, en hún heldur mér mjög vel og ég er spennt fyrir fram- haldinu. Næst á dagskrá er bókin Stofuhiti eftir Berg Ebba. Mér finnst mjög gam- an að lesa pistlana hans og hlakka rosalega til. Ég er búin að glugga í hana og sé að ég mun hafa gaman af henni. ÉG ER AÐ LESA Björk Hólm Þorsteinsdóttir Björk Hólm Þorsteinsdóttir er bóka- og héraðsskjalavörður. Á síðasta ári gaf Ágúst Einarsson út bókina Ís- lenskur sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi sem var aðallega ætluð háskólum og fræði- mönnum. Í vikunni gaf hann úr aðra bók um ís- lenskan sjávarútveg, Fagur fiskur í sjó, sem ber undirtitilinn Ís- lenskur sjávarútvegur handa skólum og almenningi og er meðal annars ætluð fyrir fram- haldsskóla og áhugafólk um sjáv- arútveg. Í bókinni fjallar Ágúst um það hvernig sjávarútvegur hefur staðið undir mikilli breytingu lífskjara hér á landi í rúma öld. Einnig kemur fram í bókinni að framlag sjávarútvegs og tengdra greina til lands- framleiðslu sé um 20%, afköst hafi aukist mikið í sjávarútvegi síðustu rúm 30 ár og að fiskveiði- stjórnunarkerfið hafi skapað mikil verðmæti. Bókin er tæplega 300 síður og ríkulega skreytt ljósmyndum og skýringarmyndum. Háskólinn á Bifröst gefur bókina út. SJÁVARÚTVEGSFRÆÐI Fagur fiskur í sjó SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR www.skornirthinir.is ÖRUGG SKREF ÚT Í LÍFIÐ í fyrstu skónum frá Biomecanics Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin. Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá. Stærðir: 18–24 Verð: 7.995 Margir litir Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Svansvottuð betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig. Ný kynslóð málningarefna ONE SUPER TECH u Byggir á nanótækni - sjálfhreinsandi u Fyrir stein, bárujárn og innbrenndar klæðningar u Þekur ótrúlega vel u Endist margfalt á við önnur málningarkerfi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.