Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.8. 2017
Hvað næst? Munu Tyrkireinnig handtaka forsvars-menn viðskiptalífsins? Eða
ferðamenn?“ spurði varaformaður
Græningja, Cem Özdemir, fyrir
framan hóp blaðamanna í Berlín,
sama dag og þýskur fyrirlesari og
starfsmaður Amnesty International,
Peter Steudtner, var handtekinn
ásamt nokkrum öðrum starfs-
mönnum mannréttindasamtakanna,
þar á meðal framkvæmdastjóra
Tyrklandsdeildar Amnesty.
Þrátt fyrir að Þjóðverjar og Tyrkir
hafi átt í viðkvæmum samskiptum í
áratugi, þar sem í dag búa um þrír
milljónir Tyrkja í landinu, hafa sam-
skipti ráðamanna aldrei verið jafn-
veikluð og náð ákveðnum lágpunkti.
Fyrr á árinu var þýskur blaðamað-
ur handtekinn í Tyrklandi og stjórn-
völd í Þýskalandi bönnuðu tyrknesk-
um ráðamönnum að halda kosninga-
fundi í Þýskalandi í tengslum við
þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnar-
skrá landsins. Recep Tayyip Erdog-
an, forseti Tyrklands, sakaði þá
Angelu Merkel, kanslara Þýskalands,
um að beita nasískum aðgerðum.
Þrátt fyrir að Cem Özdemir sé af
tyrkneskum uppruna, sonur innflytj-
enda og ötull baráttumaður fyrir
mannréttindum innflytjenda í Þýska-
landi, hefur hann verið einn harðasti
gagnrýnandi Erdogan. Raunar hafa
fáir þýskir stjórnmálamenn gert
meira en Özdemir til að styrkja sam-
bönd þjóðanna í gegnum tíðina, áður
fyrr talaði hann opinberlega um Er-
dogan sem umbótasinna, og þykir
það nokkuð táknrænt fyrir hið versn-
andi samband hversu hart hann deilir
á tyrknesk yfirvöld og segir landið á
góðri leið með að verða einræðisríki
að því er fram kemur í Der Spiegel.
Handtaka Steudtner
vendipunktur
Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir
samband Þýskalands og Tyrkalands.
Milljónir þýskra ferðamanna heim-
sækja árlega sumarleyfisstaði Tyrk-
lands og fjárfestingar og viðskipta-
tengsl eru mikil á báða bóga. Angela
Merkel tók lengi vel á viðbrögðum og
upphrópunum Erdogan með þögn, að
margra mati í þeirri von að þetta
„gengi bara yfir“ en handtaka
Steudtner varð vendipunktur, að-
gerðir eru fram undan.
Síðustu vikuna í júlí tilkynnti utan-
ríkisráðherra Þýskalands, Sigmar
Gabriel, breytta stefnu Þýskalands í
samskiptum sínum við Tyrkland á
blaðamannafundi í Berlín. Hann
sagði þetta munu eiga við um ferða-
mennsku en þýsk stjórnvöld geti ekki
lengur lagt blessun sína yfir að Þjóð-
verjum sé óhætt að ferðast til Tyrk-
lands. Það er stórt strik í reikninginn
fyrir tyrkneska ferðaþjónustu. Einn-
ig munu stjórnvöld endurskoða við-
skiptasamband sitt við Tyrkland
hvað varðar útflutning en hingað til
hefur Tyrkland verið hluti af hinni
svokölluðu Hermes-útflutnings-
ábyrgð. Sú ábyrgð er hluti af utanrík-
isstefnu Þýskalands þar sem stjórn-
völd gangast í ábyrgð fyrir þýsk
fyrirtæki sem eru í viðskiptum við er-
lend fyrirtæki, ef erlendir viðskipta-
menn svíkja þá til dæmis um
greiðslur. Breytingar kynnu að verða
þar á sem gæti sett stórt strik í reikn-
inginn í viðskiptasambandi þjóðanna
sem er mikið.
Í viðtali við ZDF-Morgenmagazin
sagði Peter Altmaier, helsti ráðgjafi
Angelu Merkel, að enn frekari að-
gerðir væru alls ekki útilokaðar.
Özdemir segir að staðan sé ekki að-
eins Tyrklandi að kenna heldur líka
Merkel. Þegar Tyrkland sótti sem
harðast að fá inngöngu í Evrópusam-
bandið var Merkel aðeins tilbúin til að
veita þeim takmarkaða aðild. Hún
hafi ekki viljað Tyrkland neitt upp á
dekk innan Evrópu fyrr en hún þurfti
á þeim að halda til að leysa flótta-
mannavandann.
Fjárfestar hverfa
Náinn félagi Özdemir í þýskri pólitík
til margra ára, fyrrverandi SPD-
félaginn Ozan Ceyhun, er í dag nán-
asti ráðgjafi Erdogan forseta en sam-
an börðust hann og Özdemir fyrir
réttindum tyrkneskra innflytjenda í
Þýskalandi á 9. áratugnum. Ceyhun
kennir Þjóðverjum alfarið um slæmt
samband þjóðanna. Þrátt fyrir allt sitt
starf í Þýskalandi verði hann og aðrir
Tyrkjar aldrei annað en „Tyrkinn“.
Enginn þýskur stjórnamálaleiðtogi
hafi heimsótt Tyrkland eftir valda-
ránstilraunina þar í landi á síðasta ári
til að lýsa samstöðu sinni með tyrk-
neskum yfirvöldum. Í staðinn hafi
Þjóðverjar veitt valdaránsmönnum
hæli í kjölfarið. Það skjóti líka skökku
við að fylgjendur verkamannaflokks
Kúrdistan, PKK, fái að tala frjálst í
Þýskalandi en ekki Erdogan. Hann
vill meina að Tyrkland eigi aðra félaga
til að halla sér að og þetta þurfi ekki að
setja efnahag Tyrklands úr skorðum.
Ef samband landanna batnar ekki
er hins vegar talið að það muni hafa
áhrif. Aðeins tvö ár eru í næstu kosn-
ingar í Tyrklandi en stuðningsmenn
Erdogan hafa margir hverjir fylkt sér
um hann vegna loforðs um betra efna-
hagsástand. Spurningin er hvort
þetta muni hafa áhrif og þá jafnvel á
úrslit kosninganna 2019.
Þetta snýst nefnilega ekki bara um
færri ferðamenn heldur 7.000 þýsk
fyrirtæki sem eru skráð í Tyrklandi.
Þýskaland er einn mikilvægasti við-
skiptafélagi Tyrkja. Erlendir fjár-
festar hafa síðasta árið horfið í
stórum mæli á braut í Tyrklandi og
þýskir fjárfestar sem hafa nú þegar
starfsemi í landinu treysta sér margir
hverjir ekki til að ferðast þangað.
Sögulegur
lágpunktur í
samskiptum
þjóðanna
Þrátt fyrir nána sambúð, viðskipti og flæði fólks á
milli hafa samskipti tyrkneskra og þýskra stjórn-
valda aldrei verið í jafnmikilli klemmu.
AFP
Þýskalandskanslari, Angela Merkel,
og Recep Tayyip Erdogan, forseti
Tyrklands, hittust á fundi G20-
ríkjanna í Hamburg fyrr í sumar.
Nokkrum vikum síður urðu miklir
brestir í samskiptum ríkjanna sem
var orðið afar viðkvæmt fyrir.
’
Hversu erfitt sem pólitískt samband Þýskalands og
Tyrklands verður er eitt á hreinu; þið, hið tyrknesk-
ættaða fólk í Þýskalandi, eruð hluti af okkur, hvort sem
það er með eða án þýsks vegabréfs.
Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þýskalands.
ERLENT
JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR
julia@mbl.is
ÞÝSKALAND
Þjófar höfðu á brott með sér 20 tonn af súkkulaðismjörinu
Nutella þegar þeir rændu tengivagn vörubíls í þýska bæn-
um Neustadt, norðaustur af Frankfurt. Einnig rændu þeir
sælgæti úr bílnum en virði farmsins er um níu milljónir
íslenskra króna. Þýska lögreglan biður þá sem verða varir
við að mikið magn af súkkulaði sé boðið eftir óhefð-
bundnum leiðum að setja sig í samband við lögregluna.
JAPAN
Risaskjaldbaka sem hefur verið týnd í tvær vikur
fannst heil á húfi eftir að hafa komist 140 metra
frá flóttastaðnum; japönskum dýragarði. Skjald-
bakan er 35 ára og kallast Abuh, er metri á lengd
og 55 kíló. Hún gengur vanalega laus um meðal
gesta en hefur aldrei áður komist út úr garðinum.
BANDARÍKIN
Barack Obama fordæmdi kynþáttahatur áTwitter sem
hefur nú fengið á fjórðu milljón manna til að „læka“ skrifin.
Tilefnið eru mótmælin í Charlottesville. Obama vitnaði í
fræg orð Nelsons Mandela þar sem fyrrverandi forseti Suð-
ur-Afríku sagði að enginn fæddist með hatur í garð annars
einstaklings vegna húðlitar eða bakgrunns viðkomandi, það
lærðist. Ef fólk gæti lært að hata gæti það líka lært að elska.
BRETLAND
Atvinnuleysi í Bretlandi hefur
ekki mælst minna frá árinu
1975, í 42 ár, og hefur atvinnu-
lausum fækkað um 157 þúsund
manns milli síðustu tveggja
ára, þrátt fyrir yfirstandandi
úrsagnarviðræður landsins úr
Evrópusambandinu. Sér-
fræðingar segja þó nokkurrar óvissu gæta á vinnumarkaðnum þar sem
fólk velji frekar að halda fast í störf sín en leita að nýjum.