Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Blaðsíða 21
Við köllum okkur persónulega míkró-ferðaþjónustu og reynum að einbeitaokkur að slow-ferðamennsku- hugmyndafræðinni. Við reynum að vera með- vitaðar um samfélagsleg og umhverfisvæn áhrif af okkar túrisma,“ útskýrir Mæsa. „Við höfum verið að fara í göngu- og lautarferðir með fólk og þá aðallega hástemmdar laut- arferðir.“ Mæsa segir þær stöllur báðar of- boðslega hrifnar af veseni og finnist því sér- staklega gaman að setja upp lautarferðir á óvanalegum stöðum. „Við höfum verið með lautarferðir úti í Súgandisey, niðri í fjöru eða uppi á fjalli. Við bjóðum síðan upp á hráefni héðan úr Breiðafirði eingöngu í ferðunum.“ Mæsa og Theó, sem eru hvorugar frá Stykk- ishólmi, kynntumst í Hólminum og urðu mikl- ar vinkonur. Theó hefur búið í Stykkishólmi í sjö ár en Mæsa þrjú. „Síðan komumst við að því að ömmur okkur voru systur og bestu vin- konur. Við höfðum því oft hitt ömmu hvor ann- arrar en aldrei hvor aðra,“ útskýra þær. Því er mikið af útsaumi, listaverkum og öðru á Slowly frá ömmum vinkvennanna. „Ömmur okkar voru miklar útivistartýpur og mikið í lautarferðum og tjaldferðum. Við vorum báðar miklar ömmu- stelpur og þetta er því allt saman svolítið þeim til heiðurs. Matarstellið er einmitt frá langömmu okk- ar,“ segir Theó. María bætir við að þegar stöllurnar voru að þróa ferðir Slowly hafi þær oft hugsað: „Hvað hefðu ömmur okkar gert?“ „Við notum slagorð sem er komið frá ömmu: Bara nógu mikið vesen,“ segir Theó og hlær. Aðspurðar hver sé hugmyndin á bak við kaffihúsið segja þær mikla vöntun hafa verið á góðu kaffi í Stykkishólmi. „Okkur fannst líka rosalega sniðugt að vera með skrifstofu og kaffihús í sama rými. Það kom síðan á daginn að það virkaði ekkert rosa- lega vel. En það verður öðruvísi í vetur,“ út- skýrir Mæsa og hlær. Minnsta kaffihús á Vesturlandi „Ferðamálin okkar eru glerkrukkur sem bæj- arbúar hafa safnað saman fyrir okkur. Það er svo gaman að stundum labbar maður um bæ- inn og endar svo með troðfullan barnavagn af krukkum því fólk er alltaf að hugsa til okkar,“ segir Mæsa og hlær og Theó bætir við: „Við erum bæði vesenissjúkar og umhverfisvænar og okkur finnst leiðinlegt að henda ferða- málum. Þegar við látum fólk fá þessar krukkur labbar það oft bara um höfnina og kemur svo aftur og skilar krukkunum. Fólk hugsar oft aukalega þegar það fær svona frekar en pappamál. Hólmarar eiga síðan sér plastmál sem þeir skila bara þegar þeir eiga leið hjá.“ Kaffihúsið er afskaplega lítið og heillandi en Slowly er minnsta kaffihús á Vesturlandi. Að- spurðar hvað sé í uppáhaldi við rýmið eru þær sammála um að það sé í raun allt. „Þetta er eiginlega bara fullkomið,“ segir Mæsa, „og verður alltaf bara betra og betra.“ Mikið er handgert í Slowly. Mæsa og Theó gerðu til að mynda skemmtileg loftljós sjálfar. „Það voru sjóarar sem komu með svona stór ígulker handa okkur sem höfðu komið í netin hjá þeim. Við nudduðum af þeim nálarnar og settum ljósastæðin á. Við eigum nokkur auka og munum kannski gera fleiri. Planið var að hafa fullt en svo brotnuðu nokkur við uppsetningu,“ segir Theó og hlær. Spurðar hvað þær hafi viljað framkalla með rýminu segir Mæsa þær hafa langað bæði til að lyfta kaffimenningunni í Stykkishólmi og útbúa stað þar sem fólk gæti komið og fengið sér gott kaffi og átt spjall snemma á morgn- ana. „Mér fannst svo kósí, þegar ég bjó í mið- bænum, að fara á morgnana og fá mér kaffi fyrir vinnu og eiga notalega stund. Við sáum þá stemningu svolítið verða að veruleika hér í Stykkishólmi.“ Kaffihúsið er opið frá átta á morgnana og þar get- ur fólk komið við, spjallað og notið góðs kaffibolla. Afslappað andrúmsloft og notaleg stemning einkenna Slowly. Alltaf sammála um bleika litinn Slowly er svokölluð míkró-ferðaþjónusta og kaffihús í Stykkishólmi í eigu vinkvennanna Maríu Jónasdóttur, kölluð Mæsa, og Theódóru Matthíasdóttur, kölluð Theó. Slowly er líflegt og skemmtilegt kaffihús þar sem áhersla er lögð á umhverfisvernd, sjálfbærni og bleika litapallettu. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is ’ Við vorum báðarmiklar ömmustelpurog þetta er því allt samansvolítið þeim til heiðurs. Slowly selur meðal annars bláskel frá Símoni skelja- bónda og er einnig að þróa vörur úr hans hráefni. Margir af munum kaffihússins koma frá ömmum Mæsu og Theó, systrunum Tótu og Trínsu. Ljósin gerðu Mæsa og Theó sjálfar úr stórum ígulkerum sem þær fengu frá sjóurum. 20.8. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Þú finnur nýja bæklinginn okkar á www.husgagnahollin.is AFSLÁTTUR 50% Seljum síðustu eintökin af vinsælu Click og Circle garð­ húsgögnunum okkar með 50% afslætti. GARÐHÚSGAGNARÝMING

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.