Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 6
Guðmundur R. Jónsson er fram- kvæmdastjóri hjá Háskóla Íslands segir stöðu hans alvarlega og koma niður á gæð- um þjónustunnar. 6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. febrúar 2017 Stjórnmál/Landbúnaður Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir landbún- aðarráðherra segir að rökstyðja þurfi sértækar aðgerðir eins og framlög til markaðssetningar á íslensku lambakjöti erlendis mjög vel. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is „Það liggja fyrir drög að samkomu- lagi við markaðsráð kindakjöts um hvernig eigi að verja fjármununum. Fyrst og fremst er horft til þess að reyna að finna nýja markaði fyrir kjötið. Ég mun til dæmis funda með kínverska sendiráðinu í næstu viku og reyna að koma þessu af stað,“ segir Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, aðspurð um hvort það liggi fyrir ákvörðun um hvernig 100 milljónunum sem nota á í að mark- aðssetja íslenskt lambakjöt erlendis en ákvörðunin vakti mikla athygli fyrir jól. Fjárveitingin var eitt af síðustu embættisverkum Gunnars Braga Sveinssonar, fyrirrennara Þorgerð- ar á ráðherrastóli, í lok síðasta árs og var hún samþykkt á fjárauka- lögum fyrir árið 2017. Ástæða fjár- veitingarinnar er meðal annars sú að Norðmenn hafa hætt við að kaupa 600 tonn af íslensku lamba- kjöti. Enginn greiddi atkvæði gegn fjáraukalögunum sem voru sam- þykkt með 26 atkvæðum þing- manna Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokksins. 33 þingmenn annarra flokka sátu hins vegar hjá við at- kvæðagreiðsluna. Þorgerður var einn þeirra þingmanna sem sat hjá í atkvæðagreiðslunni. Aðspurð um hvort Þorgerður sé sammála því að fjármunir ríkis- ins séu notaðir með þessum hætti til að niðurgreiða vörur íslenskra lambakjötsframleiðenda segir hún. „Þegar maður skoðar þessa 100 milljóna króna fjárveitingu þá get- ur maður skilið ástæður hennar. Það er högg í sauðfjárbúskapnum og sláturhús eiga í erfið- leikum og það þarf að bregðast við því við erum með umfram framleiðslu á kinda- kjöti. Þess vegna þarf að finna nýja markaði. Hvort ég hefði farið nákvæm- le g a þ e s s a sömu leið er ég ekki endilega viss um.“ Þorgerður segir og snemmt að segja hvort hún muni sjálf beita slíkum fjárveitingum í fram- tíðinni ef kreppir að í íslensk- um landbúnaði segir hún að rökstyðja þurfi allar slíkar „sértækar aðgerðir mjög vel.“ Rannsókn Lítill sem enginn fjár- hagslegur ávinningur er af því að greina lífsýni fyrir lögregluna hér á landi, auk þess sem það er gott að það sé fjarlægð á milli þess sem rannsakar lífsýni fyrir lögregluna og íslensks samfélags. Þetta segir Sigríður Á. Andersen dómsmála- ráðherra. Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is „Þetta hefur komið til skoðunar. Hingað til hefur verið samning- ur við rannsóknarstofu í Svíþjóð, en árið 2012 - 2013 var skoðað sér- staklega hvort það myndi borga sig að færa þessa starfsemi hingað til lands,“ segir Sigríður. Tvö fyrirtæki komu til greina og fór innanríkis- ráðuneytið í greiningarvinnu ásamt ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. „Og þá mátu menn sem svo að svona samstarf hér á landi svaraði ekki kostnaði. Þar fyrir utan þótti samningurinn við sænska rann- sóknarfyrirtækið góður,“ segir Sig- ríður sem bætir við: „Það var líka sjónarmið að það væri ákveðinn kostur að hafa þessa starfsemi er- lendis vegna smæðar samfélagsins.“ Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, sagði í viðtölum í síðustu viku, í tengslum við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur, að spurningar hefðu vaknað í samfélaginu, sem og hjá starfsfólki Íslenskrar erfðagrein- ingar, hvers vegna sýnin væru ekki greind hér á landi. Meðal annars með tilliti til tímans. Aðspurð segir Sigríður að tíminn sé ekki áhyggjuefni þegar kemur að greiningu sýna í Svíþjóð. „Mér skilst að það sé ekki sjónarmið sem lögreglan hafi áhyggjur af,“ segir Sigríður. Tvö fyrirtæki voru hæf til þess að sinna rannsóknum á lífsýnum hér á landi. Sigríður bendir hins- vegar á að slík fyrirtæki gætu þó vart eingöngu byggt rekstur sinn á starfsemi lögreglunnar. Hún segir ríkislögreglustjóra ekki hafa óskað eftir endurskoðun á málinu. Kostur að sýni séu greind erlendis vegna smæðar Sigríður Andersen segir fjarlægð kost þegar kemur að greiningu á lífssýnum. Lambakjötsmilljónirnar 100: Reynt að selja kjötið til Kína Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir að hún skilji ástæðurnar fyrir 100 milljóna króna fjárveitingunni til að markaðssetja lambakjöt erlendis en að hún hefði ekki endilega stungið upp á sömu leið. Háskóli Staða og horfur í rekstri Háskóla Íslands, stærstu og æðstu menntastofnunar landsins, er erf- ið. Fjárlög fyrir árið 2017 gera ekki ráð fyrir að hægt verði að standa að fullu undir starfsemi skólans í núverandi mynd og niðurskurður blasir við. Yfirstjórnendur hafa áhyggjur af þjónustu við nemend- ur, rannsóknum og innviðum skól- ans. Fögur orð stjórnmálamanna í aðdraganda kosninga hafa ekki gengið eftir. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is „Staðan gæti verið og ætti að vera miklu betri,“ segir Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs hjá Háskóla Íslands, þegar hann er spurður um stöðu og horfur í rekstri skólans. „Fyrir síð- asta ár gerðu áætlanir okkar ráð fyr- ir 300 milljón króna halla á rekstri skólans og samkvæmt uppgjöri sem við erum að klára virðist það ætla að ganga eftir. Hins vegar er þar ekki gert ráð fyrir gengistapi vegna styrk- ingar krónunnar sem eykur enn á vandann. Tölurnar fyrir síðasta ár eru eilítið óljósar í augnablikinu en þetta gefur tilfinningu fyrir vandan- um sem við stöndum frammi fyrir. Áætlanir okkar fyrir árið 2017 gera síðan ráð fyrir 200 milljón króna halla.“ Guðmundur segir að í fyrstu drög- um fjárlaga fyrir þetta ár hafi mál- efni Háskólans litið mjög illa út frá sjónarhóli skólastjórnenda. „Myndin þar var dökk sem kom okkur mik- ið á óvart miðað við hvernig um- ræðan í stjórnmálunum var í að- draganda kosninga. Síðan bættust reyndar inn í fjárlögin um 1,3 millj- arður til háskólastigsins og af því gerðum við ráð fyrir að HÍ fengi um upp undir 900 milljónir í ljósi þess að skólinn er um tveir þriðju hlutar af öllu háskólakerfinu. Skólinn fékk hins vegar rúmlega 500 milljónir af Áfram halli á rekstri HÍ 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 100% 95% 90% 85% 80% 75% 70% 65% 60% Þróun fjárveitingar HÍ per ársnema 2008-2016 (verðlag 2016) Fjárveiting/ársnema þessari inngjöf, sem auðvitað hjálp- aði en er engan veginn nóg svo að hægt sé að halda úti starfsemi skól- ans í núverandi mynd. Ef við berum saman fjárveitingar skólans í dag við verðgildi þeirra árið 2007 þá vant- ar okkur einn og hálfa milljarð inn í reksturinn.“ Strangt aðhald Æðstu stjórnendur HÍ eru orðn- ir alvanir í að leggja fyrir fræða- svið skólans kröfur um aðhald í rekstri. „Fjármunum innan skólans er dreift eftir ákveðnum aðferðum sem tengdar eru við árangur,“ segir Guðmundur. „Til dæmis er tekið mið af fjölda nemenda og þeirra sem út- skrifast, afköstum í rannsóknum og hlutfalli annarra styrkja sem koma inn í fræðastarfið. Fræðasviðin reyna síðan með öllum ráðum að halda sig innan rammans sem þeim er úthlutað. Það er mjög mikið að- hald í ráðningum sem þýðir að árs- verkum við skólann mun eitthvað fækka. Námskeiðum hefur fækk- að og kennurum ætlað að afgreiða þau með færri kennslustundum. Þetta dregur úr kostnaði en á end- anum kemur það líka niður á gæð- um námsins. Tengsl nemenda og kennara rýrna og þjónustan einnig.“ Guðmundur segir hins vegar gleðilegt hve Háskóli Íslands hefur staðið sig vel í alþjóðlegum saman- burði á síðustu árum, hvað varðar til dæmis rannsóknir. „Þetta má þakka því hve starfsfólk í akademí- unni leggur mikið á sig. Starfsfólkið er metnaðarfullt fyrir hönd skólans en maður finnur samt fyrir þreytu í hópnum. Þegar fólk upplifir auk- ið álag ár eftir ár sem fylgir slíkum fjárhagskröggum þá er alltaf hætta á að brestir fari að myndast í starf- seminni.“ Mjúk og falleg „satin striped“ Policotton sængurföt. Sængurver 140x200 cm Koddaver 50x70 cm Fullt verð: 6.490 kr. DORMA HOME sængurföt Aðeins 4.868 kr. Stillanlegur hægindastóll. með skemli. Ljósgrátt slitsterkt áklæði. Fullt verð: 69.900 kr. WESTFIELD hægindastóll með skemli ÚTSALA DORMA NÚ Á FJÓRUM STÖÐUM Nýttu tækifærið Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði 25% AFSLÁTTUR Aðeins 41.940 kr. 40% AFSLÁTTUR NATURE’S REST heilsurúm m/classic botni Verðdæmi 120 x 200 cm Fullt verð: 79.900 kr. 25% AFSLÁTTUR af 120x 200 cm á meðan birgðir endast. Svart PU leður á botni. Aðeins 59.920 kr. ÚTSALAN LOKAVIKAN ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR OP IÐ Á SU NN UD ÖG UM Í DO RM A SM ÁR AT OR GI L O K AV I K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.