Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. febrúar 2017 Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 11 07 2 tryggingar Íslands eigi að semja við Klíníkina um að veita sjúkrahús- þjónustuna þá verður opnun einka- rekna sjúkrahússins að veruleika. Fordæmisgildið sem ákvörðun Ótt- ars hefur fyrir íslenska heilbrigð- iskerfið er mikið þar sem opnun sjúkrahússins myndi fela í sér að í fyrsta skipti í sögu Íslands munu einkaðilar eiga og reka sjúkrahús en ekki opinberir aðilar. Eðlisbreytingin með Klíníkinni En þetta er ekki eina nýbreytnin sem felst í tilraunum Klíníkurinnar til að opna einkarekna sjúkrahús- þjónustu. Klíníkin er auk þess eina einkarekna heilbrigðisfyrirtækið á Íslandi sem er í eigu fjárfesta en ekki bara heilbrigðisstarfsfólks eins og lækna. Læknarnir sem starfa á Klíníkinni eru vissulega hluthafar í fyrirtækinu líka en meðhluthafar þeirra eru Guðbjörg Matthíasdótt- ir, útgerðarkona í Vestmannaeyj- um, Ásdís Halla Bragadóttir og Ásta Þórarinsdóttir fjárfestar og fagfjár- festasjóður í eigu lífeyrissjóðanna sem heitir Kjölfesta. Svo er reyndar einnig hluthafi í Klíníkinni sem segja má að sé bæði læknir og fjárfestir en það er Hrólfur Einarsson, einn af hluthöfum rútufyrirtækisins Kynn- isferða og sonur fjárfestisins Einars Sveinssonar, sem notar arðgreiðsl- ur úr ferðaþjónustufyrirtækinu til að fjármagna hlutabréf sín í Klíník- inni eins og Fréttatíminn greindi frá fyrir skömmu. Hrólfur er náfrændi Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra sem stýrir ríkisstjórninni sem Óttar Proppé situr í sem heilbrigð- isráðherra. Þetta atriði; að fjárfestar séu hlut- hafar í íslenskum lækningafyrir- tækjum, er umdeilt. Eins og Þor- björn Jónsson, þáverandi formaður Læknafélags Íslands, sagði í viðtali við Stundina árið 2015, þegar ver- ið var að stofna Klíníkina, að hann teldi ekki heppilegt að „lækningar yrðu eign fjárfesta“ eins og hann orðaði það. „Eins og þetta hefur ver- ið í einkarekinni heilbrigðisþjónustu á Íslandi eru það læknarnir sem eru rekstraraðilar fyrirtækisins en ekki fjárfestar. Þetta á til dæmis við um í Glæsibæ og í Orkuhúsinu. Persónu- lega hugnast mér ekki sjálfum að lækningar verði eign fjárfesta. Mér finnst betra að hafa þetta þannig, eins og verið hefur, að læknarnir sjálfir noti arðinn af fyrirtækinu til að greiða sjálfum sér betri laun en ekki að þriðji aðili hagnist á þessari starfsemi.“ Tilraun Klíníkurinnar til að opna legudeild og þar með vísi að sjúkra- húsi er ekki sú fyrsta þar sem fyrir- tækið reynir að fá til sín lækninga- þjónustu sem hingað til hefur aðeins verið veitt af opinberum sjúkrahús- um: Síðla árs 2014 hafnaði Kristján Þór Júlíusson, þáverandi heilbrigð- isráðherra, beiðni fyrirtækisins um að fá að gera krabbameinsaðgerðir á sjúkratryggðum íslenskum kon- um. Vilji Klíníkurinnar í átt til þess að veita þjónustu sem hingað til hef- ur aðeins verið veitt á sjúkrahúsum hefur því verið alveg skýr um hríð. Hafa þegar byrjað að hagnast Raunar er það svo að fjárfestarn- ir sem stofnuðu Klíníkina eru nú þegar búnir að græða á því að hafa veðjað á heilbrigðisþjónustu sem fjárfestingarkost því Ásdís Halla Bragadóttir, Ásta Þórarinsdóttir og Kjölfesta, fjárfestingarfélag lífeyr- issjóðanna, högnuðust um samtals 350 milljónir króna árið 2015 þegar fasteignin sem hýsir Klíníkina í Ár- múla var seld til fasteignafélagsins Reita, sem skráð var á íslenska hluta- bréfamarkaðinn skömmu seinna. Eignarhaldsfélag í eigu Ásdísar Fordæmisgefandi ákvörðun Íslensk heilbrigðisyfirvöld standa nú frammi fyrir sams konar vali og borgaryfirvöld í Stokkhólmi stóðu frammi fyrir árið 1999 þegar þá- verandi meirihluti hægri flokksins Moderatarna seldi St. Görans-sjúkra- húsið fyrir 300 milljónir sænskra króna, ríflega 1/10 hluta af hagnaði sjúkrahússins árið 2015. Bent skal á að söluverðið var 200 milljónum sænskra króna lægra en sú upphæð sem Capio hafði greitt í vexti til lúx- emborgísks móðurfélags síns þegar sænski skatturinn og fyrirtækið deildu fyrir dómstólum. Íslensk yfirvöld hafa á síðustu árum horft talsvert til Svíþjóð- ar eftir fordæmum um veitingu og rekstur heilbrigðisþjónustu. Til dæmis má nefna nýlegar breytingar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem dæmi um þetta og innleiðingu þess kerfis sem kallast heilsugæslu- val þar sem sjúkratryggði einstak- lingurinn getur valið á hvaða heilsugæslustöð hann fer. Skiptir þá ekki máli hvort hún er einkarekin eða ríkisreikin og fylgir fjármagn frá Sjúkratryggingum Íslands viðskipta- vinunum á milli heilsugæslustöðva. Þetta módel er sótt til Svíþjóðar. Nú er sá möguleiki fyrir hendi að einkarekna heilbrigðisfyrirtæk- ið Klíníkin opni fyrsta einkarekna sjúkrahúsið á Íslandi eftir að Emb- ætti landlæknis komst að þeirri niðurstöðu að reksturinn upp- fylli faglegar kröfur. Ef heilbrigð- isráðherra, Óttarr Proppé, kemst að þeirri niðurstöðu að Sjúkra- Tengslin við Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið Tengsl Klíník- urinnar við Sjálf- stæðisflokkinn og Morgunblaðið eru umtalsverð. Þetta kann að skipta máli þar sem núverandi ríkisstjórn er leidd af Sjálfstæðisflokknum og það er meðal annars þessarar ríkisstjórn- ar að ákveða hversu langt verður gengið í átt til einkarekstrar- og einkavæðingar í heilbrigðiskerf- inu. Aukin umsvif einkarekstrar og minnkandi ríkisrekstur á sem flestum sviðum hafa löngum heill- að Sjálfstæðisflokkinn og verið á stefnuskrá hans. Náfrændi Bjarna Benediktsson- ar, formanns Sjálfstæðisflokks- ins og forsætisráðherra, er einn stærsti hluthafi Klíníkurinnar með 18 prósenta hlut. Sá heitir Hrólfur Einarsson en hann og Bjarni eru bræðrasynir. Þá er Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona og stærsti hluthafi Morgunblaðsins, einn af hlut- höfum þriðja stærsta hluthafa Klíníkurinnar, EVU Consortium, en félagið á tæplega 15 prósent í Klíníkinni. Guðbjörg er varamað- ur í stjórn Evu Consortium. Sonur Guðbjargar, Einar Sigurðsson, settist í stjórn EVU Consortium í lok síðasta árs. Loks er Ásdís Halla Bragadóttir, stofnandi Klíníkurinnar, jafnframt stjórnarmaður í Árvakri, útgáfufé- lagi Morgunblaðsins. Sjúkrahús Klíníkurinnar og einkavæðing heilbrigðiskerfisins Klíníkurmálið er sögulegt á Íslandi þar sem um verður að ræða fyrsta einkarekna sjúkrahúsið hér á landi. Lífeyrissjóðir komu inn í hluthafahóp Klíníkurinnar 2013 og sjást Ásdís Halla Bragadóttir og Ásta Þórarinsdóttir hér ásamt Kolbrúnu Jónsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra Kjölfestu, sem var fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna. „Persónulega hugnast mér ekki sjálfum að lækn- ingar verði eign fjárfesta.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.