Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. febrúar 2017 Fjármálaráðuneytið lét það ógert fram yfir kosningar að svara fyr- irspurn nefndarritara efnahags- og viðskiptanefndar um hvenær vinnu við skattaskjólsskýrslu ráðuneytisins yrði lokið. Fyrir- spurnin var fyrst send 17. október en var hunsuð af ráðuneytinu. Atli Þór Fanndal ritstjorn@frettatiminn.is Fjármálaráðuneytið hafði haft skýrsl una undir höndum í meira en mánuð, þegar fyrirspurnin barst frá þingnefndinni. Bjarni Benedikts- son, þáverandi fjármálaráðherra, hafði auk þess fengið kynningu á niðurstöðum hennar frá formanni starfshópsins. Fyrirspurn þing- nefndarritara var hinsvegar fyrst svarað eftir kosningar og þá vegna ítrekunar. Ráðuneytið svaraði þá um hæl að til stæði að birta skýrsl- una þegar nýtt þing kæmi saman. „Stefnt er að framlagningu og opin- berri kynningu hennar af hálfu fjár- mála- og efnahagsráðherra þegar nýtt þing kemur saman,“ segir í svarbréfi ráðuneytisins. Skýrslan var þó ekki birt fyrr en í byrjun janúar eftir þrýsting fjölmiðla um birtingu. Það kom því aldrei í hlut desemberþings að fjalla um málið. Tók þrjár vikur að staðfesta tíma Starfshópur um eignir Íslendinga á aflandssvæðum undirritaði skila- skýrslu hópsins þann 12. septem- ber og skýrslan var afhent ráðu- neytinu daginn eftir. Áður hefur komið fram að á forsíðu skýrslunn- ar sem birt var 6. janúar er „hvíttað- ur“ texti þar sem kom fram að hún hafi verið tilbúin í september. Ráðu- neytið hefur bæði sagt að um mis- tök hafi verið að ræða og að textinn hafi ekki verið hvíttaður. Ráðu- neytið varð ekki við beiðni blaða- manns um afhendingu fundar- gerða og samskipta ráðuneytisins við fulltrúa starfshópsins. Á gögn- unum sem þó voru afhent sést engu að síður að starfshópurinn skilaði minnisblaði um framgang verksins í lok júlí en upphaflega var hópnum ætlað að skila þá. Minnisblaðið sýn- ir að skýrslan var nokkuð vel á veg komin en enn var þó beðið gagna. Eftirgrennslan Fréttatímans hefur þó leitt í ljós að Bjarni Benedikts- son lét ítrekað farast fyrir að festa fund með formanni starfshópsins eftir afhendingu skýrslunnar svo kynna mætti niðurstöður hennar fyrir ráðherra. Það gerðist ekki fyrr en 5. október, eða tæpum þremur Svaraði ekki tölvupósti frá þing- nefnd vegna skattaskjólsskýrslu þætti og skilja betur hvern- ig þessar gagnavillur eru til komnar. Einfaldasta leiðin er að horfa til annarra landa og taka þau sér til fyrirmyndar í meira mæli,” sagði Sigurður. Skýrslan andsvar við kröfu Í kjölfar birtingar Pan ama- skjalanna varð ljóst að þrír af tíu ráðherrum ríkisstjórn- ar Sigmundar Davíð Gunn- laugssonar höfðu tengsl við iðnað skattaskjóla og leyndarhyggju. Ítrekað hefur Bjarni Benediktsson haldið því fram að skýrslan sé að hans frumkvæði. Tæknilega er rétt að þessi skýrsla er að hans frumkvæði en fram- vinda málsins er þó flóknari en svo að slíkar yfirlýsingar ráðherra séu efnislega sann- leikanum samkvæmar. Hvað þá fullyrðingar ráðherra um að skýrslan sé unnin „algjör- lega“ að hans frumkvæði. Líkt og hann hefur ítrekað haldið fram. Gert til að friða stjórnarandstöðuna Skýrslan var friðþæging Bjarna á tíma þar sem sprengju hafði ver- ið kastað inn í íslensk stjórnmál og stjórnarandstaðan krafðist skipan- ar rannsóknarnefndar á umfangi lágskattasvæða líkt og þeim sem hann hafði orðið uppvís að því að nota. Loforð ráðherra um að skýr- slan yrði kynnt fyrir þinginu áður en gengið yrði til kosninga varð til þess að stjórnarandstaðan gaf ráð- herra tíma til þess að láta klára skýr- slugerðina og þrýsti ekki á að þings- ályktunin um rannsóknarnefnd yrði samþykkt. „Bjarni var að teygja sig í áttina að stjórnarand- stöðunni með því að boða þessa skýrslu,“ segir Svandís Svavars- dóttir, flutningsmaður þingsálykt- unartillögunnar „Við hugsuðum að hann ætlaði þá að kanna þetta sjálf- ur og því var ekki ýtt á að fá þings- ályktunina samþykkta strax.“ Þetta tekur Ögmundur Jónasson, fyrrver- Höfundar skattaskjólsskýr- slunnar gengu frá henni 12. september. Skýrslunni var skilað til ráðuneytisins full- búinni strax daginn eftir. vikum síðar. Starfshópnum voru aðeins ætlaðar um sjö vikur til að klára skýrslugerðina enda talið mik- ilvægt að birta niðurstöður hennar sem fyrst. Tafir ráðherra eru því um helmingur þess tíma sem upphaf- lega var ætlaður til vinnslu hennar. Lengri tími − bætt skýrsla Sigurður Ingólfsson, formaður starfshópsins, sagði við Kastljós þann 30. janúar að ef hópurinn hefði vitað að ekki stæði til að skila skýrslunni fyrr en á nýju ári, hefði sá tími geta nýst nefndinni. Skamm- ur tími til verksins hafi orðið til þess að ekki hafi reynst hægt að fara í rannsóknir og reyna að komast til botns í misvísandi tölfræðigögnum. „Okkur fannst við hafa fengið mjög skamman tíma. Það kemur síðan í ljós eftir á að við hefðum kannski getað verið að vinna þetta betur og lengur fyrst að skýrslan átti ekki að koma út fyrr en á nýju ári. Við hefðum viljað fara dýpra í nokkra andi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, undir. Sagði ósatt í sjónvarpsviðtali Inntur eftir svörum um hvers vegna skýrslunni hefði verið stungið und- ir stól fram yfir kosningar, desem- berþing og inn í janúarmánuð brást Bjarni ókvæða við og sakaði póli- tíska andstæðinga sína um að gera sér mat úr málinu. Bjarni fullyrti við RÚV, þann 7. janúar síðastliðinn, að enginn ráðherra hafi beitt sér jafn mikið gegn skattaundanskotum og hann. Skýrslan er í raun og veru ekki komin til okkar svona í end- anlegri mynd fyrr en eftir að þing er farið heim,“ sagði hann. „Þegar skýrslan var í raun og veru endan- lega tilbúin þá er þing farið heim og kosningar fram undan. Það er engin nefnd að störfum til að taka í rauninni við henni og svo framveg- is.“ Þessi ummæli Bjarna eru röng. Þingið var enn að störfum þegar hann fékk kynningu á skýrslunni 5. október og hún var efnislega afhent 13. september. Ráðuneytið hafði meira að segja gengið frá gögnum til þóknunarnefndar vegna vinnu við hana. Það var gert 18. október, samkvæmt bréfi ráðuneytisins til nefndarinnar. Þar sem vinna við gerð skýrslunnar er öll talin saman enda lokið. Eins og þingið hefði bara farið „Það sem ég átti við, og það sem var í huga mér, var það, þegar þessi skýrsla er kynnt fyrir mér sem er þarna í fyrstu vikunni í október þá standa yfir samningar um þinglok. […] Í huga mínum í gær þá hugsaði ég með mér, mér leið eins og þingið hefði bara verið farið heim, en þetta var kannski ekki nákvæm tímalína hjá mér og ég biðst nú velvirðingar á því,“ sagði hann í viðtali við RÚV á sunnudagskvöldið 8. janúar, eft- ir að ljóst var að þær upplýsingar sem hann gaf almenningi í fréttum kvöldið áður voru ósannar. Þá baðst hann velvirðingar á „ónákvæmni“ daginn áður. Bjarni Benediktsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, lét bíða eftir sér í þrjár vikur til að fá kynningu á skattaskjólsskýrsl- unni. Starfshópurinn fékk upphaflega aðeins sjö vikur til vinnunnar enda stóð til að birta skýrsluna fyrir kosningar. Mynd | Hari Nefndarritari efnahags- og viðskiptanefndar rak á eftir skýrslunni tveimur vikum fyrir kosningar en ráðuneytið hunsaði fyrirspurnina. Allar útsöluvörur á 50% afslætti Suðurlandsbraut 30 | 553 3755 Opið alla virka daga 10:00 - 18:00 og laugardaga 10:00 - 14:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.