Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 38
38 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. febrúar 2017 Diana Ross sveigir sig á plötu frá 1980. Réttur búkur við réttu plötuna Fólk dundar sér við ýmislegt á netinu. Við dritum myndum af sjálfum okkur út á netið og segjum um leið frá atburðum í lífi okkar nánast í beinni útsendingu. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Ríflega 600 milljónir manna um heim allan nota í hverjum mánuði myndavefinn Instgram. Þar má finna undir myllumerkinu #sleeveface eina hlið þess hvernig vínylplatan hef- ur náð vopnum sínum á síðustu árum og er orðin vinsæl aftur. Þarna setja tónlistarunnendur sig í stellingar stjarnanna og blanda saman sígildri umslagshönnun og veruleika sínum. Ætli það mætti ekki tala um #umslagsandlit á ís- lensku. Útkoman er oft skemmti- leg, stundum listilega útfærð en líka stundum dálítið klaufaleg. Svo er bara að gramsa í gamla plötu- safninu og byrja að taka myndir. Debbie Harry fremst í flokki í hljómsveitinni Blondie. Nóbelskáldið Bob Dylan er nokkuð höfuðstórt á þessari mynd. Hér hefur verið unnið í því að finna réttu peysuna fyrir Hunky Dory með David Bowie. Þeir George Michael og Andrew Ridgeley í Wham! eru þokkafullir í víðu skoti á fyrstu plötunni Fantastic. Björk Guðmundsdóttir á plötunni Medúllu. Skrokkurinn passar kannski ekki alveg, en þetta er tilraunarinnar virði. Rétti fatnaðurinn er mikilvægur. Hér passar skyrtan fullkomlega á söngvaskáldið Tim Buckley. Klassískur koss Yoko Ono og John Lennon á Double Fantasy, en hvernig var faðmlagið? Snillingurinn Ray Charles í góðum gír við píanóið. Hér er líklega eitthvað verið að svindla. Það hlýtur að vera flókið að koma fjórum hausum fyrir á bak við umslagið hjá Red Hot Chili Peppers. Yfir hundrað tungumál eru töluð á Íslandi. Hraðstefnumót um tungumál er frábær leið til að stuðla að friði, segir skipuleggjandi Café Lingua. Bryndís Silja Pálmadóttir bryndis@frettatiminn.is „Ég segi fólki ekki hvernig það á að miðla tungumálum, enda er mikilvægt í fjölmenningarstarfi að setja fólk ekki í bása heldur leyfa því að skilgreina sig og sína menn- ingu sjálft. Við eigum ekki að setja límmiða á fólk, það er akkúrat það sem er að gerast í Ameríku.“ Þetta segir Kristín Vilhjálms- dóttir, verkefnastýra fjölmenn- ingarstarfs Borgarbókasafnsins um Café Lingua – tungumálavett- vang. Viðburðir á vegum Café Lingua eru kjörinn vettvangur fyrir alla sem hafa áhuga á tungu- málum. Viðburðirnir hafa verið haldnir í rúmlega fjögur ár með fjölbreyttu formi. Þar eru tungu- mál, vinátta og viska í forgrunni á meðan leitast er eftir að rækta fjöl- menningu landsins. Fyrsti viðburður ársins verður haldinn þann 16. febrúar og felst í svokölluðu stefnumóti tungu- mála. „Eitt af markmiðum Café Lingua og stefnumóti tungumála er að búa til rými fyrir samskipti tungumála og menningar. Á Ís- landi eru til dæmis töluð yfir 100 tungumál,“ segir Kristín sem finnst viðburðurinn minna á hraðstefnumót. Þar hittast ýmsir aðilar og ræða saman á ólíkum tungumálum. „Yfirleitt eru á milli 14-15 tungumálafulltrú- ar og þar ríkir ægilega skemmtileg og lifandi stemning.“ Hver sem er get- ur mætt og lært um ólík tungumál og menn- ingarheiminn bak við tungumálið. Stefnumót tungu- mála er frábært tæki- færi fyrir þá sem eru að læra erlend tungu- mál, eða hafa einfald- lega áhuga á þeim. Þar geta líka nemend- ur í íslensku spreytt sig á tungunni með innfæddum á jafningjagrund- velli. Samkvæmt Kristínu er tungumál lykill að ákveðnum lærdómi og leið til þess að rækta frið. „Nú þegar verið er að hvetja til haturs og mismun- ar úti í hinum stóra heimi þurfum við að taka það að okkur hérna heima að rækta frið. Friður byrjar með aukn- um samskiptum okkar á milli.“ Friður byrjar með auknum samskiptum Kristín Vilhjálmsdóttir líkir við-burðinum við hraðstefnumót. Mynd | Hari Atli Sigursveinsson vakti allar nætur í desembermánuði til að geta gefið kærustunni hina fullkomnu jólagjöf. Herdís Ingibjörg Auðar Svansdótt- ir fékk heldur betur persónulega og skemmtilega jólagjöf frá kærast- anum sínum, Atla Sigursveinssyni, um síðustu jól. En Atli, sem er nemi í graf- ískri hönnun við Listahá- skóla Íslands, útbjó mynd af Herdísi ásamt kisunum Yrju og Nóa. „Hún er gerð í tölvu og þar sem þetta er samsett mynd þá var mesta vinnan fólgin í því setja þær rétt saman. Það er semsagt ekki til fyrirmynd heldur þurfti hann að búa til myndina með því að klippa saman aðrar myndir og svo teikna eftir henni. Hann þurfti að láta hlutföllin passa svo þau væru rétt. Hann veit að ég er mjög mikið fyrir ketti og sér- staklega mína ketti, þannig hann vissi að þetta væri eitthvað sem ég yrði ánægð með,“ segir Herdís. Og það var svo sannarlega rétt metið, því hún var himinlifandi með gjöfina sem hún fékk reyndar ekki hendurnar fyrr en eftir jól en vissi hvers var að vænta. „Hann sagði mér frá þessu tveimur dögum fyrir jól. Hann hafði nefnilega verið vakandi á nóttunni nánast allan desember- mánuð. Hann fór alltaf fram þegar ég fór að sofa og vakti allar nætur. Ég vissi ekkert hvað hann var að gera. Hélt að hann væri bara að vinna í einhverju verkefni. Mér fannst þetta samt orðið svolítið skrýtið þegar það var komið jólafrí og ég vissi að hann væri ekki að vinna verkefni fyrir skólann. Þá vissi hann held- ur ekki hvort myndin kæmi úr prentun fyrir jól.“ Herdís er búin að eiga Yrju og Nóa síðan árið 2014 og þau tóku kærast- anum mjög vel þegar hann kom inn í líf hennar. „Hann var ekki mikill katta- maður þegar við kynntumst og vissi ekki hvern- ig hann átti að vera í kringum kettina. Hann sagði sjálfur að hann hefði aldrei áttað sig á því áður að kettir væru með mismun- andi persónuleika. Honum fannst allir kettir vera eins. En það er auðvitað ekki þannig. Nói og Yrja eru til dæmis eins og svart og hvítt,“ útskýrir Herdís. En nú búa þau öll fjögur saman í sátt og sam- lyndi. „Nói og Yrja elska allt fólk. Nói sérstaklega, hann gerir ekki upp á milli fólks. Yrja er varkárari. En Atli og Yrja eru sérstaklega góð- ir vinir. Það er mjög gott samband þeirra á milli.“ | slr Kærastinn útbjó mynd af Herdísi og kisunum Myndin góða sem Atli vakti yfir allar nætur desembermánaðar. Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Kostur, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.