Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. febrúar 2017 Keppir á HM í rúningi hinumegin á hnettinum Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Þetta snýst fyrst og fremst um að skepnunni líði vel. Hún er kyrr ef hún er sátt og þá gengur allt vel. Enginn verður brjálaður, hvorki skepnan né maðurinn,“ segir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjár- bóndi á Ljótarstöðum, fósturteljari og rúningsmaður, um kúnstina að rýja kindur fljótt og vel. Hún er nú stödd á Nýja-Sjálandi þar sem hún mun taka þátt í heimsmeistaramóti í rúningi sem fer fram dagana 7. til 11. febrúar. Heiða er þó búin að vera úti frá því í byrjun janúar, ásamt félaga sínum Hafliða Sævarssyni, en fyrstu tvær vikurnar voru þau í vist hjá rúningsverktaka þar sem þau voru að læra og vinna við rúning. „Við fengum kennslu og þjálfun og nóg af kindum til að æfa okkur á. Verktakinn er með fjölda manns í vinnu, bæði í að rýja og að ganga frá ullinni og við vorum hluti af þessu gengi,“ útskýrir hún. Að þessum tveimur vikum liðnum, komu kona Hafliða og systir hennar út til Nýja-Sjá- lands og hafa þau fjögur verið að ferðast saman síðustu daga. „Við leigðum okkur húsbíl og erum búin að fara í þyrluflug, fallhlífarstökk og synda í Kyrrahaf- inu. Svo erum við auðvitað búin að skoða stórkost- lega náttúru Nýja-Sjálands, kindur og kýr,“ segir Heiða og hlær en það er kærkomið fyrir bónda, sem er í fullri vinnu við að sjá um búið sitt allan ársins hring, að fá smá frí. Á ekki möguleika Í vikunni sem er að líða fengu Heiða og Hafliði svo að mæta á æfingar fyrir heimsmeist- aramótið, en um er að ræða risastóran íþróttaviðburð. Þar fengu þau leiðsögn frá færustu þjálfur- um og kennurum á Nýja-Sjálandi. „Þessir bestu rún- ingsmenn eru toppíþróttamenn. Þeir þurfa að búa yfir miklum styrk og lipurð. Þeir þurfa að taka allar strokur réttar og vera algjörlega í takt við skepnuna. Þetta krefst mikill- ar æfingar. En hér á Nýja-Sjálandi er verið að rýja allt árið og því meira hægt að æfa sig. Á Íslandi eru þetta bara tveir mánuðir í heildina.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Heiða tek- ur þátt í heimsmeist- armóti en Hafliði hefur farið einu sinni áður. Árið 2015 tók Heiða hins vegar þátt í rúningsmóti í Bretlandi sem var töluvert smærra í sniðum. Nú eru þátttökuþjóðirnar 32 og að- spurð segist Heiða ekki eiga neina möguleika á verð- launasæti. Hún hlær bara þegar blaðamað- ur spyr. „Við erum fjarri þeim standard sem er á rúnings- mönnum hér. Alveg órafjarri. Það sem skortir fyrst og fremst heima er góð kennsla og þjálfun rúnings- manna frá upphafi.“ Mikil kúnst að rýja Á Íslandi er eingöngu boðið upp á grunn- kennslu og stutt nám- skeið. „Svo djöflast allir af stað og venja sig á allskonar vitleysu. Það er því miklu minni fag- mennska í rúningi á Íslandi.“ Heiða vill leggja sitt af mörkum til að breyta þessu. „Við erum bæði að reyna að læra eitthvað til að geta mögulega miðlað einhverjum fróð- leik. Besta leiðin til að ná góðum standard í rúningi á Íslandi væri að stelpur og strákar sem hafa áhuga á rúningi drifu sig út að læra.“ Hún segir það nefnilega mikla kúnst að verða góður rúningsmað- ur. „Þetta er hellings kúnst, fyrst og fremst tækni. Svo er þetta auðvitað ofboðslega gaman.“ Töluvert er um bændur rýi sínar eigin kindur hér á landi og stundum hjálpast hópar að við verkið. „Það getur myndast skemmtileg stemn- ing í kringum það. En algengara er að fólk þurfi að fá einhvern til að rýja fyrir sig þannig það vantar alltaf færa og fljóta rúningsmenn. Þetta er skemmtileg vinna og ágætis tekjur af þessu.“ Tveir bændur frá Íslandi eru nú staddir á Nýja-Sjálandi þar sem heims meistara- mót í rúningi fer fram í næstu viku, en um er að ræða risa stóran íþróttaviðburð. Þau Heiða og Hafliði eru búin að vera á nám- skeiðum hjá færustu rúnings mönnum heims og vonast til að miðla þekkingunni til Íslands. Heiða ferðaðist alla leið frá Ljótarstöðum í Skaftártungu til Nýja-Sjálands til að læra rúning af þeim bestu. Þegar skepnunni líður vel þá gengur rúningurinn vel. Hópurinn hefur farið í þyrluflug og upplifað stórkostlega náttúru Nýja-Sjálands. „Ég fékk fullt af skilaboðum og fyrirspurnum um það hvort ég ætlaði ekki örugglega að halda áfram með hópinn. Ég þurfti al- veg að hugsa mig um þar sem það er mikil vinna að láta svona hóp ganga upp og halda dampi,“ segir Harpa Rut Heiðarsdóttir, fanga- vörður og einkaþjálfari, sem í byrjun árs stofnaði facebook-hóp- inn Jákvæður janúar. Hugmyndin var útbúa sameiginlegan vettvang fyrir fólk sem var að leita sér að jákvæðri hvatningu á ýmsum svið- um. Viðtökurnar voru svo góðar að Harpa hefur nú ákveðið að halda verkefninu áfram, en hópur- inn heitir nú Fræðandi febrúar. „Ég þurfti reyndar ekki að hugsa mig lengi um þar sem að janúar er búinn að vera virkilega áhugaverður og lærdómsríkur. Ég ákvað að þessi hópur myndi vera virkur út árið en með mismunandi áherslum.“ Hugmyndin er að vera með nýtt þema í hverjum mánuði sem hefur sama upphafsstaf og mánuðurinn sjálfur. Ég var reyndar lengi að ákveða mig með nafnið á febrúar, en loks- ins komst ég að niðurstöðu. Ég vil að fólk læri eitthvað nýtt og því varð þetta nafn fyrir valinu. Ég mun koma með alls konar fræðslu tengda heilsu, hreyf- ingu, andlegri líðan og daglegu lífi. Einnig munu meðlimir fá tækifæri til að fræða mig. Það er enginn sem kann allt og það er enginn of gamall til að læra eitt- hvað nýtt. En undirtónninn í öllum mánuðunum verður jákvætt viðhorf,“ segir Harpa létt í bragði en hún vonast til að læra eitthvað nýtt og spennandi á hverjum degi í febrúar. Hún hvetur fólk til að vera dug- legt að miðla ýmis konar þekkingu sem bætir lífið á ein- hvern hátt. | slr Jákvæður janúar verður fræðandi febrúar Harpa Rut stofnaði facebook-hópinn jákvæður janúar til leggja sitt af mörkum við að breiða út jákvæðni í samfélaginu. Viðtökurnar voru svo góðar að hún ákvað að halda áfram með verkefnið út árið. Harpa þurfti ekki að hugsa sig lengi um hvort hún ætti að halda áfram með facebook-hópinn. Vinsælt og nothæft námskeið fyrir einstkalinga og pör sem ég hef verið með í 25 ár. Námskeiðið byggist upp á slökunarnuddi á bak, háls og handleggi með sérvöldum ilmkjarnaolíum. Djúp- og þrýstipunktanuddi ásamt svæðameðhöndlun. Farið í ilmolíur og góðar uppskriftir. Ath! Námskeiðið er þessa tvo daga, laugardaginn 4. febrúar frá kl. 11.00-15.00 og fimmtudaginn 9 febrúar frá kl. 17.00 - 21.00 Verð: kr. 33.000 innifalið í verði ilmolíuflaska og mappa. Ath! aðeins 6 manns í hóp. Nánari upplýsingar: heilsusetur.is og 896-9653 Bakn dds- námskeið Helgina 30. apríl - 1. maí næstkomandi. Verð 32.000 kr. með olíu og bæklingi. BAKNUDDNÁMSKEIÐ Skráning og nánari upplýsingar í síma 552 1850 / 896 9653. netfang: thorgunna.thorarinsdottir@gmail.com. CURCUMIN Gullkryddið Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Steinunn Kristjánsdóttir er sjúkraliði að mennt og starfar í Blue Lagoon versluninni á Laugavegi. Hún hefur átt við mikla verki að stríða um allann líkama í með liðagigt. „Ég er búin að taka inn minn skammt af verkjalyfjum og var alveg að gefast upp á þeim. Nuddkonan mín sagði mér þá frá Curcumin sem hefur í sannleika sagt gefið mér nýtt líf. Ég var búin að taka inn Curcumin í einn og hálfan mánuð þegar ég missti út fjóra daga og það var þá sem ég uppgötvaði að Curcumin er það sem hjálpar mér að losna við alla verki.” LIÐIR – BÓLGUR – GIGT Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni balsam.is Bláu húsin Faxafeni | S. 555 7355 | www.selena.is | Selena undirfataverslun ÚTSALA 30—60% afsláttur af völdum vör um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.