Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 54
Umhyggja,
virðing og gleði
Hjá Bláa Lóninu eru um 500
starfsmenn í dag sem sinna
fjölbreyttum störfum og eru
með ólíkan bakgrunn og
menntun. Mörg starfanna eru
framlínustörf þar sem starfs-
fólk er í beinum samskiptum
við gesti – eins og t.d. á Lava,
veitingastað Bláa Lónsins. Á
Lava eru 17 matreiðslunemar,
14 framreiðslunemar, 16 sveinar
og meistarar í matreiðslu og 15
sveinar og meistarar í fram-
reiðslu. Gestir á Lava hafa oft
góðan tíma og vilja því fræð-
ast bæði um íslenskan mat og
menningu. Við erum í raun öll
gestgjafar og markmið hvers
dags er að hámarka upplifun
gesta okkar.
Starfsfólk Bláa lónsins starfar
eftir gildum sem þeir hafa sett
sér; gildin felast í umhyggju,
virðingu og gleði. Þessi gildi
eru höfð að leiðarljósi bæði í
samskiptum við hvert annað og
í samskiptum við gesti. Á degi
hverjum eru skapaðar minn-
ingar fyrir gesti, minningar sem
byggja á góðri upplifun sem
stóðst væntingar þeirra sem
hingað koma.
Markmiðið að hámarka
upplifun gestanna
Umhyggja, virðing og gleði.
Unnið í samstarfi við Bláa Lónið
Ég var við nám á grunndeild í
Menntaskólanum í Kópavogi. Þá
bauðst mér að fara í starfsnám á
veitingastað í eina viku. Ég valdi
Lava vegna þeirra breytinga sem
ég vissi að voru fyrirhugaðar í
tengslum við uppbyggingu Bláa
Lónsins,“ segir Leó Snæfeld Páls-
son sem fljótt fann sig vel í starfi
þjónsins. „Ég fann strax að þetta
var eitthvað sem ég vildi starfa
við og sá fyrir mér sem skemmti-
legt framtíðarstarf. Ég hef alltaf
haft gaman af leiklist og því
að koma fram og kynna. Góður
þjónn þarf að búa yfir þessum
eiginleikum þ.e. eiga auðvelt með
samskipti og framkomu.“
Viku eftir að Leó hóf störf hjá
Lava skall á verkfall hjá fram-
haldsskólakennurum og bauðst
honum þá að koma og vinna
sem þjónanemi í fullu starfi. Það
boð þáði hann og ekki var aftur
snúið; nú er Leó orðinn lærð-
ur þjónn, með þeim fremstu í
faginu. Námið gekk með mikl-
um ágætum, árið 2015 varð hann
Íslandsmeistari þjónanema og
tók þátt í Norðurlandakeppni í
framreiðslu árið 2016. „Þátttaka
í þeirri keppni mótaði það sem
mig langaði að verða og halda
áfram að ná árangri. Í gegnum
Norðurlandakeppnina kynntist
ég flottu fólki og náði einnig að
efla tengslanetið mitt,“ segir Leó
og bætir við að námið hafi opnað
marga möguleika enda opni flott-
ir veitingastaðir um allan heim
á degi hverjum. Við útskrift í des-
ember sl. fékk Leó viðurkenn-
ingu fyrir góðan námsárangur
og fær viðurkenningu fyrir gott
sveinspróf frá Samtökum iðnað-
arins.
Leó segir Lava einstaklega
góðan vinnustað. „Ég á marga
samstarfsfélaga og við erum öll
góðir vinir. Við erum öll misjöfn
en vinnum vel saman sem teymi
þar sem styrkleikar hvers og eins
fá að njóta sín. Minn styrkleiki
og áhugi felst t.d. í því að para
saman góða drykki með mat.
Vegna stærðar Lava og Bláa
Lónsins fæ ég tækifæri, ekki
eingöngu til að prófa mig áfram
heldur einnig til að læra af öðr-
um,“ segir Leó.
Benedikt Fannar hefur unnið á Lava frá
árinu 2013 en dvelur nú í London í starfs-
námi á Michelinstaðnum Texture.
Flottur og
samstilltur
hópur sem
vinnur
einstaklega
vel saman.
Leó fékk viðurkenningu
fyrir góðan námsárangur
við útskrift í desember sl.
Benedikt Fannar Gylfason hefur
unnið á Lava frá ársbyrjun 2013.
„Mér finnst góður starfsandi og
hópurinn mjög samstilltur. Ver-
kefnin eru mjög fjölbreytt enda
fjölbreyttur rekstur og mikil
tækifæri til að vaxa í starfi. Við
vinnum með ferskt og gott hrá-
efni og allt er unnið frá grunni.“
Nú er Benedikt Fannar hins
vegar staddur í starfsnámi í
London þar sem hann fær að
spreyta sig á Michelin-veitinga-
staðnum Texture. „Eftir góða
frammistöðu í námi og starfi síð-
ustu 4 ár veitti Bláa Lónið mér
þetta frábæra tækifæri. Það er
alveg einstakt að yfirmenn mínir
hafi það góð sambönd að koma
mér, ásamt félögum mínum, til
útlanda á flottan Michelin stað
í London. Texture er Michelin
staður og skemmir ekki fyrir að
hann er í eigu Íslendings þannig
að það er unnið mikið með ís-
lenskt hráefni sem mun nýtast
mér gríðarlega vel þegar ég kem
aftur til baka. Þetta er í mínum
huga alveg einstakt tækifæri og
frábær reynsla,“ segir Benedikt.
Nú þegar hefur Benedikt Fann-
ar hafið störf á Texture og segir
það töluvert frábrugðið því sem
hann á að venjast á Lava. „Vakt-
irnar mun lengri og töluvert meiri
agi en heima á Íslandi. Engu að
síður líst mér mjög vel á það sem
af er og hlakka til næstu vikna,“
segir Benedikt Fannar sem mun
dveljast í fjóra mánuði í London
en snúa aftur, reynslunni ríkari,
tilbúinn að taka þátt í að þróa
þau spennandi verkefni sem eru
framundan í Bláa Lóninu.
Tækifæri til að læra af öðrum
Fær að spreyta sig á Texture
6 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017IMFR 150 ÁRA