Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 4
Íslendingar voru fleiri en Rússar á viðskiptamannalista Nordea hjá Mossack Fonseca í fyrra. Sænski skattskjólsér- fræðingurinn Torsten Fensby dregur upp mynd af Íslandi þar sem eftirlitsstofnanir brugðust gjörsamlega. 4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. febrúar 2017 Stjórnmál/Skattaskjól Íslendingar voru fjölmennastir í hópi við- skiptavina Mossack Fonseca í Nordea-bankanum í Lúxemborg í fyrravor. Ef jafnmargir Rússar, miðað við höfðatölu, hefðu stund- að slík viðskipti í skattaskjólum hefðu þeir verið nærri tólf þúsund í stað 25. Skattaskjólssérfræðing- ur dregur upp mynd af Íslandi sem gerspilltu samfélagi þar sem eftirlitsstofnanir samfélagsins brugðust. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Íslendingar voru fjölmennasti við- skiptavinahópur panamaísku lög- mannsstofunnar Mossack Fonseca hjá sænska bankanum Nordea í Lúx- emborg í apríl í fyrra. 27 Íslendingar voru þá eigendur félaga í skattaskjól- um í gegnum Mossack Fonseca og sá Nordea-bankinn um samskipti við lögmannsstofuna í Panama fyr- ir þeirra hönd. Næst stærsti hópur- inn voru Rússar í kúnnahópnum eða 25 og svo voru 19 Bretar og 17 Danir. Þetta kemur fram í skýrslu um eigna- stýringardeild Nordea-bankans og viðskipti hennar í skattaskjólum sem birt var í fyrrasumar. Alls var um að ræða 161 viðskiptavin sem átti í við- skiptum við Mosack Fonseca í gegn- um Nordea í apríl í fyrra. Skýrsla Nordea var unnin í kjöl- far birtingar Panamaskjalanna svokölluðu í fyrravor. Panamaskjöl- in hafa verið talsvert til umræðu á Íslandi liðnar vikur út af skýrslu um aflandseignir Íslendinga sem fjár- málaráðuneyti Bjarna Benediktsson- ar beið með að birta fram yfir kosn- ingarnar í haust. Nordea-bankinn fjallar í skýrslunni sérstaklega um viðskiptavini eignastýringardeildar bankans sem áttu félög í skattaskjól- um í gegnum Mossack Fonseca en Panamaskjölin fjalla alfarið um við- skiptavini þeirrar lögmannsstofu. Ástæðan fyrir fjölda Íslendinga sem eiga í viðskiptum við Nordea í Lúxemborg og sem áttu félög í skatta- skjólum í gegnum Mossack Fonseca er sú að eftir efnahagshrunið 2008 fluttu margir Íslendingar sig frá eignastýringardeildum íslensku bankanna þar í landi og til Nordea- -bankans. Ástæðan fyrir fjölda Ís- lendinga á listanum er meðal annars sú hversu margir Íslendingar voru viðskiptavinir Landsbankans í Lúx- emborg á árunum fyrir hrun en sá banki notaðist við Mossack Fonseca til að þjónustu viðskiptavini sína sem áttu í viðskiptum á aflandssvæðum. Íslendingar flestir í skattaskjólum í fyrra Félagi í eigu Ólafs á Tortólu hefur verið slitið en það var notað til að taka við 20 milljarða króna láni og kaupa skuldabréf Kaupþings árið 2008. Tortólafélagi Ólafs slitið Viðskipti Félag í eigu Ólafs Ólafssonar var notað í viðskipt- um með skuldabréf Kaupþings 2008. Breska lögreglan skoðaði málið sem mögulega markaðs- misnotkun. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Eignarhaldsfélagi á Bresku Jóm- frúareyjum, sem var í eigu Ólafs Ólafssonar fjárfestis, hefur ver- ið slitið og er nú í slitameðferð. Þetta kemur fram í Lögbirtinga- blaðinu. Félagið heitir Partridge Management Group S.A og fékk það 125 milljóna evra, 20 millj- arða króna, lán frá Kaupþingi í Lúxemborg ársbyrjun 2008, samkvæmt skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis. Lánið var notað til að kaupa skuldabréf útgefin af Kaupþingi sjálfu til að reyna að lækka skulda- tryggingarálag bankans. Efnahagsbrotadeild Bresku lögreglunnar rann- sakaði viðskiptin sem markaðsmisnotk- un á árun- um eftir íslenska efna- hags- hrunið þar sem tilgangur þeirra var að hafa já- kvæð áhrif á stöðu Kaupþings. Bankinn var báðum megin við borðið í viðskiptunum og var Ólaf- ur Ólafsson næst stærsti hluthafi bankans. Í Lögbirtingablaðinu er kallað eftir því að mögulegir kröfuhaf- ar Partridge Management Group S.A lýsi kröfum í félagið fyrir lok febrúarmánaðar hjá breskum lög- manni. Í Lögbirtingablaðinu er önnur auglýsing frá öðru félagi á Tortólu, Chesterfield United Inc., sem einnig fékk 20 milljarða lán frá Kaupþingi til að kaupa skuldabréf bankans. Þetta félag var meðal annars í eigu Skúla Þor- valdssonar, sem kennd- ur er við Hótel Holt, og Kevins Stanford og Karenar Millen. Þessu félagi hefur einnig verið slitið og er ósk- að eftir kröfum í bú þess. 1400 1200 1000 800 600 400 200 0 826 936 1074 1189 1102 1266 1277 1206 1049 926 562 218 286 296 302 299 266 198 152 108114 166 2006 2016 Fjöldi aflandsfélaga hjá Nordea-bankanum í Lúxemborg á árunum 2006-2016. Heildarfjöldi aflandsfélaga. Fjöldi aflandsfélaga Mossack Fonseca Rússland 24 Ísland 27 Ísland 20 Rússland 25 Bretland 17 Bretland 19 Búlgaría 10 Danmörk 17 Sviss 7 Búlgaría og Noregur 8 Önnur 83 Önnur 57 Heildarfjöldi UBO 161 Heildar- fjöldi UBO 161 Búsetuland Þjóðerni Búsetuland og þjóðerni þeirra viðskiptavina Nordea-bankans í Luxemborg sem áttu í viðskiptum við Mossack Fonseca. Þegar litið er til fjölda Íslendinga í skýrslunni miðað við höfðatölu þá er næstum um að ræða 0,01 prósent allra Íslendinga. Ef sama hlutfall Rússa eða Breta, miðað við höfða- tölu, hefði stundað viðskipti í gegn- um Nordea-bankann við Mossack Fonseca hefði fjölda Rússanna numið nærri tólf þúsund og Bretanna rúm- lega 5300. Þessar tölur sýna enn betur það sem Panamaskjölin hafa leitt í ljós: Íslendingar áttu heimsmet í notkun skattaskjóla í gegnum Mossack Fonseca miðað við höfða- tölu og í þessu tilfelli eru Íslendingar efstir á blaði óháð höfðatölu. Þá skal tekið fram að viðskipti í gegn- um Mossack Fonseca voru einungis tæplega 1/4 af þeim skattaskjólsvið- skiptum sem stunduð voru gegnum Nordea-bankann, samkvæmt skýr- slunni. Íslendingar voru því að öll- um líkindum miklu umsvifameiri í skattaskjólum í gegnum Nordea en skýrsla bankans ber með sér. Fréttatíminn leitaði til sænska lögfræðingsins og skattaskjólssér- fræðingsins Thorsten Fensbys eftir mati á því af hverju Íslendingar hefðu notað félög í skattaskjólum svona mikið og af hverju svo margir íslensk- ir stjórnmálamenn gerðu það einnig. Íslendingar áttu bæði heimsmet í per capita notkun á skattaskjólsfélögum og eins átti engin önnur þjóð eins margra stjórnmálamenn per capita sem voru viðskiptavinir Mossack Fonseca. „Umfang spillingar í sam- félagi helgast næstum alltaf af því hversu vel eftirlitsstofnanir samfé- lagsins vinna sitt verk […]. Vandamál- ið í litlum löndum er að fjarlægðin á milli þeirra sem hafa eftirlitið undir höndum og þeirra sem eftirlitið skoð- ar er oft miklu minni og getur það spillt fyrir því hversu árangursríkt eftirlitið er. Að skattaskjólsiðnaður- inn náði svona sterkri stöðu meðal stjórnenda í opinbera og einkageir- anum á Íslandi má líklega skýra með því að þeir gátu gert það sem þeir vildu án eftirlits.“ Miðað við skýrslu Nordea frá því í fyrra er þessi veruleiki, þar sem Fensby dregur upp þessa mynd, ekki veruleiki fortíðarinnar eða hruns- ins heldur einnig veruleikinn eins og hann leit út fyrir tæpu ári síðan. Stjórnmál Varaformannskjör fer fram á flokkstjórnarfundi Sam- fylkingarinnar sem verður haldið á morgun, laugardag, í Mosfells- bæ, en þar gildir annað regluverk en þegar landsfundir eru haldnir og allir skráðir flokksmenn eru kjörgengir. Þannig þvælist reglu- verk Samfylkingarinnar í annað skiptið fyrir Margréti Tryggva- dóttur sem var færð niður um tvö sæti vegna aldurs- og kynjakvóta í síðasta prófkjöri flokksins. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Það hafa reyndar nokkrir haft samband og skorað á mig að bjóða mig fram. En eftir því sem ég kemst næst, þá er ég ekki kjörgeng sam- kvæmt reglum flokksins,“ segir Margrét Tryggvadóttir, fyrrver- andi þingmaður og rithöfundur, en allnokkrir flokksmenn Samfylk- ingarinnar hafa skorað á hana að bjóða sig fram sem varaformaður flokksins. Eins og kunnugt er þá sagði Odd- ný Harðardóttir af sér sem for- maður Samfylkingarinnar eftir kosningaúrslit flokksins í síðustu alþingiskosningum. Logi Einarsson tók þá við embættinu en hann var áður varaformaður. Var því brugðið á það ráð að boða til kosninga um varaformann á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar. Í lögum félags- ins er skýrt kveðið á um hverjir eiga seturétt á fundinum, en Margrét, sem er tiltölulega nýskráð í Sam- fylkinguna, er ekki kjörgeng sam- kvæmt því. Skemmst er frá því að segja að hún var færð niður um tvö sæti í prófkjöri f lokksins fyrir alþing- iskosningar á síðasta ári og þótti niðurstaðan nokkuð umdeild. Hún var færð niður um eitt sæti vegna aldurskvóta, og svo um annað vegna kynjakvóta. Þannig endaði hún í fimmta sæti eftir að hafa verið kjörin í það þriðja. „Ég íhugaði auðvitað að bjóða mig fram eftir að skorað var á mig, en sú hugsun féll um sjálfa sig þegar ég sá lögin. Ég mæti samt á fund- inn,“ segir Margrét, sem lítur svo á að flokkurinn megi einfalda reglu- verkið sitt nokkuð. Aðeins eitt framboð hefur borist til varaformanns, en það er Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Framboðs- frestur er fram á laugardag. Það er því ekki útilokað að mótframboð berist fyrir þann tíma, þó það verði líklega ekki Margrétar. Enn þvælist regluverk Samfylkingarinnar fyrir Margréti Margrét Tryggvadóttir hefur verið virk í Samfylkingunni undanfarna mánuði auk þess sem hún hefur stund- að ritstörf. Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Trítlað í Tíról Bærinn Landeck í Tíról er staðsettur á ógnarfallegu landsvæði mitt í Alpafjöllunum, þar sem glæstir tindar gnæfa yfir hlýlegum dölum. Margar skemmtilegar og fjölbreyttar gönguleiðir er að finna á svæðinu sem líða í gegnum ávaxtalundi, blómstrandi engi og djúpgræna furuskóga í snarbröttum fjallshlíðum Alpanna. Hér mætast skemmtilegar gönguferðir og brakandi kyrrð náttúrunnar í ferð sem er sannarlega endurnærandi á líkama og sál. Verð: 168.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör e hf . 25. maí - 1. júní Heimild: Skýrsla um umsvif viðskiptavina Nordea-bankans hjá Mossack Fonseca
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.