Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 78
Ferskleiki og stuð á Jacobsen Loftinu á RCW Möndlusíróp og tabascosósa koma við sögu í ár Unnið í samstarfi við Jacobsen Loftið Jacobsen Loftið tekur þátt í Reykjavík Cocktail Weekend líkt og fyrra og ætlar sannarlega ekki að slá slöku við. Áherslan er eins og vanalega þegar kemur að drykkj- um á Loftinu. Loftið tekur þátt í tveimur keppnum af þremur í ár. Annars vegar keppninni þar sem sá kokkteill sem dómnenfd þykir skara fram úr verður kjörinn RCW drykkurinn. Í þeirri keppni mun Jacobsen Loftið bera fram drykk sem heitir My sweet fire sem inniheldur brennivín, möndlu- síróp, gojiberjasafa, ferskan sítrónusafa og tabascosósu. Heiðar segir My sweet fire þó ekki valda logandi kverkum. „Hann mjög ferskur og fínn með sterku tvisti í endann.“ Hins vegar tekur Heið- ar sjálfur þátt í íslands- meistaramóti barþjóna þar sem meðfæddir og lærðir taktar skera úr um það hvaða barþjónn ber höfuð og herðar yfir aðra þetta árið og þá verður öllu til tjaldað. Heiðar þvertekur fyrir að finna fyrir stressi og segist komast í gírinn án fyrirhafnar, keppnin sé ekki annað en til- hlökkunarefni. Klukkan 16 opna dyrnar að Loftinu og opið er fram- eftir bæði föstudags- og laugardagskvöld eins og endranær. Heiðar lofar sama stuðinu og allar aðrar helgar á Jacobsen Loftinu. Luidas kann til verka á barnum og blandar hér einn af þeim kokteilum sem hægt verður að gæða sér á um helgina. Myndir | Hari Unnið í samstarfi við Forréttabarinn Forréttabarinn tekur nú þátt í Reykjavík Cocktail Weekend í annað sinn en viðtökurnar í fyrra fóru fram úr björtustu vonum. Boðið verður upp á fimm kokteila sem allir eru mismunandi hvað varðar áferð og bragð. Kokteillinn sem mun freista þess að verða RCW drykkurinn í ár er bragðmikill og frískandi. „Í keppninni sjálfri verður teflt fram kokteil sem samanstendur af gini og contr- eau, heimalöguðu hunangssírópi, eggjahvítu, sítrónu og timían. Einnig ætlum við að bjóða upp á okkar útfærslur af klassískum blöndum eins og Negroni og Whi- skey Sour,“ segir Róbert Ólafs- son, eigandi Forréttabarsins. „Við höfum frá upphafi boðið upp á metnaðarfullan kokteillista. Fáa en góða drykki sem fastagestir okkar eru farnir að þekkja og líkar vel.“ Frábært snarl með drykkjunum Opnað verður á Forréttabarnum klukkan 16 um helgina og því til- valið að mæta snemma. „Við erum með boltann á skjánum fyrri part kvölds. Á kvöldin skapast síðan notaleg stemning á barnum hjá okkur,“ segir Róbert. Matseðillinn á Forréttabarnum passar einstak- lega vel við kokteillistann. Mikið úrval er af smáréttum þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi til þess að snarla á með gómsætan og frískandi kok- teil á kantinum. Matur er fram borinn til klukkan 22 og barinn lokar klukkan 23. Kokteilar sem kitla bragðlaukana Dásamlegir drykkir og gómsætt snarl. Heiðar er til í slaginn um helgina 6 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017REYKJAVÍKCOCKTAILWEEKEND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.