Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 50
2 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017IMFR 150 ÁRA Þetta er yndislegt félag sem á sér fallega og góða sögu. Það hefur gert svo mikið fyrir iðnaðinn í landinu,“ segir Val- björg Elsa Haraldsdóttir, formaður Iðnaðarmannafélagsins í Reykja- vík. Iðnaðarmannafélagið fagnar nú í vikunni 150 ára afmæli sínu og þess er minnst með veglegum há- tíðarhöldum. Tilgangur félagsins er og hefur frá upphafi verið að efla menntun og menningu iðnaðar- manna og styrkja stofnanir sem starfa í þeirra þágu. Lýsa upp styttu Ingólfs Iðnaðarmannafélagið í Reykja- vík stóð fyrir stofnun Iðnskólans í Reykjavík, fyrir fyrstu iðnsýn- ingunni hérlendis og var virkur þátttakandi í stofnun Iðnaðarbanka Íslands, svo stiklað sé á stóru. Á þessum tímamótum hefur Iðnað- armannafélagið ákveðið að minna á sögu sína og fortíð með því að standa fyrir hönnun og kosta lýs- ingu á styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli. Styttan var, sem kunn- ugt er, gjöf félagsins til þjóðarinnar árið 1924. „Ég hef verið formaður í fjögur ár og það var mitt áhugamál í upphafi að við myndum á þessum tíma- mótum minnast forveranna með því að lýsa upp styttu Ingólfs. Mér hefur oft fundist dapurt að hafa hana óupplýsta. Stjórnin tók strax vel í þetta og við höfum unnið að þessu í eitt og hálft ár,“ segir Elsa en kveikt verður á lýsingunni við formlega athöfn á Arnarhóli í dag, föstudag, klukkan 17. Forsætisráð- herra verður viðstaddur athöfnina ásamt erlendum gestum og fleir- um. „Það er rétt að taka það fram Félag sem styður við menntun og menningu iðnaðarmanna Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík fagnar nú 150 ára afmæli sínu. Elsa Haraldsdóttir, formaður félagsins, segir að mikið verði um dýrðir í tilefni afmælisins. Vígð verður lýsing á styttu Ingólfs Arnarsonar, heimildarmynd verður gerð um sögu félagsins og sú hefð að veita gullorðu Iðnaðarmannafélagsins verður endurvakin. að Hóllinn er opinn öllum. Á sama tíma verður Harpa lýst upp í Norð- urlandafánunum, gestum okkar til heiðurs. Nú stendur einmitt yfir Vetrarhátíð svo því meiri lýsing, því skemmtilegra,“ segir Elsa. Erlendu gestirnir sem Elsa nefndi eru kollegar frá Norðurlöndunum sem hingað eru komnir í tilefni af- mælisins. „Á þessum tímamótum er ánægjulegt að norrænu systrafélög- in, gömlu gildin eins og þau kölluð- ust áður, senda formenn og stjórnir sínar til landins. Við héldum for- mannafund í vikunni, en slíkir fundir eru haldnir einu sinni á ári. Þar eru rædd allskonar mál. bæði sem tengjast félögunum og borgun- um – Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Osló, Helsinki og Reykjavík. Öll hafa þessi félög komið mjög sterkt að borgarmálum í gegnum tíðina. Okkar félag tengist mest danska félaginu því að í upphafi voru svo margir héðan sem sóttu vinnu til Danmerkur. Þeir sem komu til baka stofnuðu svo félagið hér,“ segir hún. Heiðra 23 nýsveina Á morgun, laugardag, fer fram ár- leg nýsveinahátíð í Ráðhúsi Reykja- víkur en þar eru framúrskarandi sveinar verðlaunaðir. „Nýsveina- hátíðin er eitt aðalverkefni okkar. Félagið er ekki pólitískt og það er ekki hagsmunafélag fyrir einstaka iðngreinar heldur styrkir það og styður við menntun og menningu iðnaðarmanna. Á nýsveinahátíð- inni á morgun ætlum við að heiðra 23 nýsveina sem luku framúrskar- andi sveinsprófsverki árið 2016. Bæði sveinarnir og meistarar þeirra fá viðurkenningu í silfri eða bronsi,“ segir Elsa en þetta er í ell- efta sinn sem nýsveinahátíðin er haldin. „Hún spyrst alltaf betur og betur út enda er svona árangur feikilega mikilvægur í ferilsskrá viðkomandi sveina. Þar tala ég af reynslu því ég man sjálf sem ungur nýsveinn að ég átti mér þann draum að vinna í útlöndum. Ég leitaði víða að styrk til þess en slíkt var ekki til þá. Nú höfum við fengið nokkur fyrirtæki með okkur í lið og getum styrkt nokkra unga sveina til framhalds- náms. Við leggjum mikla vinnu í og fylgjumst vel með að þessir styrkir fari til réttra aðila.“ Forseti Íslands er verndari ný- sveinahátíðarinnar og Guðni Th. Jóhannesson mun bæði flytja hátíðarávarp og veita nýsveinum viðurkenningar, ásamt formanni fé- lagsins og stjórn. Auk forseta verða bæði iðnaðarráðherra og mennta- málaráðherra viðstaddir og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykja- vík, flytur lokaávarpið. Síðustu átta ár hafa verið veitt heiðursverðlaun Iðnaðarmannafé- lagsins í Reykjavík við þetta tilefni og engin breyting verður þar á. Að þessu sinni hljóta tveir menn heiðursverðlaunin en þeir hafa lagt sitt af mörkum til mat- og fram- reiðsluiðnar á Íslandi í gegnum tíðina. Þeir eru Trausti Víglunds- son framreiðslumeistari, sem hefur verið formaður sveinsprófsnefndar í framreiðslu síðan 1986, og Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari sem stofnaði Klúbb matreiðslumeistara, stofnaði Gestgjafann og eldaði fyrir tugi þjóðhöfðingja í forsetatíð Vig- dísar Finnbogadóttur, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég vil meina að báðir þessir herramenn hafi lagt hornstein að þessu gífurlega aðdráttarafli sem landið okkar hefur í gegnum mat- armenninguna. Sjálf hef ég tekið á móti fjölda erlendra gesta og það er ánægjulegast að fara með þeim út að borða. Þessar iðngreinar eru að mínu mati fyrirmynd allra iðn- greina. Við höfum séð það hvernig þeir standa að baki sínu fólki í kokkalandsliðinu til að mynda. Og þessir tveir herramenn, Trausti og Hilmar, eru fremstir meðal jafn- ingja.“ Heimildarmynd um félagið Á hundrað ára afmæli Iðnaðar- mannafélagsins var gefin út saga fé- lagsins. Í tilefni 150 ára afmælisins hefur verið ráðist í gerð heimildar- myndar. „Þetta er eina félagið sem hefur starfað óslitið á Íslandi allan þann tíma og við vildum geta sýnt fram á söguna frá upphafi. Það hef- ur ekki verið auðvelt að nálgast gömul myndbönd en Halldór Árni Sveinsson hefur gert þetta vel og sett saman heilsteypta sögu fram til dagsins í dag. Myndin er ekki fullkláruð enda ætlum við að bæta við myndefni frá nýsveinahátíðinni í ár og hátíðarhöldunum öllum. Við höfum fengið styrki frá atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytinu og Samtökum iðnaðarins og Guð- jón Friðriksson sagnfræðingur hef- ur aðstoðað okkur, en hann þekkir borgina okkar svo vel. Í myndinni verða viðtöl við eldri félaga, til að mynda einn sem var nemandi í gamla Iðnskólanum í Vonarstræti. Við viljum sýna frá fortíðinni eins og hægt er.“ Annað kvöld, að lokinni ný- sveinahátíðinni, verður hátíðar- kvöldverður á Hilton Hótel Nordica. Þar verður í boði fjögurra rétta matseðill sem settur er saman af meðlimum í IMFR. „Allir kokkar og framreiðslumenn á Hilton munu sjá til þess að þessi stund verður ógleymanleg. Ég hvet alla félags- menn og aðra velunnara iðnaðarins til að vera með okkur þetta kvöld,“ segir Elsa. Nokkra athygli á eflaust eftir að vekja að í hátíðarkvöldverðinum verður endurvakin sú hefð að veita gullorðu Iðnaðarmannafélagsins. „Síðasta orða var veitt þegar félag- ið var 100 ára en við fundum mót orðunnar og munum endurvekja þennan sið. Fyrsti maðurinn til að hljóta gullorðu félagsins var Einar Gíslason en hann var fæddur árið 1889. Hann tók sveinspróf í málara- iðn í Kaupmannahöfn og lét mikið að sér kveða í málefnum iðnaðar- manna. Núna munum við verð- launa einstaklinga sem héldu um þetta félag áður fyrr, verndara þess sem héldu hjartanu gangandi.“ Elsa Haraldsdóttir, formaður Iðnaðar- mannafélagsins í Reykjavík, segir að félagið eigi sér fallega og góða sögu. Iðnaðarmannafélagið fagnar 150 ára afmæli um þessar mundir. Mynd | Hari Íslenska ullin er einstök Íslenskt sauðfé hefur gefið Íslendingum skjólmikla ull sem náttúran hefur þróað eftir veðri og vindum í meira en 1000 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.