Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 26
HELGAR BRUNCH Laugardaga og sunnudaga 11.30–14.30 GASTROPUB SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is 2.590 kr. 1.590 kr. 2.390 kr. Glas 1.790 kr. MEGA BRUNCH BLOODY MARY AMERÍSKAR PÖNNUKÖKUR CR’Q MADAME Kanna 1 l 3.990 kr. 26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. febrúar 2017 man til dæmis vel eftir því fyr- ir svona 10 árum þegar ég var að hjóla á opnun á einhverri sýningu í Berlín. Í kringum mig á götunni var auðvitað fullt af fólki að gera sína venjulegu hluti og allt í einu fannst mér að allt þetta fólk væri að verða of seint. Það hlyti að vera á leiðinni á sömu opnun og ég. Ég hugsaði í alvöru: „Af hverju eru ekki allir að flýta sér á opnunina?“ sem var auðvitað fáránleg hugsun í svona stórri borg. Mér fannst eins og allir væru myndlistarmenn og gat ekki skilið að það væru ekki all- ir í þessu. Þetta lýsti því ágætlega hvað maður er rosalega gegnsýrður af þessu umhverfi. Ég þekki eigin- lega bara myndlistarmenn í Berlín og borgin er full af þannig fólki. Myndlistarheimurinn er dálítið eins og stækkuð útgáfa af einhverjum menntaskóla þar sem maður kemst í einhverja klíku, eða ekki, án þess að ég velti því of mikið fyrir mér.“ Húmorinn nauðsyn Verkið sem þeir Ugh og Boogar eru að vinna að fyrir Feneyjar mun heita Out of Controll in Venice og það er ekki laust við að Egill hafi smá áhyggjur af framvindu verks- ins þegar hann er spurður að því við hverju megi búast af tröllunum Ugh og Boogar. „Þeir ætla að bjóða upp á eitthvað sem þeir kalla upp á ensku „soci- al interactive work,“ segir Egill. „Það verður semsagt einhvers kon- ar félagslegt og gagnvirkt listaverk. Þetta hefur valdið mér smá áhyggj- um því að ég gæti trúað að í huga trölla þýði það einfaldlega bara að borða fólk. Þeir Ugh og Boogar læra hratt, eru til dæmis búnir að ná tökum á því að drekka kaffi á kaffihús- um eins og alvöru listamenn, en þetta eru samt auðvitað tröll sem bjuggu í helli á hálendinu áður en við kynntumst. Þar hafa þeir látið ýmislegt hverfa í gegnum árin, til dæmis óþekk börn og villuráfandi ferðamenn. Þeir hafa hæfileika til að breyta sér í hvað sem er, jafnvel í stórar sprungur eða stórar öldur við strendur landsins, og þannig hefur ýmislegt horfið. Nú er svo komið að þeir eru farnir að taka vinnustofuna mína yfir og eru til alls líklegir.“ Það er oft stutt í hómor í verkum Egils Sæbjörnssonar. „Húmorinn Tvíæringurinn í Feneyjum: Fyrsti myndlistartvíæringur- inn í Feneyjum var haldinn árið 1895, en síðar hefur hátíðin verið víkkuð út til fleiri listgreina. Á listsýningarnar kemur í hvert sinn ríflega hálf miljón gesta en fyrirkomulagið skiptist í tvennt. Annars vegar eru þjóðir heims með svokallaða þjóðarskála sem bæði dreifast um borgina og eru líka til staðar á aðalsýningar- svæðinu. Margir þeirra voru sér- staklega byggðir fyrir sýningar viðkomandi þjóðar. Hins vegar er aðalsýningu hátíðarinnar á hverjum tíma stýrt af sýningar- stjóra sem velur á sýningu sína myndlist úr ýmsum heimshorn- um eftir ákveðnu þema eða hugmyndafræði. Að þessu sinni mun franski sýningarstjórinn Christine Macel stýra sýn- ingunni. Ísland hefur tekið þátt í mynd- listartvíæringnum frá árinu 1960 en þá tóku Ásmundur Sveinsson og Kjarval þátt. Frá aldamótum hafa þessir listamenn tekið þátt: 2001 – Finnbogi Pétursson 2003 – Rúrí 2005 – Gabríela Friðriksdóttir 2007 – Steingrímur Eyfjörð 2009 – Ragnar Kjartansson 2011 – Libia Castro og Ólafur Ólafsson 2013 – Katrín Sigurðardóttir 2015 – Christoph Büchel Svona sjá Ugh og Boogar sam- starfsmann sinn Egil Sæbjörns- son sem þeir kynntust 2008. Ugh og Boogar eru svipsterk tröll. Hægt verður að fylgjast með undirbúningi þeirra og ævintýr- um í Feneyjum á Instagram undir heitinu icelandicpavilion. kom eiginlega inn í mína myndlist af illri nauðsyn. Þegar maður var að alast upp í þessu myndlistar- umhverfi hér heima á tíunda ára- tugnum þá var þetta oft bara svo ógeðslega leiðinlegt. Konseptið og minímalsminn voru málið en svo voru þetta líka fordómar í manni, því að auðvitað leyndist húmorinn í verkum margra listamanna inn á milli ef vel var að gáð. Maður bara upplifði þetta svona og mér fannst enginn vera að taka alvöru áhættu, því að þetta var allt svo „vitrænt“ og í höfðinu á listamanninum. Þetta var dálítið eins og að vera í ein- hverjum potti sem sauð í, en lokið var kyrfilega fast á honum. Svo þegar maður varð fyrir góð- um verkum þar sem húmor var notaður skemmtilega þá upplifiði maður hann eiginlega sem mjög róttækan. Mig hefur síðan langað að nota húmorinn í verkum mín- um en hann er samt þannig að fólk annað hvort brosir eða finnst verk- ið alveg glatað. Þannig er húmor og maður tekur bara sénsinn,“ segir Egill Sæbjörnsson. Myndlistartvíæringurinn í Fen- eyjum verður opnaður almenningi 13. maí næstkomandi og stendur til 26. nóvember. Egill Sæbjörnsson er með hugann við Feneyjar þessa dagana. Vinna við þátttöku Íslands á hátíðinni hefur staðið síðan í fyrrasumar, en verkefnið er óðum að taka á sig mynd í huga Egils og samstarfs- manna hans Ugh og Boogar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.