Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 1

Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 1
Fleiri Íslendingar en Rússar og Bretar voru viðskiptavin- ir Mossack Fonseca gegnum Nordea-bankann í Lúxemborg í apríl í fyrra. Starfsmaður ríkis- skattstjóra segir Panamaskjölin hafa hjálpað embættinu við að finna viðskiptavini Nordea-bank- ans. Íslendingar áttu líklega heimsmet í notkun skattaskjólsfé- laga miðað við höfðatölu. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is „Þetta kemur mér eiginlega ekkert á óvart. [….] Við vorum eiginlega alveg sér á parti,“ segir Sigurður Jensson, forstöðumaður eftirlits- sviðs embættis ríkisskattstjóra, aðspurður um þá staðreynd að Íslendingar voru fjölmennastir þjóða í hópi viðskiptavina sænska Nordea-bankans sem stunduðu við- skipti í skattaskjólum í Panama eða í gegnum panamaísku lögmann- stofuna Mossack Fonseca í apríl í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu sem Nordea-bankinn vann í fyrra. Af 161 viðskiptavini Nordea-bank- ans sem stunduðu aflandsviðskipti í Panama eða viðskipti við Mossack Fonseca voru 27 Íslendingar. Næst fjölmennasti hópurinn voru Rúss- ar, 25 talsins, og svo Bretar, 19. Ís- lendingar eru hins vegar eingöngu 330 þúsund talsins á meðan ríflega 143 milljónir manna búa í Rússlandi og rúmlega 65 milljónir í Bretlandi. Tekið skal fram að þetta eru skráð- ir og virkir viðskiptavinir Nordea- bankans í fyrra, fyrir minna en ári síðan, og sýnir þessi staðreynd hversu umsvifamiklir Íslendingar eru enn þegar kemur að viðskipt- um í skattaskjólum. Sigurður, sem sat í nefndinni sem vann skýrsluna um umsvif og eignir Íslendinga á aflandssvæð- um sem gerð var opinber í byrjun janúar, segir að skattayfirvöld á Ís- landi séu vel meðvituð um íslenska viðskiptavini Nordea bankans sem stunda viðskipti í skattaskjólum. Hann segir líka að Panamaskjölin hafi aðstoðað embætti ríkisskatt- stjóra við að finna Íslendinga sem notast við félög í skattaskjólum. Hann undirstrikar hins vegar að ekki allir hafi brotið lög í viðskipt- um sínum. Að mati Sigurðar sýndi skýrslan um viðskipti Íslendinga í skattaskjól- um fram á að aldrei áður hafi eins mikið af viðskiptalífi einnar þjóð- ar verið stýrt úr skattaskjólum eins og á árunum fyrir efnahagshrunið 2008. Upplýsingarnar í Nordea- skýrslunni sýni að þessi umsvif séu ennþá mikil og segir Sigurður að embætti ríkisskattstjóra haldi áfram að vinna úr upplýsingunum um um- svif Íslendinga í skattaskjólum. frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 9. tölublað 8. árgangur Föstudagur 03.02.2017 Mynd | Hari „Við Íslendingar vorum eiginlega alveg sér á parti“ Sigurður Jensson, forstöðumaður eft- irlitssviðs embættis ríkisskattstjóra IKEA PS 2017 línan er komin! © I nt er I K EA S ys te m s B .V . 20 17 Sérblað um Reykjavík Cocktail Weekend fylgir Fréttatímanum www.bar.is R E Y K J A V Í K COCKTAIL W E E K E N D Bjarni sat á skýrslunni og svaraði ekki þingnefnd Skatta- skjólsskýrslan sem kom ekki fram fyrir kosningar 14 34 20 18 Keppir í rúningi á Nýja- Sjálandi Heiða heiða- bóndi hin- um megin á hnettin- um Eintóm vinna og lítil gleði í skólunum Sérfræðingar sammála börnunum Vill helst búa með vinunum Unglingaherbergi Sölva Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík 150 ára Aukablað fylgir Fréttatímanum Mun hagnaðarvon endur- reisa heilbrigðiskerfið? Einkasjúkrahús Klíníkurinnar setur einkavæðingu á dagskrá 8 Fer með tröllum til Feneyja Egill Sæbjörnsson er fulltrúi Íslands á tvíæringnum í Feneyjum 24 KRINGLUNNI ISTORE.IS iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreingaraðili DJI á Íslandi Sérverslun með Apple vörur Phantom 4 Lækkað verð 149.990 kr. Phantom 4 Pro Frá 229.990 kr. Inspire 2 Frá 449.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.