Fréttatíminn - 03.02.2017, Side 1

Fréttatíminn - 03.02.2017, Side 1
Fleiri Íslendingar en Rússar og Bretar voru viðskiptavin- ir Mossack Fonseca gegnum Nordea-bankann í Lúxemborg í apríl í fyrra. Starfsmaður ríkis- skattstjóra segir Panamaskjölin hafa hjálpað embættinu við að finna viðskiptavini Nordea-bank- ans. Íslendingar áttu líklega heimsmet í notkun skattaskjólsfé- laga miðað við höfðatölu. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is „Þetta kemur mér eiginlega ekkert á óvart. [….] Við vorum eiginlega alveg sér á parti,“ segir Sigurður Jensson, forstöðumaður eftirlits- sviðs embættis ríkisskattstjóra, aðspurður um þá staðreynd að Íslendingar voru fjölmennastir þjóða í hópi viðskiptavina sænska Nordea-bankans sem stunduðu við- skipti í skattaskjólum í Panama eða í gegnum panamaísku lögmann- stofuna Mossack Fonseca í apríl í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu sem Nordea-bankinn vann í fyrra. Af 161 viðskiptavini Nordea-bank- ans sem stunduðu aflandsviðskipti í Panama eða viðskipti við Mossack Fonseca voru 27 Íslendingar. Næst fjölmennasti hópurinn voru Rúss- ar, 25 talsins, og svo Bretar, 19. Ís- lendingar eru hins vegar eingöngu 330 þúsund talsins á meðan ríflega 143 milljónir manna búa í Rússlandi og rúmlega 65 milljónir í Bretlandi. Tekið skal fram að þetta eru skráð- ir og virkir viðskiptavinir Nordea- bankans í fyrra, fyrir minna en ári síðan, og sýnir þessi staðreynd hversu umsvifamiklir Íslendingar eru enn þegar kemur að viðskipt- um í skattaskjólum. Sigurður, sem sat í nefndinni sem vann skýrsluna um umsvif og eignir Íslendinga á aflandssvæð- um sem gerð var opinber í byrjun janúar, segir að skattayfirvöld á Ís- landi séu vel meðvituð um íslenska viðskiptavini Nordea bankans sem stunda viðskipti í skattaskjólum. Hann segir líka að Panamaskjölin hafi aðstoðað embætti ríkisskatt- stjóra við að finna Íslendinga sem notast við félög í skattaskjólum. Hann undirstrikar hins vegar að ekki allir hafi brotið lög í viðskipt- um sínum. Að mati Sigurðar sýndi skýrslan um viðskipti Íslendinga í skattaskjól- um fram á að aldrei áður hafi eins mikið af viðskiptalífi einnar þjóð- ar verið stýrt úr skattaskjólum eins og á árunum fyrir efnahagshrunið 2008. Upplýsingarnar í Nordea- skýrslunni sýni að þessi umsvif séu ennþá mikil og segir Sigurður að embætti ríkisskattstjóra haldi áfram að vinna úr upplýsingunum um um- svif Íslendinga í skattaskjólum. frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 9. tölublað 8. árgangur Föstudagur 03.02.2017 Mynd | Hari „Við Íslendingar vorum eiginlega alveg sér á parti“ Sigurður Jensson, forstöðumaður eft- irlitssviðs embættis ríkisskattstjóra IKEA PS 2017 línan er komin! © I nt er I K EA S ys te m s B .V . 20 17 Sérblað um Reykjavík Cocktail Weekend fylgir Fréttatímanum www.bar.is R E Y K J A V Í K COCKTAIL W E E K E N D Bjarni sat á skýrslunni og svaraði ekki þingnefnd Skatta- skjólsskýrslan sem kom ekki fram fyrir kosningar 14 34 20 18 Keppir í rúningi á Nýja- Sjálandi Heiða heiða- bóndi hin- um megin á hnettin- um Eintóm vinna og lítil gleði í skólunum Sérfræðingar sammála börnunum Vill helst búa með vinunum Unglingaherbergi Sölva Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík 150 ára Aukablað fylgir Fréttatímanum Mun hagnaðarvon endur- reisa heilbrigðiskerfið? Einkasjúkrahús Klíníkurinnar setur einkavæðingu á dagskrá 8 Fer með tröllum til Feneyja Egill Sæbjörnsson er fulltrúi Íslands á tvíæringnum í Feneyjum 24 KRINGLUNNI ISTORE.IS iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreingaraðili DJI á Íslandi Sérverslun með Apple vörur Phantom 4 Lækkað verð 149.990 kr. Phantom 4 Pro Frá 229.990 kr. Inspire 2 Frá 449.990 kr.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.