Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 72
Öflugt iðnnám í FB Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti eru stórar iðnnámsdeildir þar sem hægt er að læra húsasmíði, rafvirkjun og snyrtifræði. Frábær aðstaða er í skólanum og afbragðs kennarar. Nemendur í FB láta vel af náminu. Kom aldrei annað en iðnnám til greina Þorgeir Þorsteinsson er 18 ára nemi á rafvirkjabraut. Hann er á sinni fjórðu önn í náminu og er að fara á samning í sumar hjá Arnari rafvirkja í Borgarnesi. Þorgeir er einmitt úr Borgarnesi en býr hjá ömmu sinni í Reykjavík með- an hann er í námi. „Mig langaði að læra eitthvað sem ég gæti farið að vinna við strax eftir menntaskóla. Það kom aldrei neitt annað en iðnnám til greina hjá mér því ég vildi fara strax að vinna,“ segir Þorgeir. „Mér leist vel á rafvirkjun því maður heldur mörgu opnu með því námi. Ég tek stúdentinn með til að fjölga möguleikunum,“ segir hann. Hvernig kanntu við námið í FB? „Þetta er alger snilld hér í Fjölbraut. Geggjað gaman. Aðstaðan er líka hundrað prósent, það er ekki hægt að kvarta undan því.“ Myndir | Hari Unnið í samstarfi við FB Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er staðsettur miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Stutt er að fara í skól- ann úr Kópavogi, Grafarvogi og Breiðholtinu. Við hliðina á skólan- um er stórt íþróttahús, sundlaug og nýjasta og best búna heilsu- ræktarstöð landsins. Félagslífið er í mikilli sókn og námsúrval mjög fjölbreytt, en alls eru 15 náms- brautir í skólanum. Fjölbreytileik- inn gefur nemendum einnig frelsi til að raða náminu saman að eigin vali. Í skólanum eru stórar iðnnáms- deildir. Þar er hægt að læra húsa- smíði, rafvirkjun og snyrtifræði. Aðstaða til kennslu í húsasmíði er að margra mati sú besta á landinu, stór verknámsskemma við Hraun- berg. Rafvirkjadeildin er mjög stór og öflug. Í FB er eina snyrtibraut landsins. Auk þess að kenna húsa- smíði og rafvirkjun í dagskóla, er sama nám kennt fullorðnum í Kvöldskóla FB. Í kvöldskólanum stunda álíka margir nám og í dag- skólanum í húsasmíði og rafvirkj- un. Það hentar mörgum fullorðn- um að vinna fullan vinnudag og koma síðan á kvöldin og taka tíma og vinna sér þannig smám saman inn starfsréttindi í faginu. Skólinn hefur yfir að ráða afbragðs góðum kennurum. Það ríkir mikil nánd í skólanum, samskipti eru vingjarnleg og vel haldið utan um nýnema. Það er mikill sköpunarkraftur í skólan- um, þar er Fablab Reykjavíkur og kjörinn staður til að tengja saman verknám og bóknám. Veittur er góður námsstuðningur og þess gætt að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir. Áhersla á símat og verkefnavinnu frekar en lokapróf. Verknámsnemendum FB gefst kostur á að sækja um að taka hluta af námi sínu erlendis með styrk frá Erasmus+ menntaáætlun ESB. Skólinn fékk nýlega vottun fyrir náms- og þjálfunarverkefnum í starfsmenntun. „Ég hef alltaf haft áhuga á faginu. Mér fannst tími kominn til að fara í skóla aftur og ákvað að drífa mig. Það var kominn tími á það,“ segir Ragnheiður þegar hún er spurð af hverju hún hóf nám á snyrtifræði- braut FB. Hvað tekur við eftir útskrift í vor? „Ég er að vinna á Snyrtistofunni Ágústu, er að taka samninginn þar, og fer í fullt starf í vor. Það þarf að taka tíu mánuði á snyrtistofu til að geta tekið sveinspróf.“ Er sveinsprófið mikilvægur áfangi? „Já, ég hugsaði með mér að fyrst ég væri að vinna við þetta ætti ég að taka það strax. Að taka þetta bara alla leið og fá mín réttindi. Það get- ur verið mikilvægt seinna meir. Það yrði eflaust erfiðara að taka það eftir einhvern tíma. Maður er líka ekki lög- legur snyrtifræðingur nema að taka sveinspróf. Mér finnst þetta mikil- vægt,“ segir Ragnheiður sem kveðst mögulega ætla að taka meistarapróf síðar. Hvernig hefur þér líkað námið í FB? „Alveg rosalega vel. Við erum mjög nánar allar stelpurnar í mínum bekk. Við erum sér deild innan skólans og höldum mikið hópinn. Kennararnir hérna eru líka mjög flottir.“ „Ég hætti í menntaskóla árið 2012 og fór út á vinnumarkaðinn. Ég fór að vinna við smíðar og fílaði mig rosalega vel í byggingabransanum. Þess vegna ákvað ég að gera þetta „official“ hérna í FB,“ segir hann. Darri er í fullu námi en kveðst reyna að vinna um helgar í byggingarvinnu til að hafa eitthvað á milli handanna. Hann býst við að ljúka náminu á fimm önnum og þá lýkur hann einnig stúdentsprófi enda fær hann eitthvað metið frá námi sem hann hafði áður lokið. „Í framtíðinni langar mig svolítið að fara í verkfræði, það væri gott að hafa hana líka. En svo vil ég líka vinna við almenna uppstillingu húsa.“ Darri lætur vel af náminu í FB. „Þetta er mjög skemmtilegt og þægilegt hérna. Mjög kósí. Aðstað- an er frábær og kennararnir allir snillingar.“ Nú er sífellt verið að tala um að allir fari í bóknám en of fáir stundi iðnnám. Hvernig horfir þetta við þér? „Það virðast allir vera að læra að verða viðskiptafræðingar eða lögfræðingar. En ef þú lest leikinn eru klárlega meiri atvinnutækifæri í þessum bransa. Svo er ekkert mál að flytja til útlanda ef þú ert titlaður smiður. Það er eiginlega allt of mikil atvinna hér og vantar fleiri gæja. Það er alla vega mikið framboð af vinnu og það er bara snilld.“ Fannst mikilvægt að ná sér í sveinspróf Ragnheiður Ólafsdóttir er 28 ára nemi á snyrtibraut. Hún er á síðustu önn sinni í náminu og útskrifast í vor. Mikil atvinnutækifæri í byggingabransanum Darri Már Grétarsson er 23 ára nemi á húsasmíðabraut. Hann er á sinni þriðju önn í náminu og kann því afar vel. 24 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017IMFR 150 ÁRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.