Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 24
NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI 4BLS Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is 24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. febrúar 2017 Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Egill Sæbjörnsson er hress í bragði á mildum rign-ingarmorgni í Reykjavík. Hann er með barðastór-an hatt og yfir sterkum kaffibolla í miðborginni segist hann spenntur fyrir vorinu og þátttök- unni á myndlistarhátíðinni í Feneyj- um. „Já, ég hef það bara gott. Þetta leggst vel í mig og ég hef bara sjald- an verið betri,“ segir hann og hlær. Það eru fimm mánuðir til stefnu fram að opnun í Feneyjum og í nógu er að snúast. Það var síðasta sumar sem til- kynnt var að Egill færi með list sína til Feneyja og yrði fulltrúi Íslands þar í borg. „Þetta er auðvitað búinn að vera mjög spennandi tími síðan þá. Maður sveiflast dálítið fram og tilbaka í þessu og á tímabili missti ég til dæmis alveg sambandið við tröllin. Svo kom það bara aftur.“ Fulltrúarnir Já, hér er rétt að spyrja nánar – hvað tröll eru þetta eiginlega sem Egill talar um? „Jú, sko, þetta eru tveir vinir mínir. Tröll sem ég kynntist fyrir mörgum árum, ætli það hafi ekki verið svona 2008. Svo fyrir stuttu þá vildu þeir líka fara að gera svona listadót og verða listamenn. Þeir urðu forvitnir um það hvað það væri að gera svona sýningar og á tímabili stefndi í það að þeir gerðu sýningu í i8, galleríinu mínu hérna í Reykjavík. Þeir voru byrjað- ir að vinna þá sýningu og ég var að hjálpa þeim með það. Úr því varð samt ekkert en þegar þeir fréttu að ég væri að fara til Feneyja þá urðu þeir rosalega spenntir. Þetta endaði semsagt með því að ég ákvað bara að senda þá og þeir verða þannig séð fulltrúar íslensku þjóðarinnar í Feneyjum í vor.“ En hvernig kynnist maður tröll- um? „Kannski dálítið eins og rithöf- undur kynnist söguhetjum sínum,“ Tröllin hirða myndlistina Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður undirbýr nú sýningu á Feneyjatvíæringnum í vor þar sem hann tekur að sér framlag Íslands á þessari miklu myndlistarsamkomu. Reyndar má segja að Egill sé í raun einhvers konar verkstjóri yfir sýningunni og þeir Ugh og Boogar muni taka að sér sjálfa listina. Það sem meira er: Ugh og Boogar eru tröll. segir Egill og kímir. „Rithöfundur getur þannig skrifað um einhverja miðaldra konu í Kópavogi og þá verður hún bara til, pússlast saman úr alls konar brotum. Þannig urðu tröllin líka til. Þau byrjuðu eignlega með verstu klisju í heimi sem eru norsku tröllin, þessi ljótu með stóru nefin, sem fóru að vekja athygli mína fyrir bráðum tíu árum. Þessi tröll fóru svo mikið í taugarnar á mér og mér fannst þetta það ljótasta sem til var, en samt fór ég að hafa áhuga á þessum heimi tröllanna og ætlaði að vinna eitthvað með þessi „túristatröll.“ Svo bara urðu þeir til: Ugh og Boogar. Núna koma þeir til mín og segja mér hvernig nýja verk- ið fyrir Feneyjar á að vera.“ Leikrit Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kynjaverur skjóta upp kolli í mynd- list Egils. Alls kyns furðulegir karakterar hafa til dæmis sungið hástöfum í nokkrum myndbands- verka hans í gegnum tíðina. Tón- listin á mikið í Agli og svo verður einnig nú. Verkið í Feneyjum verður innsetning en ýmislegt fleira hangir á spýtunni. „Það verður alls konar í kringum þetta. Við gefum út bók, svo geri ég plötu sem kemur út í tengslum við sýninguna og ásamt Eygló Lárusdóttur er ég líka að gera fatalínu.“ Sýningin í Feneyjum verður sett upp í gömlu íshúsi í borginni, sem er á eyju stutt frá miðborginni, þangað er um 5 mínútna sigling. Þar verður kaffihús á meðan á sýningu Egils og tröllanna tveggja stendur. „Ég er hæst ánægður með rýmið fyrir sýninguna,“ segir Egill. „Það er dálítið gróft, þarna er sjö metra lofthæð og ég hlakka til að koma sýningunni fyrir. Við undirbún- inginn er ég búinn að fara þrisvar til Feneyja, það er auðvelt að skjót- ast þangað frá Berlín þar sem ég bý og þetta er allt að taka á sig betri mynd.“ Að vera sannur En hvernig er það að fá þetta verk- efni, að eiga að bjóða fram mynd- list í Feneyjum sem fulltrúi Íslands? Agli Sæbjörnssyni finnst það ekkert sérstaklega flókið. „Ef ég væri að senda einhvern svona listamann til útlanda til þess að koma fram fyrir mig, þá myndi ég vilja að hann væri eins og hann er. Ég myndi ekki vilja að hann breytti sér eða setti sig í einhverj- ar sérstakar stellingar eða tæki sér eitthvað ákveðið efni fyrir hendur. Þannig að ég kem bara til dyranna eins og ég er klæddur. Samt gerir maður sér grein fyrir því að þetta er sérstakt verkefni vegna þessarar tengingar við þjóðina. Þetta er líka góð kynning fyrir mig að vera með verk þarna í Feneyjum, þangað sem allur listheimurinn kemur.“ Síðasta framlag Ísland á tvíær- inginn í Feneyjum 2015 var meira en lítið umdeilt. Mosku Christophs Büchel í borginni var lokað eft- ir aðeins nokkra daga og almenn- ingi ekki hleypt inn að sjá um- breytingu listamannsins á gamalli afhelgaðri kirkju yfir í bænahús mú- hameðstrúarmanna. „Moskan var að mínu áliti mjög gott verk,“ segir Egill. „Og það mun áfram vera talið sterkt listaverk og pólitískur gjörn- ingur. Þátttaka í Feneyjum getur skipt listamenn miklu máli, það sér maður til dæmis á því hvernig Ragnar Kjartansson spilaði úr tæki- færinu sem hann fékk þarna úti árið 2009 með verkinu The End,“ seg- ir Egill sem samt vill ekki hugsa of langt fram í tíman hvað þetta varð- ar. Ekki allir í listaheiminum? Frá því skömmu fyrir aldamót hefur Egill unnið í alþjóðlegum myndlist- arheimi, en einn af brennipunktum þess heims er vitanlega í Berlín það- an sem hann gerir út. Þessi heimur er lokað mengi sem teygir sig samt yfir lönd og höf, tengsl skipta miklu máli og fyrir marga, sem utan standa, virkar heimur samtímalist- arinnar nokkuð óskiljanlegur. “Ég þekki náttúrulega ekki neitt annað,“ segir Egill þegar hann er spurður út í þennan heim. „Ég „Ef ég væri að senda einhvern svona listamann til útlanda til þess að koma fram fyrir mig, þá myndi ég vilja að hann væri eins og hann er,“ segir Egill Sæbjörnsson. Myndir | Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.