Fréttatíminn - 03.02.2017, Page 40

Fréttatíminn - 03.02.2017, Page 40
Gott að horfa Það er fátt betra en að hlamma sér fyrir framan sjónvarpið á föstudags­ kvöldi og láta þreytuna líða úr sér eftir vinnuvikuna. RÚV býður upp á Norræna bíódaga um helgina og í kvöld verða sýndar tvær áhugaverð­ ar kvikmyndir sem vert er að horfa á. Þú þarft ekki einu sinni að standa upp því þær eru hvor á eftir annarri. Gott að borða Í byrjun ársins snýst allt um að borða hollan mat og rækta líkamann. Þetta getur verið erfitt fyrir sælkera sem þykir gott að leyfa sér aðeins um helgar. En það er vel hægt að gera hollari útgáfur af hinum hefðbundna helgarmat. Prófaðu að gera föstudags­ pítsuna með blómkálsbotni og borðaðu án samviskubits. Gott að njóta Njóttu þess að sjá birt­ una aukast með hverj­ um deginum sem við færumst nær vorinu. Þú hefur kannski ekki tek­ ið eftir því en það er strax orðið miklu bjartara en var í lok desember. Líttu til himins á leið heim úr vinnunni og sjáðu hvað það er ennþá bjart. GOTT Á FÖSTU DEGI Með eða á móti… Meistaramánuði Nafn Xxxxx: xxxx Xxxxx: xxxxxxxxxx Xxxxx: xxxxxx Selma Ragnarsdóttir Mér finnst meistaramánuður mjög gott mál en ég er með mitt eigið markmiðakerfi. Fær marga til að setja sér markmið og vinna að þeim. Finnst líka kostur að þetta sé í febrúar en ekki janúar. Gëzim Haziri Mér finnst hann byggja á hóp- þrýstingi. Ég myndi kannski taka þátt í átaki til þess hætta að borða nammi, en ég geri það senni- lega ekki fyrr en í mars. Fríða Hjartardóttir Mér finnst þetta bara flott átak sem þarf ekkert að snúast um heilsu. Þetta getur til dæmis snúist um að vera duglegri að heimsækja foreldra sína. Ég er samt bara með eitt markmið í mánuðinum og það er að ná mér í löppinni eftir fótbrot.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.