Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. febrúar 2017
Silkimjúkt og ljúffengt „poached“ egg er tilvalið ofan á brauð.
Nýjasta æðið í morgunmat hér á
landi er svokallað „poached“ egg,
en er það er algjörlega að velta
ristuðu brauði með avókadó úr
sessi, sem hinn eiginlegi hátísku
morgunverður. Það má eiginlega
segja að „poached“ egg sé avókadó
ársins 2017. Það er reyndar ekkert
því til fyrirstöðu að þetta sé allt
borðað saman, eggið, avókadó-
ið og brauðið. En það er ákveðin
kúnst að ná egginu rétt elduðu og
með útlitið í lagi.
Galdurinn er að fylla pott með
vatni að ⅔ og láta það sjóða.
Lækka svo hitann þannig að rétt
kraumi í vatninu þegar eggið er
sett ofan í. Brjóttu eggið í desilítra-
mál og leggðu það varlega ofan
í pottinn eftir að hafa bætt smá
ediki útí og hrært þannig að hvirf-
ilbylur myndist. Eggið er soðið í
um fjórar mínútur og svo veitt upp
úr og þerrað. Saltað, piprað og
borðað.
Heitasti morgunmaturinn
Kúnstin að elda „poached“ egg með fagurfræði
í fyrirrúmi.
Bryndís Silja Pálmadóttir
bryndis@frettatiminn.is
Í ljósi sögunnar
Vera Illugadóttir hefur komið
þessum fræðandi útvarpsþætti
á kortið. Þættirnir fara í loftið
á föstudagsmorgnum, en þá er
einnig hægt að finna á vefsíðu
Ríkisútvarpsins. Vera tínir hér
upp þætti úr sögunni sem eru í
brennidepli og rekur söguna aftur
á bak á lifandi máta.
The Guilty Feminist
Hér er að finna samræður hinnar
sprenghlægilegu Deborah
Frances-White og hinna ýmsu
gesta hennar er þau ræða um efni
sem „allir 21. aldar femínistar eru
sammála um.“ Létt og einlægt
hlaðvarp fyrir nútímafólk.
My Dad Wrote a Porno
Nafnið segir sig kannski sjálft.
Pabbi Jamie Morton ákvað einn
daginn að skrifa erótíska ástar-
sögu. Í þessu létta og skemmti-
lega hlaðvarpi fjallar Morton um
ákvörðun föður síns og les upp úr
sögunni fyrir vini og hlustendur.
Þægilegt að hlusta á fyrir svefn-
inn, en bara fyrir fullorðna.
Englaryk
Við minnum aftur á hið íslenska
Englaryk með þeim Hönnu og
Dröfn. Dröfn er búsett í Kaliforníu
og Hanna á Íslandi. Þar ræða þær
stöllur helsta slúðr-
ið í Hollywood-
heiminum í bland
við daglegt líf. Létt
og skemmtilegt
fyrir þá sem hafa
áhuga á dægurlíf-
inu.
Hlaðvörp helgarinnar
Í skammdeginu er gott að hlusta á mjúka tóna
eða fræðandi efni á meðan arkað er í gegnum
storminn. Þá eru hlaðvörp tilvalin. Hér eru
nokkrar uppástungur af fræðandi og léttum
hlaðvörpum fyrir helgina.
Bryndís Silja Pálmadóttir
bryndis@frettatiminn.is
Hér á landi er ekki óal-gengt að fólk sinni fleiri en einu starfi í einu enda hefur fjölhæfni löngum þótt kostur.
Hver er ástæðan fyrir því að fólk
tekur að sér mörg verkefni í einu? Er
það til að ná endum saman eða til
að mæta kröfum atvinnulífsins um
skrautlega ferilskrá?
Valgerður Anna Einarsdóttir er
öflugur 24 ára háskólanemi sem
nýlega var ráðin dagskrár- og við-
burðastjóri Stúdentakjallarans.
Valgerður, eða Vala, hefur verið
áberandi í háskólalífinu frá því að
hún hóf þar nám árið 2013. Þessa
dagana er Vala á sinni síðustu önn í
viðskiptafræði við Háskóla Íslands.
Auk þess hefur hún nóg annað fyrir
stafni, er í þremur vinnum og hefur
lengi virk í stúdentapólitík.
„Ég hef náð að „jöggla“ þessu
ágætlega, en ég væri ekki á lífi ef ég
ætti ekki dagbók,“ segir Vala hlæj-
andi. Viðskiptafræðin nýtist bæði í
námi og starfi, enda er hún vel með-
vituð um framgang starfsferilsins.
„Stundum hugsa ég mikið um fram-
tíðina, hvað kemur næst og hvað ég
vil gera.“
Vala hefur sterkar skoðanir á
vinnu með skóla, sem henni þykir
skipta miklu máli. „Mér finnst eig-
inlega fáránlegt að vera bara í námi,
vinna aldrei og kunna ekkert á at-
„Múltítaskarinn“
Enginn tími fyrir Tinder-deit
Valgerður Anna
Einarsdóttir er í þrem-
ur vinnum og stundar
nám í viðskiptafræði
við Háskóla Íslands.
Auk þess er hún virk í
félagslífinu. Þess vegna
hefur hún lítinn tíma
fyrir stefnumót.
Valgerði Önnu
líður best þegar hún
hefur nóg að gera.
Þess vegna er
hún í þremur
vinnum og
námi.
Mynd | Hari
My Dad Wrote a Porno.Englaryk.
Í ljósi sögunnar. The Guilty Feminist.
vinnulífið. Ef þú ferð bara úr einum
skóla í annan, hvað ertu þá búin
að læra?“ En Vala er ekki einung-
is á hraðleið að næla sér í gráðu í
viðskiptafræði heldur er hún einnig
með diplóma í förðunarfræði. „Ég
var komin með skólaleiða og ákvað
að fara í kvöldskóla í förðunarfræði
með viðskiptafræðinni. Ég fann
fljótt að ég vildi ekki vinna við þetta.
Námið var því bara fyrir mig,“ segir
Vala sem nýtur þess að farða sig.
Vala tók sér árshlé haustið 2015
og hélt til Ástralíu í skiptinám. Þar
fannst henni annað andrúmsloft
en heima. „Maður verður gamall
snemma hérna,“ segir Vala íhugul.
„Þar ver fólk frekar tvítugsárunum í
að fíflast.“ Að mati Völu eru kostirn-
ir fleiri en gallarnir við það að vera
stöðugt með alla bolta á lofti. Hún
segir þó lítinn tíma vera fyrir djam-
mið eða stráka. „Þegar maður hefur
svona mikið að gera, verður eitthvað
að mæta afgangi. En maður reynir
að lyfta sér upp annað slagið!“