Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 58
Rúmlega 150 námskeið á hverri önn
Öflug náms- og starfsráðgjöf og fjölbreytt námskeið hjá IÐUNNI fræðslusetri.
Unnið í samstarfi við
IÐUNA fræðslusetur
IÐAN fræðslusetur varð til fyrir ellefu árum við samruna fimm fræðslumiðstöðva í iðnaði og ferðaþjónustu. Kjarnastarfsemi
IÐUNNAR er símenntun í bíliðn-
greinum, bygginga- og mannvirkja-
greinum, málm- og véltæknigrein-
um, upplýsinga-, prent- og
fjölmiðlagreinum og mat-
væla- og veitingagreinum.
Auk símenntunar veitir
IÐAN fjölbreytta aðra
þjónustu.
Eigendur IÐUNN-
AR eru Samtök iðnað-
arins, Samiðn, Matvís,
Grafía, FIT, VM, Bílgreina-
sambandið, Samtök ferða-
þjónustunnar og Meistarafélag
húsasmiða. „Við höldum rúmlega
150 námskeið á hverri önn og eru
þátttakendur um 3.500 á hverju ári.
Framboð námskeiða auglýsum við á
vefnum okkar www.idan.is auk þess
að gefa út veglegan námsvísi sem
borinn er út til félagsmanna tvisvar
á ári,“ segir Hildur Elín Vignir, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins.
„IÐAN fræðslusetur býður fyrir-
tækjum jafnframt upp á sérsniðin
námskeið og fyrirtækjastyrki til
þeirra sem greiða endurmenntun-
argjöld til IÐUNNAR. Fyrirtækj-
um í iðnaði stendur einnig til boða
þátttaka í verkefninu Fræðslustjóri
að láni með milligöngu IÐUNNAR,
en í því felst að ráðgjafi vinnur náið
með fyrirtæki að greiningu fræðslu-
þarfa og mótar fræðsluáætlun sem
er sérsniðin að þörfum þess.“ Hafa
fjölmörg fyrirtæki nýtt sér þennan
kost til að efla starfsemina.
Öflug náms- og starfsráðgjöf
„Hjá IÐUNNI starfa fjórir náms-
og starfsráðgjafar og má sækja til
þeirra margvíslega ráðgjöf, svo sem
einstaklingsviðtöl og aðstoð við
ferilskráagerð. Náms- og starfs-
ráðgjafar IÐUNNAR hafa einnig
umsjón með raunfærnimati fyrir
fjölda iðngreina. Raunfærnimat
er viðurkennd aðferð til að meta
færni og þekkingu sem öðlast
má á vinnumarkaði og getur
þátttaka í raunfærnimati
mögulega stytt nám
og reynist oft hvatn-
ing til að ljúka námi.
Þá sér IÐAN um mat á
erlendri starfsmenntun
og starfsreynslu í löggild-
um iðngreinum öðrum en
rafiðngreinum samkvæmt
samningi við mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið.“
Námskeið af öllum
stærðum og gerðum
„Námskeið IÐUNNAR fræðslu-
seturs eru af öllum stærðum og
gerðum allt eftir eðli og aðstæðum
hverju sinni. Námskeiðahaldið og
framboð námskeiða þróast í takt
við tímann enda verðum við að
sjálfsögðu bregðast við þegar ný
tækni eða nýjar aðferðar ryðja sér
til rúms. Undanfarið höfum við til að
mynda lagt áherslu á frekari þróun
á námskeiðahaldinu með áherslu á
rafrænt námsefni, myndskeið, upp-
lýsingatækni í námi og kennslu og
fjarnám.“
Ásamt fræðslustarfsemi er
IÐAN með stór verkefni í gangi.
„Við höldum utan um framkvæmd
sveinsprófa í fjölmörgum iðngrein-
um og sjáum um verkefnastjórn á
löggildingarmati í mörgum iðn-
greinum. Þessi verkefni eru unnin í
tengslum við þjónustusamninga við
mennta- og menningarmálaráðu-
neytið. IÐAN tekur einnig þátt í fjöl-
breyttum innlendum og erlendum
þróunarverkefnum og hefur gert í
gegnum tíðina,“ segir Hildur Elín.
„IÐAN fræðslusetur er til húsa að
Vatnagörðum 20 þar sem við höfum
upp á að bjóða framúrskarandi að-
stöðu til námskeiðahalds, fullbú-
ið bifreiðaverkstæði og sérstaka
aðstöðu til kennslu og þjálfunar í
málmsuðu. Við höfum einnig full-
búna kennslustofu í tölvugreinum.“
IÐAN er vottaður kennsluaðili
fyrir Autodesk-hugbúnað og hefur
hlotið EQM gæðavottunina, sem
er staðfesting á því að námskeið
IÐUNNAR fræðsluseturs standast
evrópskar kröfur um gæði fræðslu-
aðila.
IÐAN fræðslusetur býður upp
á námskeið af öllum stærðum
og gerðum. Um 3.500 manns
taka þátt á ári hverju.
Hildur Elín Vignir
10 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017IMFR 150 ÁRA