Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. febrúar 2017 Sölvi Guðmundsson væri til í að búa í Vesturbæ en af því að það er of dýrt stefnir hann á Nesið eða Skerjafjörð. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Ég sé miklu betur um herberg- ið mitt en flestir strákar á mínum aldri. Mér finnst gaman að mála og breyta um liti og svo setti ég panel á þennan vegg um daginn með hjálp frá afa mínum,“ segir Sölvi og bendir á panelvegginn sem er að hálfu hulinn á bak við bóka- skáp. Herbergið er ekki stórt en þó hefur Sölva tekist á undraverð- an hátt að koma fyrir ótal bókum með því að setja hillur hér og þar um herbergið, undir súð og fyrir ofan gluggana og hurðina. „Mér finnst mjög gaman að lesa, sér- staklega ævintýrabækur og eyði miklum tíma hér í lestur. Eldri systkini mín lesa líka mjög mikið og þau henda í mig öllum gömlu bókunum sínum,“ segir Sölvi. Herbergið er uppi í risi í reisu- legu húsi í Norðurmýrinni þar sem Sölvi býr með foreldrum sínum og fimm systkinum. Hann segist vera mjög hrifinn af hverfinu, enda sé það mitt á milli Menntaskólans við Hamrahlíð, þar sem hann er á fyrsta ári, og miðbæjarins. Hann segist ætla að búa á svipuðum slóðum þegar hann verði eldri en fyrst ætli hann að búa með bestu vinum sínum. Ætlar að búa með bestu vinum sínum Sölva hefur tekist á undraverðan hátt að koma fyrir ótal bókum með því að setja hillur hér og þar um herbergið, undir súð og fyrir ofan gluggana og hurðina. Mynd | Hari „Það er lengi búið að vera plan hjá mér og þremur vinum mínum að búa saman eftir menntaskóla, þegar við förum í framhaldsnám. Við erum frekar nánir svo við þurfum ekkert stórt pláss, tveggja herbergja íbúð verður alveg nóg. Okkur langar að vera í Vesturbæn- um en af því að það er orðið svo dýrt svæði þá ætlum við að reyna að finna eitthvað í Skerjafirði eða úti á Nesi. Okkur langar að vera í göngufæri við skólana og miðbæ- inn því við ætlum ekki að eiga bíl. Það er allt of dýrt að vera á bíl en við erum allir byrjaðir að spara fyrir leigunni. Þetta er búið að vera plan í svo mörg ár.“ En verður ekkert þröngt um ykkur fjóra með tvö svefnher- bergi? „Nei, nei. Við erum búnir að plana þetta allt og ef einhver kem- ur heim með stelpu þá fara hinir bara í keilu eða eitthvað og svo þarf hann að gera eitthvað fyrir hina í staðinn, eins og að sjá um uppvaskið.“ Og ertu búinn að ákveða hvað þig langar að læra? „Nei, ekki alveg.“ Unglingaherbergið SJÓNMÆLINGAR Tímapantanir: Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.