Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 1

Fréttatíminn - 17.02.2017, Blaðsíða 1
Lögregla telur að Thomas Møller Olsen hafi reynt að hafa áhrif á framburð Nicolaj Olsen um hvarfið á Birnu Brjánsdóttur, með því að ljúga að honum hvað gerðist nóttina örlagaríku. Thomas sagði Nicolaj að tvær stelpur hefðu verið í bílnum. Þó Nicolaj sé talinn trúverðugur í yfirheyrslum hefur lögregla ekki útilokað að hann hafi átt þátt í að brjóta gegn Birnu. Thomas verð- ur áfram í gæsluvarðhaldi. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Þegar Polar Nanoq hafði siglt frá Hafnarfjarðarhöfn, laugardags- kvöldið 14. janúar eftir að Birna Brjánsdóttir hvarf, ræddi Thom- as Møller Olsen við Nicolaj Olsen um hvað hafði gerst. Nicolaj hefur ávallt borið við minnisleysi vegna mikillar ölvunar nóttina sem Birna hvarf. Vitni hafa staðfest hve ölvað- ur Nicolaj var og það sést greinilega á myndbandsupptöku frá höfninni. Samkvæmt heimildum Frétta- tímans gaf Thomas sig á tal við Nicolaj um borð og lét eins og tvær stelpur hefðu verið með þeim í rauðu Kia Rio bifreiðinni. Lögregla telur að Thomas hafi með margvís- legum hætti reynt að hafa áhrif á minni og framburð Nicolaj með því að bera í hann ósannindi um það sem átti að hafa gerst. Ekki er talið að aðrir en Birna hafi verið með þeim í bílnum. Nicolaj mun hafa greint frá því í fyrstu yfirheyrslunum að hann héldi að tvær stelpur hefðu ver- ið í bílnum. Eftir nokkurn tíma í gæsluvarðhaldi sagðist hann hafa áttað sig á því að hann minntist þess ekki að hafa séð tvær stelp- ur og greindi lögreglu frá því að þær upplýsingar hefði hann frá Thomasi. Lögregla telur að annar skip- verjanna eða báðir hafi brotið á Birnu Brjánsdóttur áður en hún var myrt. Ekki er vitað hvort það hafi gerst áður en Nicolaj yfirgaf bílinn og Thomas varð einn eftir með Birnu. Þó Thomas sé grunað- ur um að hafa ráðið henni bana, er ekki hægt að útiloka að Nicolaj hafi verið í bílnum og jafnvel átt þátt í að veitast að henni. Þess vegna er Nicolaj ekki alveg laus allra mála, þó hann sé ekki lengur í haldi. Ekki er talið að Nicolaj geti veitt frekari upplýsingar sem varpa ljósi á atburðarásina. Héraðsdómur Reykjaness fram- lengdi í gær gæsluvarðhald yfir Thomasi um tvær vikur. Úrskurð- urinn verður kærður til Hæsta- réttar. frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 13. tölublað 8. árgangur Föstudagur 17.02.2017 Rekstrarfélag Hrafnistu, Naustavör ehf., er gert að endurgreiða sjö eldri borgurum á Hrafnistu í Kópavogi samtals 1,3 milljónir króna, með dráttarvöxtum, vegna hússjóðs sem stóð meðal annars straum af skrifstofukostnaði, púttvelli og eftirlitskerfum í sameign. Frá vinstri, Guðlaug Gunnarsdóttir, Halldór Gíslason, Hörður Guðmundson og Jón G. Þórðarson. Mynd | Hari Thomas plantaði lygum í Nicolaj 14 36 24 KRINGLUNNI ISTORE.IS iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreingaraðili DJI á Íslandi Sérverslun með Apple vörur Phantom 4 Lækkað verð 149.990 kr. Phantom 4 Pro Frá 229.990 kr. Inspire 2 Frá 449.990 kr. © I nt er I K EA S ys te m s B .V . 20 17 100.000,- Taktu þátt í fermingar- leik IKEA Þú getur unnið vörur fyrir allt að Sjá nánar á www.IKEA.is ÖSKUDAGSBÚNINGAR Faxafeni 11 | sími 534 0534 Finndu okkur á Lífið leikur við íslenskan sjónvarpsstjóra á Papúa Nýju-Gíneu Ævintýri Eggerts Gunnarssonar Eftir sjö ára baráttu við Hrafnistu höfðu íbúar loks betur fyrir dómstólum. Hrafnista ofrukkaði íbúa Píparinn Svanborg Vilbergs- dóttir Kann vel við sig í skítnum Skemmtilegustu biðraðir landsins Fjölmiðlahrun í kjölfar efnahagshruns Nú taka sérhagsmunirnir við Rassían gegn Mossack Fonseca Rannsóknir á Íslandi 8 12

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.