Fréttatíminn - 17.02.2017, Síða 16

Fréttatíminn - 17.02.2017, Síða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017 um. Þetta var eitthvað svo ótrú- legt og mér fannst frekar ólíklegt að af þessu yrði, sérstaklega vegna staðsetningarinnar.“ Takmarkað rafmagn En það varð úr að Eggert var ráðinn og í dag vinnur hann fyrir írska fyr- irtækið Digicel sem rekur sjónvarps- stöðina sem hann stjórnar. „Digicel er fjölmiðlunarfyrirtæki sem setur sína starfsemi upp inni á mörkuðum sem eru að verða til. Þegar þeir komu hingað fyrr níu árum var mjög takmörkuð síma- notkun í landinu, einhverjar land- línur en mjög takmarkað samband og farsíma- og netnotkun var nánast engin. Stór hluti íbúa hér býr í dreif- býli með lítinn aðgang að nútíma- tækni en Digicel hefur umturnað því og þar af leiðandi umturnað þjóðfé- laginu. Núna getum við endurvarp- að 36 stöðvum út um allt land og hver sá sem hefur rafmagn og get- ur keypt af okkur gervihnattadisk nær í merkið okkar, en rafmagn er Eggert býr í höfuðborginni Port Moresby, sem er að hraðri leið til nútímans. Ein sjónvarpsstöð er rekin af ríkinu og nást sendingar hennar í höfuðborginni og öðrum stórum þéttbýliskjörnum. Digicel, sjónvarpsstöðin sem Eggert stjórnar er einkarekin og nær til allra sem hafa gervihnattadisk. ekki allra, þótt flestir í þéttbýli séu með það.“ „Það er fátækt hérna en hún er pínulítið öðruvísi hér en annars- staðar í heiminum, því hér eiga allir garða. Fjölskyldur eru iðulega alveg sjálfbærar með mat svo það fer lítill peningur í matarinnkaup. Fólk not- ar aðallega þá litlu peninga sem það á í að kaupa lúxus eins og hrísgrjón og annað matarkyns sem er ekki partur af þeirra mataræði en er að koma til landsins núna. Og svo not- ar fólk peninga til að kaupa sér síma og inneign í hann, og jafnvel gervi- hnattadisk. Það eru í raun ekki mikl- ir peningar í hagkerfinu hérna og því miður hafa ekki allir tækifæri til að læra eða komast eitthvað áfram.“ Fallegur en skrítinn staður „Þetta er mjög skrítinn staður að vera á. Landið er ofboðslega fallegt, hálfgerð paradís, en þar sem ég bý, í höfuðborginni Port Morisby, er líka mjög há glæpatíðni vegna mikillar fátæktar. Landið er ekki strjábýlt en það er mjög harðbýlt, það er mikið af fjöllum hérna og miklar fjarlægð- ir. Það er ekki búið að leggja hér vegi svo höfuðborgin tengist ekki öðrum þéttbýliskjörnum, hér þarf að fljúga á milli staða. Svo getur hitinn hér verið gífurlegur og merkilegt að venjast því, komandi frá Íslandi,“ segir Eggert en veðurfar landsins er mjög fjölbreytt. Það er í hitabeltis- loftslagi með jöfnum hita en mikl- ar úrkomur verða í regnskógunum og í háum fjöllunum, allt að 4000 metrum yfir sjávarmáli, snjóar með reglulegu millibili. „Það getur líka verið flókið að vinna hér vegna allra tungumálanna sem eru töluð hér, yfir 800, því landið byggist upp af ættbálkum. Þetta er óskaplegt karla- veldi og landinu er stjórnað af höfð- ingjum sem geta verið mjög spilltir. En fólk er stolt af uppruna sínum og hér er menning ættbálkanna allt um kring. Fólk skrifar á ferilskrána sína frá hvaða þorpi það kemur og þeir sem tala sama mál styðja og hjálpa hver öðrum.“ Reyna að hafa áhrif á pólitíkina Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika segist Eggert vera kolfallinn fyrir landinu. „Sérstaklega er ég fallinn fyrir þessu fólki hérna, mér finnst þau bara al- gjört æði. Þetta er magnaður hópur sem margt hvert á við hluti að glíma sem við getum ekki ímyndað okk- ur,“ segir Eggert en hann er með 60 manna hóp starfsmanna á sinni könnu sem sér um framleiðslu á inn- lendu efni. „Ég hefði getað kosið að ráða útlendinga í þessi störf en ég ákvað að gera það ekki heldur ráða frekar fólkið sem býr hér því það þekkir umhverfið. Við erum með fréttaflutning, beina útsendingu einu sinni á dag þar sem fluttar eru fréttir af því sem er að gerast, og það hefur ýmislegt komið upp á þetta ár sem ég hef verið hérna. Það hafa verið óeirðir þar sem fólk verður fyrir byssuskotum og fólkið mitt hefur verið í mikilli hættu við að afla frétta. Það hafa orðið upp- þot á íþróttaleikjum þaðan sem við erum að senda beint út. En við erum líka byrjuð með viðtalsþætti þar sem við köfum dýpra í hlutina og það virðist vera að hafa áhrif á póli- tíkina í kringum okkur. Næsta stóra mál á dagskrá hér eru kosningar, sem standa yfir í heilan mánuð, svo það verður mikil vinna hjá okkur. Við sendum líka beint út frá rögbík- eppni, National Rugby Leage í Ástr- aliu, en það er þjóðaríþróttin og fólk er gjörsamlega brjálað yfir henni. Svo erum við með samtalsþætti, matreiðsluþætti, umræðuþætti í sjónvarpssal, viðskiptaþátt, frétta- skýringaþætti og tónlistarþætti, íþróttaþætti og svo byrjuðum við með hæfileikakeppni í vetur sem er svakalega vinsæl og hefur verið mikil vinna á bak við. Mest af mín- um tíma fer í að tala við fólkið í kringum mig og ákveða hvernig við matreiðum efnið. Ég gerði mér fljót- lega grein fyrir því að hérna gæti ég notað mín evrópsku augu í að laga tæknilega hluti en efnislega verð ég að treysta á þeirra smekk og viðhorf. Það sem virkar á Íslandi er ekkert að fara að virka hér.“ Eggert er ráðinn til tveggja ára og svo veit hann ekki hvað tekur við. Fjölskylda hans varð eftir á Íslandi og segir hann það erfiðasta við dvöl- ina vera fjarlægðina við hana. „Það verður gott að vera aftur með fjöl- skyldunni. Öll þessi tækni gerir okk- ur kleift að tala saman oft á dag en það er ekki það sama þegar það er engin snerting. Mitt hlutverk hér á stöðinni er fyrst og fremst að leið- beina og koma þekkingunni áfram svo fólkið hér geti tekið við, kannski á næsta ári. Það verður allavega gaman að skilja við stöðina í hönd- um þessa frábærra hóps sem ég hef fengið að vinna með.“ „Mest af mínum tíma fer í að tala við fólkið í kring- um mig og ákveða hvernig við matreiðum efnið. Ég gerði mér fljótlega grein fyrir því að hérna gæti ég notað mín evrópsku augu til að laga tæknilega hluti en efnislega verð ég að treysta á þeirra smekk og viðhorf.“ Dagskrárgerðin dregur Eggert á nýjar slóðir, stundum langt inn í regnskógana. Eitt af því allra vinsælasta sem Eggert framleiðir eru beinar útsendingar frá þjóðar- íþróttinni, rugby. Hæfileikakeppnir og tónlistarþættir eru líka vinsælt efni. 1 6 -0 2 5 0 -H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Nærandi millimál … er létt mál Gríptu með þér gríska jógúrt eða kotasælu Léttmál frá MS eru bragðgóðar nýjungar með hreinum grunni og hollum og stökkum toppi. Grísk jógúrt með döðlum, möndlum og fræjum eða kotasæla með berjum og möndlum. möndlur sólblómafræ chiafræ döðlur grísk jógúrt graskersfræ

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.