Fréttatíminn - 17.02.2017, Qupperneq 20

Fréttatíminn - 17.02.2017, Qupperneq 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017 Britta Bohlinger hefur áhuga á svikum og áhættu, enda er hún sérfræðingur á þessu sviði. Hún beinir sjónum sínum að fjármál- um, stjórnmálum og atvinnulífi. Britta, sem starfaði áður hjá fjárfestingabönkum og verðbréfa- stofum í London, er nú að festa rætur hér á Íslandi. Hún bloggar um íslenskt samfélag og vill tengj- ast inn í fræða- og stjórnmálalíf landsmanna með það í huga að gera samfélaginu gagn. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is „Það er ekkert sérstaklega róm- antísk ástæða fyrir því af hverju ég kom til Íslands. Ég varð ekki ástfanginn upp fyrir haus eða neitt þannig,“ segir Britta Bohlinger, sérfræðingur í svikum, á kaffihúsi í Borgartúni, innan um höfuðstöðvar og háhýsi íslenska „fjármálahverf- isins“. Britta er fædd í Þýskalandi, ekki fjarri landamærum bæði Sviss og Frakklands, en eftir háskólanám í Bretlandi og átta ár í störfum í fjár- festingabankakerfinu í London fékk hún nóg af þeim heimi. „Það er stundum sagt að eitt ár í þessum bransa jafngildi sjö venju- legum árum,“ segir hún og bros- ir út í annað. „Þetta er ákafur og krefjandi heimur sem ég kom inn í eftir félagsvísindanám þannig að ég er ekki af neinni bankamanna- fjölskyldu. Þetta hefur eflaust gefið mér aðra og gagnrýnni sýn á þennan heim en gengur og gerist, allavega í London.“ Að gera gott Ekki fyrir svo ýkja löngu missti Britta báða foreldra sína skömmu áður en þau komust á eftirlaunaald- ur og hún segir að það hafi haft áhrif á hugsun sína. „Ég velti fyrir mér hvað ég vildi gera í lífinu og hvernig áhrif ég vildi hafa. Eftir að ég hætti í bankanum lagðist ég í ferðalög og heimsótti meðal Ísland. Ég sá að hér Vill finna glufurnar í íslensku samfélagi vildi ég vera og nú er þetta annar veturinn minn hér. Eins og fleiri hafði ég fylgst með því hvernig Ísland brást tiltölu- lega hratt við í dómsmálum sem tengdust hruninu og nokkur hópur bankamanna fór í fangelsi. Ég veit vel að það sem umheimurinn hef- ur séð af þessum málum og stund- um dáðst af, passar ekki endilega alltaf alveg við upplifun Íslendinga sjálfra og ég reyni að horfa á þetta gagnrýnum augum, ekki í rósrauð- um bjarma.“ Styrkleiki íslensks samfélags býr í smæðinni en með henni myndast líka hættur. Stuttar boðleiðir eru oft af hinu góða en kunningjasam- félagið getur líka skapað grá svæði. „Þetta er lítið samfélag og jöfnuð- ur enn tiltölulega mikill, sem ég tel gríðarlega mikilvægt atriði, ekki síst eftir að hafa búið í London þar sem misskiptingin hefur aukist hratt. Með efnahagslegum jöfnuði kemur ákveðinn þrýstingur og vilji til að taka á pólitískum álitamálum. Þessi gagnrýna hlið íslensks samfélags hefur verið lífleg frá hruni og er lík- leg til að verða það áfram. Íslendingar eru hins vegar hluti af alþjóðavæddum heimi þar sem glæpastarfsemi á sér stað þvert á landamæri. Ástand í fjarlægum löndum getur haft áhrif hér upp á Íslandi, til dæmis í atvinnulífi, inn- flytjendastefnu og svo framvegis.“ Að byrgja brunninn Það er að skilja á hinni þýsku Brittu Bohlinger að henni þyki ekkert sér- staklega mikið til þess koma þegar Íslendingar grípa til orðanna: „Þetta reddast.“ Hún segir það mikilvægt að reyna að sjá fyrir á hvaða svið- um samfélagsins hætta á svikum, undanskotum og spillingu getur helst myndast. Það er alltaf betra að bregðast við áður en skaðinn er skeður. „Svik (e. fraud) eru bæði mjög neikvætt hugtak og vítt, en það er mjög mikilvægt að þeir sem starfa í fjármála- og stjórnmálalífinu átti sig á því hvaða afleiðingar það getur haft ef þeir vanrækja að kortleggja hættuna á svikum,“ segir Britta. Hún hefur eftir vinnu við innra eftirlit í stórum fjárfestingarbönkum tak- markaða trú á þeirri hlið starfsem- innar. Stór hneykslismál, til dæmis í Wells Fargo bankanum bandaríska, styðji þá tilfinningu. Siðferði og siðgæði blandast inn í þessa umræðu og hvernig við rækt- um þá mikilvægu eiginleika í skóla- kerfinu og samfélaginu öllu. „Ef við horfum til dæmis til fjármála- geirans þá er umfjöllun um siðferði innan hans oft á mjög óhlutbundn- um nótum og sjaldnast tengd þeim störfum sem fólk í þessum heimi starfar við dagsdaglega. Það skiptir máli að tengja milli athafna einstak- lingsins og afleiðinganna sem þær geta haft í för með sér. Við lifum í samfélagi sem byggist á siðferði og trausti, en gerum kannski minna af því að hugsa um hvernig þessi atriði lita allt okkar líf og hvað þau skipta miklu máli við að halda samfélaginu saman. Annað vandamál er hve eftirlits- aðilar á vegum ríkisins eiga erfitt með að manna vel í stöður í starf- semi sinni. Spekilekinn hjá eftirlits- stofnunum er yfirleitt bara í eina átt, yfir til þeirra fyrirtækja sem þessum stofnunum er ætlað að hafa eftirlit með. Bankar bjóða yfirleitt betur en fjármálaeftirlit.“ Nýtt 2007 Íslendingar drekka víst orðið kampa- vín af álíka áfergju og þeir gerðu fyr- ir hrun. Túrisminn kyndir hagkerf- ið, húsnæðisverð hækkar og margir spyrja sig hvort það sé komið nýtt góðæri, nýtt 2007. „Ég, eins og fleiri, sé ákveðin hættumerki, rauð f lögg,“ seg- ir Britta. „Það er mikill þrýsting- ur á íslenskt samfélag sem skapar áskoranir og gerir kröfu um að Ís- lendingar séu á varðbergi. Hækk- andi húsnæðisverð og tækifæri og áskoranir ferðamennskunnar, til dæmis með tilliti til erlends vinnu- afls, eru dæmi um þetta. Auðvit- að hefur meðvitund um hættuna á spillingu aukist hér eftir hrun en umræðan mætti vera virkari, sýn- ist mér. Þensla sem tengist ferða- mannaiðnaðinum eykur þannig á hættu á óheilbrigðum viðskiptahátt- um, skattaundanskotum, svartri at- vinnustarfsemi og veikari réttinda- stöðu verkafólks. Þetta er vel þekkt erlendis frá og mikilvægt fyrir Ís- lendinga að vilja vera meðvitaðir um hætturnar þegar svo miklar og hraðar breytingar eiga sér stað.“ Britta Bohlinger er sérfræðingur í svikum. Hún bloggar um samfélagsmál og tengir þau áhættu og svikum á síðunni risikoklar.org. Nafnið er samsett úr þýska orðinu yfir hættu (risiko) og íslenska orðinu klár. „Ég reyni að benda á að margt af því sem gerist í lífi okkar á sér tengingar langt út í heim,“ segir hún. Mynd | Hari. Síðasta 7 vikna námskeið vetrarins hefst 27. febrúar og lykur 28. apríl með tónleikum Fyrir folk a ollum aldri e Sem undirbuningur fyrir frekara songnam eoa t6mstundagaman fyrir songcihugaf6/k Kennslutimar • Morguntimar I Siodegistimar I Kvoldtimar Songtaekni e Raddbeiting I Tulkun I Einsongur I Raddaour songur T6nmennt • T6nfro:?oi I T6nheyrnarpjalfun I N6tnalestur

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.