Fréttatíminn - 17.02.2017, Síða 30

Fréttatíminn - 17.02.2017, Síða 30
staðreyndir sem hafa ef til vill ráðið úrslitum, þó án þess að af- saka eða dæma nokkurn mann. Maður er jafnvel ekki viss um að hlutskipti mannsins hafi eftir allt saman verið svo miklu verra en þeirra sem fóru burt að leita ham- ingjunnar á mölinni. Hann sýtir ekki það sem aldrei varð (ekki lengur alltént), kvelur ekki sjálfan sig með sífelldum samanburði við aðra, gengur öfund- og æðrulaus á vit örlaga sinna. Hann skuld- ar engum neitt, hefur skilað því dagsverki sem honum var falið. Því sem manni er trúað fyrir, því er manni trúað fyrir, sagði hún Gunna stóra í Innansveitarkron- iku Laxness, andlegt skyldmenni Arnfirðingsins. Eins þótt það sem manni var trúað fyrir sé ekkert merkilegra – í augum heimsins – en að hirða um nokkrar rolluskját- ur í harðbýlum afdal, vitandi að eftir manns dag fari jörðin í eyði. … og reykvískur Í Borgarleikhúsinu er Hannes Óli Ágústsson að sýna annan einleik, Hún pabbi, sem mér finnst á ein- hvern sérkennilegan hátt kallast á við Gísla á Uppsölum. Hann fjallar einnig um mann sem bindur bagga sína öðrum hnútum en samferða- mennirnir, en ólíkt Gísla, sem sættir sig við orðinn hlut, afræð- ur sá að taka málin í eigin hend- ur. Hann er fæddur karlmaður, en skynjar sjálfan sig sem konu, stadda í öðrum líkama. Tækni- vædd læknavísindi bjóða fólki, sem þannig er ástatt fyrir, leið út úr vanda þess, lausn sem eigi að geta gert því fært að lifa í betri sátt við sjálft sig. Þá leið ákveður hann að halda, eins þótt það muni kosta hann óheyrilegar fórnir. Þetta er óvenju persónulegt og nærgöngult verk, því að það lýsir sambandi Hannesar Óla sjálfs við föður sinn sem á miðjum aldri fór í kynskiptaaðgerð, lét breyta sér í kvenmann. Er yfirleitt hægt að bera sjálfan sig og einn nán- asta ættingja sinn svona á borð, án þess að það verði vandræða- legt eða smekklaust? Svarið við þeirri spurningu er afdráttarlaust já. Þó að efnið sé gerólíkt, þá er í rauninni farið með það af sömu hófstillingu, virðingu og ástúð, og einkennir leik Bílddælinganna um Uppsala-Gísla. Það er nálgast af tilfinningu, án tilfinningasemi, frá sjónarhorni sonarins sem er á vissan hátt að syrgja horfinn föður, reyna að sætta sig við að nýr einstaklingur sé kominn í fjöl- skylduna, finna leið til að sam- þykkja hann, lifa með honum í kærleik. Mun það takast? Vonandi – en það verður aldrei einfalt eða auðvelt. Það mikilvægasta í lífinu er að vera maður sjálfur, segir í Hún pabbi. Hvílík klisja, kann ein- hver að segja. Hugsanlega – og þó. Vandinn er sá að sumir þurfa að borga miklu hærra verð en aðrir fyrir að vera þeir sjálfir. Eða svo virðist að minnsta kosti í fljótu bragði. En eru það í raun og veru einhlít sannindi? Eiga afdala- bóndinn og kynskiptingurinn, í einsemd sinni, innri og ytri bar- áttu, jafnvel meiri ítök í okkur en við viljum – eða treystum okkur til – að viðurkenna? 30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017 Einleikir virðast hafa notið vaxandi vinsælda í íslensku leikhúsi á síðari árum. Þetta er auðvitað listform sem hentar vel fjárvana leiklistarfólki, en svo hefur það eflaust haft áhrif að vestur á fjörðum hefur verið haldin á hverju ári frá 2004 sér- stök hátíð helguð einleiklistinni, Act alone (Leikur einn). Hún hefur fengið afar góðar undirtektir bæði meðal gesta og heimamanna, enda hafa ýmsir af fremstu leikurum landsins komið þar fram, auk er- lendra gesta sem voru tíðir fyrstu árin en hefur fækkað heldur eftir Hrun. En það hefur í rauninni ekki komið svo mjög að sök, því að yfrið framboð hefur verið af innlendu efni – góðu efni – og það svo að dagskráin hefur alltaf verið umfangsmikil, metnaðarfull og ótrúlega fjölbreytt. Allt þetta hefur meira og minna byggst á framtaki eins manns, Elfars Loga Hannessonar, sem hef- ur jafnframt starfað sem leikari, höfundur, útgefandi og leikstjóri í fullri vinnu, fyrir vestan og víðar. Honum hefur tekist að virkja þá krafta sem eru þarna í nærsam- félaginu og beina þeim í réttan farveg. Þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu miklu þetta hefur skipt menningarlíf á Vestfjarða- kjálkanum og hafa vestfirskir forystumenn þó síst hampað því um of að landshlutinn státar nú ekki aðeins af einu atvinnuleik- listarhátíð þjóðarinnar heldur einnig þeirra langlífustu. Blikur eru vissulega á lofti nú hvað fram- haldið varðar, en við verðum að vona að úr rætist, því að það væri áfall, ekki aðeins fyrir Vestfirðinga heldur allt íslenskt leikhús, ef hún liði undir lok. Elfar Logi hefur í eigin leiksköp- un einbeitt sér að einleikjum sem hann hefur flesta samið sjálfur eða í samvinnu við aðra. Efniviðinn hefur hann oftast sótt í vestfirska sögu og mannlíf. Nýjasti ávöxtur þessa starfs (og einn sá allra besti) hefur verið sýndur víða um land síðustu vikur og mánuði, nú sein- ast í Þjóðleikhúsinu þar sem hann gengur enn við vinsældir. Hann fjallar um einyrkjann Gísla á Upp- sölum, manninn sem varð lands- frægur þegar Ómar Ragnarsson sótti hann heim og gerði um hann sjónvarpsþátt árið 1981. Vestfirskur einfari … Gísli bjó á bæ sínum í Selárdal yst við Arnarfjörðinn og hafði lifað þar alla ævi nánast af sjálfsþurftar- búskap, einn í meira en þrjátíu ár. Hann talaði orðið svo óskýrt að samtalið varð að texta, sá aldrei peninga (mundi ekki einu sinni hvort hann fengi ellistyrk eða ekki), hafði ekki kosið í áratugi; var eiginlega eins mikið utan við nútímann og nokkur maður frek- ast getur verið, segi hann sig ekki hreinlega úr lögum við samfé- lagið. Á yngri árum hafði hann þráð að komast burt, sjá heiminn og mennta sig, sem hann hafði alla burði til, kvænast, eignast fjölskyldu, en þær vonir urðu að engu; hann sat um kyrrt í dalnum þegar aðrir fluttu burt. Þau örlög voru í sjálfu sér dæmigerð fyrir ýmsa af hans kynslóð, sveitafólk sem af einhverjum sökum fylgdi ekki straumnum yfir í þéttbýl- ið heldur varð eftir, fast í öðrum tíma. Í einleik þeirra Elfars Loga og Þrastar Leós Gunnarssonar, sem annast sviðsetningu og leikstjórn, er brugðið upp svipmynd af undarlegu lífi mannsins, brota- kenndri mynd en þó einkennilega heillandi; mynd sem vekur miklu fleiri spurningar en hún svarar og býr yfir dýpt sem veldur því að hún leitar á mann löngu eftir að leik er lokið. Það er einn megin- styrkur verksins, virðist mér, að þar er ekki reynt að skýra þetta lífshlaup; aðeins bent á fáeinar Tveir einleiknir einfarar Jón Viðar Jónsson ritstjorn@frettatiminn.is ○ Gísli á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu ○ Hún pabbi í Borgarleikhúsinu „Það er einn meginstyrkur verksins, virðist mér, að þar er ekki reynt að skýra þetta lífshlaup; aðeins bent á fáeinar staðreyndir sem hafa ef til vill ráðið úrslitum, þó án þess að afsaka eða dæma nokkurn mann.“ Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfjanna. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á wwww.serlyfjaskra.is Fyrir þig í Lyfju Verð: 1.506 kr. Verð áður: 1.883 kr. Verð: 537 kr. Verð áður: 671 kr. Naso-ratiopharm Nefúði við nefstíflu, t.d. vegna kvefs. Nasofan Bólgueyðandi steri í nefúða, - við ofnæmi. fluticasonprópíónat 50 µg/sk – 60 skammtar xylometazolinhýdróklóríð. 0,5 og 1 mg/ml – 10 ml Nefstífla Nefrennsli Kláði í nefi Hnerri afsláttur Gildir út f ebrúar 20 %

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.