Fréttatíminn - 17.02.2017, Page 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. febrúar 2017
Kynntust fyrir algjöra tilviljun á ráðstefnu í Barcelona.
Starfa náið saman
sín í hverju landinu
Baddý rekur vefstofufyrirtæki í Frankfurt og réð
Höddu, sem býr í Barcelona, í vinnu hjá sér. Þær
eru svo í reglulegum sam skiptum við Jóhönnu
sem býr og starfar í Texas. Tæknin gerir það að
verkum að þetta er næstum jafn einfalt og ef
þær væru staddar í sömu byggingu.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@frettatiminn.is
Baddý Sonja Breidert er búsett í Frankfurt í Þýska-landi, Hadda Hreiðars-dóttir í Barcelona á Spáni og Jóhanna Bergmann í
Texas í Bandaríkjunum. En þrátt
fyrir fjarlægðina á milli þeirra hafa
þær allar unnið saman að verk-
efnum síðustu tvö árin. Baddý
og Hadda reyndar hjá sama fyr-
irtækinu, sem er í eigu þeirrar
fyrrnefndu. En tæknin gerir þeim
kleift að vera í nánu samstarfi þrátt
fyrir að þúsundir kílómetra séu
á milli þeirra. Nú koma þær til að
mynda allar að skipulagningu ráð-
stefnu sem haldin verður á Íslandi í
lok febrúar.
Baddý er forritari, eigandi og
framkvæmdastjóri fyrirtækisins
1xINTERNET sem er svokölluð
Drupal vefstofa. En hún rekur fyrir-
tækið ásamt eiginmanni sínum og
þriðja aðila í Frankfurt. Hinn venju-
legi Íslendingur veit eflaust ekki
hvað Drupal hugbúnaður er, þrátt
fyrir að nýta sér reglulega vefsíður
sem byggðar eru á honum. Blaða-
maður sló á þráðinn til Baddýjar og
Höddu og fékk þær til að útskýra
aðeins hvað þær eru að gera og
hvernig það er að starfa saman, en
samt svo langt frá hvor annarri.
„Við erum að vinna með opinn
hugbúnað sem heitir Drupal sem
mörg þúsund manns víða um heim
hafa þróað. Þetta er hugbúnaður
til að búa til vefkerfi. Vefur Háskóla
Íslands, Reykjavíkurborgar, RÚV og
fjölda annarra opinberra stofnana
keyra á þessu vefkerfi. Það þyk-
ir nefnilega ekki vinsælt að nota
skattpeninga í að borga leyfisgjöld
fyrir hugbúnað, en það þarf ekki að
greiða slík gjöld af Drupal,“ útskýrir
Baddý og heldur áfram:
„Opinn hugbúnaður þýðir ein-
faldlega að það þarf ekki greiða
gjöld af honum og það geta í raun
allir kóðað hluta af honum. Við ger-
um það.
Baddý og maðurinn hennar
kynntust umræddum hugbúnaði
fyrir 6 árum, stofnuðu fyrirtæki
í kringum hann, og hafa verið að
vinna með hann síðan.
„Við vorum búin að vera að for-
rita lengi og rákumst á þennan opna
hugbúnað sem okkur leist svakalega
vel á og sáum tækifæri í. Við ákváð-
um í kjölfarið að stofna fyrirtæki.
Við byrjuðum bara tvö heima í kjall-
aranum. En sagan af því hvernig
fyrirtækið fór að þróast hófst eig-
inlega með því að við eignuðumst
fyrir bura heima á Íslandi, stelpu
sem fæddist 11 vikum fyrir tímann.
Þá vorum við bæði hætt í þeim
störfum sem við vorum í og farin
að einblína á fyrirtækið. En fyrstu
alvöru viðskiptavinina fengum við
á Íslandi.“
Þau hjónin komust fljótt að því að
fjöldi opinberra stofnana á Íslandi
var að nota hugbúnaðinn og hafa
starfað með mörgum þeirra síðan.
En markaðurinn vex líka mjög hratt
í Þýskalandi.
Það var hinsvegar í Barcelona
árið 2015 sem leiðir þeirra Baddýjar,
Höddu og Jóhönnu lágu fyrst
saman. Þá voru þær í fyrsta skipti
á sama stað á sama tíma. Jóhanna
starfaði þá hjá stofnun sem heldur
utan um Drupal hugbúnaðinn í
Bandaríkjunum.
En þá er komið að Höddu að út-
skýra hvernig í ósköpunum hún
kemur inn í þetta, án þess að hafa
neitt vit á forritun eða hafa nokkurn
tíma heyrt um Drupal. En hún er
viðskiptafræðimenntuð.
„Ég kom þannig inn í fyrirtækið
að Jóhanna og ég unnum saman fyr-
ir 15 árum síðan. Hún var að koma
á Drupal ráðstefnu í Barcelona, sem
ég hafði ekki hundsvit á og vissi ekk-
ert hvað var. Ég var nýbúin að segja
upp vinnunni minni þegar hún
kom í kaffi til mín og sagðist ætla
að redda mér atvinnuviðtali. Áður
en ég vissi af var búið að ráða mig í
vinnu,“ segir Hadda sem nú er ver-
kefnastjóri 1xINTERNET og situr á
Spáni og talar við íslenska viðskipta-
vini allan daginn.
„Þú varst algjörlega ráðin á staðn-
um, í bókstaflegri merkingu. Daginn
eftir vorum við Hadda byrjaðar að
vinna því okkur bauðst að taka þátt
í útboði á Íslandi sem þurfti að skila
inn. Þannig að Jóhanna er örlaga-
valdur í þessu samstarfi. Þess vegna
fannst okkur hún líka vel til þess
fallin að koma til Íslands og vera í
forsvari fyrir fyrstu Drupal ráðstefn-
una á Íslandi,“ segir Baddý, en ráð-
stefnan fer fram í lok febrúar.
Sagan af því hvernig
fyrirtækið fór að þróast
hófst eiginlega með því
að við eignuðumst fyrir
bura heima á Íslandi,
stelpu sem fæddist 11
vikum fyrir tímann.