Fréttatíminn - 17.03.2017, Page 2

Fréttatíminn - 17.03.2017, Page 2
2 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 matarmarkadur.is STÆRSTI MATARMARKAÐ UR LANDSINS, Í HÖ RPU 18.& 19. MARS KL. 11-17 ICELAND’S LARG EST ARTISANAL FOOD FAYRE, IN HARPA AÐGANGUR ÓKEYPIS FREE ADMISSION 15-24 ára 25-34 ára 35-44 ára 45-54 ára 55-64 ára 64+ ára Ísland Evrópusambandið 20 15 10 5 0 Heilbrigðismál Í samanburði við þjóðir Evrópu er unga fólkið á Íslandi óvenju þunglynt. Munur- inn minnkar með aldrinum og almennt er eldra fólk á Íslandi álíka þunglynt og fólk annarra Evrópuþjóða. Þunglyndisvandinn á Íslandi er því fyrst og fremst vandi hinna ungu. Í samanburði á öllum þjóðum Evrópu kemur í ljós að ungt fólk á Íslandi er þunglyndast allra. Bæði íslenskir karlar og konur á aldrin- um 15 til 24 ára segjast mun oftar finna fyrir þunglyndiseinkenn- um en ungt fólk hjá öðrum þjóð- um, samkvæmt upplýsingum frá evrópsku hagstofunum. Litlu munar hjá ungkörlunum, tíundi hver íslenskur karl finn- ur fyrir þunglyndi en 9,8 pró- sent sænskra ungkarla. Meðaltal Evrópusambandsins er 4 prósent. Ungar íslenskar konur skera sig meira úr öðrum þjóðum. Rétt tæplega 18 prósent kvenna á þess- um aldri, 15 til 24 ára, segist finna fyrir þunglyndi á meðan með- altal Evrópusambandsins er 6,7 prósent. Næst á eftir Íslendingum koma ungar sænskar konur, en rétt rúm 15 prósent þeirra finna fyrir þunglyndi. Íslenskar konur eru næst þung- Samanburður á hlutfalli þunglyndra eftir aldurshópi á Íslandi og meðaltali Evrópu- sambandsins sýnir vel hversu þunglyndi leggst illa á unga Íslendinga. Þessar súlur sýna hlutfall kvenna sem finnur fyrir þung- lyndi eftir aldurshópum. Ungt fólk á Íslandi þunglyndast allra lyndastar á aldursbilinu 25 til 34 ára og í þriðja sæti á aldrinum 35 til 44 ára. Þunglyndi meðal kvenna allt upp að miðjum aldri er því áberandi meira en hjá öðr- um þjóðum almennt. Eftir miðjan aldur er munurinn minni og á efri árum mælist þunglyndi kvenna álíka og að meðaltali í Evrópusam- bandinu. Svipað má sjá hjá íslensku körlunum. Þeir eru almennt mun þunglyndari en aðrir evrópsk- ir karlar á yngri árum en nálgast meðaltalið á miðjum aldri og eru ólíklegri til að vera þunglyndir á efri árum en eldri karlar í Evrópu almennt. | gse Íslendingar þunglyndari ungir Heilbrigðismál Jón Örn Pálsson liggur á Landspítanum í stífri meðferð vegna alvarlegrar liðsýk- ingar í hné og á þaðan ekki aftur- kvæmt næsta mánuðinn. Hann sér fram á að geta jafnvel endað með staurfót. Hann rekur veikindin til læknamistaka í Orkuhúsinu og segist vona að þetta sé ekki dæmi um heilbrigðiskerfið almennt á tímum vaxandi einkavæðingar. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Um miðjan desember fór ég að finna fyrir verkjum í hné, ég hafði tekið vel á í ræktinni og datt í hug að þetta væri eitthvað álagstengt,“ segir Jón Örn Pálsson frá Tálkna- firði. sem leitaði til læknis í Orku- húsinu sem gerði á honum litla skurðaðgerð, svokallaða liðspegl- un á hné. Jón Örn er 57 ára, líkam- lega vel á sig kominn, þótt hann sé yfir kjörþyngd. „Ég stunda reglu- lega líkamsrækt, sjósund, hesta- mennsku og baða mig upp úr snjó þegar færi gefst. Það verður bið á því á næstunni. Ég á hérna mínar verstu stundir en ég ætla að komast í gegnum þetta.“ Venjulega eru menn vinnufær- ir eftir fáeina daga að lokinni lið- speglun. Allt leit vel út fyrsta sólar- hringinn en á öðrum degi vaknaði Jón Örn við mikinn sársauka í hnénu, sem reyndist vera stokk- bólgið. „Ég hafði samband við bæklun- arskurðlækninn en hann sagði mér að koma til sín, hann myndi reyna að hitta mig milli aðgerða enda var ég viðþolslaus af sársauka. Hann lét mig síðan bíða á biðstofunni í þrjá klukkutíma, skoðaði mig síðan í nokkrar mínútur inni í einhverri myrkrakompu þar sem hann skrif- Jón Örn Pálsson segist vona að sjúkrasaga hans sé ekki enn eitt dæmið um að einkavæðingin sé farin að ríða húsum í heil- brigðiskerfinu. Myndir | Hari Læknirinn hafði ekki tíma til að skoða sjúklinginn aði upp á morfín og sagði mér að nota kælipoka og teygjusokk til að draga úr bólgunni. Hann taldi ekki ráðlegt að tappa af hnénu eða taka liðvökvasýni, því fylgdi svo mikil sýkingarhætta. Ekki grunaði hann að ég gæti þá þegar verið kominn með sýkingu. Nei, hann ráðlagði mér bara að fara heim til Tálkna- fjarðar, því sennilega hefði bara blætt inn á hnéð og það myndi lag- ast. Á Tálknafirði er enginn læknir og þótt fjallaloftið sé gott, lagar það ekki bólgur og verki. Eftir sex daga frá speglun varð ég því að snúa suð- ur aftur, með óheyrilegar kvalir í fætinum.“ Jón Örn sneri sér aftur til læknis- ins í Orkuhúsinu sem sagði að það væri hætta á blóðtappa og best væri að hann kæmi suður. Þegar Jón Örn var kominn til Reykjavíkur hafði læknirinn engan tíma til að skoða hnéð og meta ástandið. „Það kom á óvart, en staðfesti bara að hann gerði sér enga grein fyrir hve ástand mitt var alvarlegt. Hans biðu jú sjúk- lingar á færibandi og mig hafði hann ekki tíma til að skoða kauplaust í annað sinn. Hann sendi mig hins- vegar í ómskoðun í Orkuhúsinu, til að ganga úr skugga um að ég væri ekki með blóðtappa en það leiddi ekkert í ljós um orsök þessa ástands. Hann gaf sér svo tíma til að hringja í mig og ráðleggja mér að vera dug- legur að nota teygjusokk og taka morfínpillurnar. Ég átti að bíða og bíta á jaxlinn.“ Það var ekki fyrr en átta dögum eftir aðgerðina sem Jón Örn gafst loksins upp á því að hlíta ráðum skurðlæknisins. „Tengdafaðir minn studdi mig á slysadeildina, mor- fíndópaðan og ráðvilltan. Þar tók á móti mér læknir, kona. Eftir að hafa skoðað mig í nokkrar mínútur sagðist hún halda að ég væri með mjög alvarlega ígerð í fæti og kæm- ist varla heim til mín fyrr en í fyrsta lagi eftir 5 til 6 vikur. Hún tappaði miklum vökva af fætinum og greftri. Þá fékk ég sýklalyf í æð. Bakterían reyndist vera mjög hættuleg og éta bæði brjósk og bein. Það kom fljót- lega í ljós að það væri kraftaverk ef tækist að bjarga hnénu. Það væru miklar líkur á staurfæti.“ Jón Örn segist vona að þetta sé ekki lýsandi fyrir ástandið í heil- brigðisgeiranum. „Vonandi er þetta ekki bara enn eitt dæmið um að einkavæðingin sé farin að ríða hús- um í heilbrigðisgeiranum. Færi- bandavinna, afköst og enginn tími í heila hugsun. Sjálfsagt getur það komið fyrir að sjúklingar fái ígerð eftir aðgerðir en það er algerlega makalaust að sjúklingar fái að verða svona veikir og ástandið svona alvarlegt án þess að menn gefi sér tíma til að hitta sjúklinginn og meta ástandið.“ „Vonandi er þetta ekki bara enn eitt dæmið um að einkavæðingin sé farin að ríða húsum í heilbrigð- isgeiranum. Færibanda- vinna, afköst og enginn tími í heila hugsun.“ Hælisleitendur „Hann hefur breyst, hann er þögull og liggur bara í rúminu allan daginn,“ segir vinur Abdolhamid Rahmani frá Afganistan. Hann hefur verið í hungurverkfalli í 19 daga frá því ljóst varð að honum yrði vísað aftur til Grikklands. Þar var hann í mörg ár, fyrst í flóttamanna- búðum, sem eru nánast fangelsi, víggirt með vopnuðum vörðum, en síðan á götunni. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Staða Abdolhamid er hræðileg og hann á enga von um að neitt breytist því miður, þar sem hann var þegar með hæli í Grikklandi,“ segir Eva Dóra Kolbrúnardóttir, lögmaður hans. Hún segir fjölda fólks í þess- um sporum og í sífellu sé verið að senda fólk til Grikklands, Ítalíu eða Ungverjalands þar sem það fái enga aðstoð, engan stað að búa og enga framfærslu. Það lendi í hryllilegum flóttamannabúðum eða á götunni. Lögreglan hefur þegar haft sam- band við hann, líklega til að segja honum að það standi til að flytja hann úr landi en það getur hann ekki vitað því hann skilur enga ensku. „Við erum að reyna að láta hann drekka vatn á hverjum degi,“ segir vinur hans. „Meira getum við ekki gert en honum líður ákaflega illa.“ Abdolhamid kom hingað í ágúst í fyrra en fyrir þann tíma hafði hann dvalið um árabil í Grikklandi við illan kost. Útlendingastofn- un synjaði beiðni hans um hæli í október 2016, málið var kært en úrskurðarnefndin staðfesti synjun- ina í nóvember. Lögmaður hans bað um frestun réttaráhrifa á úrskurði kærunefndarinnar, til að skoða hvort hægt væri að reka málið fyrir dómstólum. Því var einnig synjað í febrúar og hans bíður nú bara brott- flutningur úr landi. Abdolhamid hefur verið í hungurverkfalli í 19 daga. Hans bíður nú brottflutning- ur til Grikklands þar sem flóttamenn eru nánast bjargarlausir. Mynd | Hari Hungurverkfall í 19 daga

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.