Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is Á dögunum var verð-launamyndin I, Daniel Blake sýnd á Stockfish filmfestival. Bíó Para-dís bauð af því tilefni hópi fólks á sýninguna sem þekkir til aðstæðna Daniel Blakes. En fólk- ið á það sameiginlegt að hafa haft afskipti af opinberum stofnunum vegna heilsubrest og þurft að leita sér aðstoðar. Eftir myndina hittust fjórtán manns og ræddu myndina til þess að bera saman efni hennar við eigin reynslu. I, Daniel Blake Cannes verðlaunamyndin I, Dani- el Blake er kvikmynd sem fjallar um mann sem fær hjartaáfall og missir heilsuna og þarf að leita á náðir hins opinbera um aðstoð. Kerfið reynist hinsvegar vera of- beldisfyllra en versta glæpagengi og áhorfandinn horfir í tvo tíma upp á hið opinbera leika sér að lífi Daniel Blakes og Katie, sem er ein- stæð tveggja barna móðir á barmi fátæktar. Myndin byrjar á samtali Dani- els við starfsmann sem er að gera á honum starfsgetumat. Það á að meta hvort að hann eigi rétt á bót- um. Læknirinn hans mat hann óstarfhæfan eftir hjartaáfallið. En starfsgetumat í Bretlandi er notað til þess að meta starfshæfni fólks. Á Það eitt að missa heilsuna og að verða upp á aðra kominn veldur flestum ólýsanlegum vanmætti og varnarleysi. En að verða númer hjá stofnun sem hefur örlög þín í höndum sínum getur hinsvegar orðið að hrollvekju, eins og vel er lýst í I, Daniel Blake. Vonleysið, að vera einskis virði í ofbeldisfullu kerfi Hluti hópsins sem hittist í vikunni og ræddi kvikmyndina I, Daniel Blake. Frá vinstri eru þau Eva, Bergþór, Guðmundur, Hildur, Steindór, Sil- vain, Ágústa, Ebba og Andrea og baksvipurinn á Guðrúnu. Á myndina vantar, Báru og Maríu. Myndir | Alda Lóa „Þegar ég veiktist, var reisnin tekin af mér. Ég var í tíu ár á göt- unni áður en ég fékk húsnæði. Flytjandi milli hverfa sjö sinnum með þrjú lítil börn. Börnin mín hafa samanlagt gengið í 11 mismun- andi skóla með öllum þeim vand- ræðum sem fylgja því. Ég er hvorki með bakland né fjölskyldu sem get- ur stutt mig. Á endanum skrifaði ég fimm síðna skýrslu og sendi á alla pólitíkusa. Ég opinberaði mig um allt mitt líf sem mér fannst mjög erfitt þá, en það leiddi til þess að ég fékk loksins íbúð. Núna hef ég engu að tapa og enga skömm lengur.“ Vonleysið, að vera einskis virði Eftir bíósýninguna í Bíó Paradís sat Rebecca O’Brien, framleiðandi myndarinnar, fyrir svörum. Bára grét svo mikið að hún átti erfitt með að bera fram spurningar sínar. Framleiðandinn var vanur þessu og sagði að þetta gerðist all- staðar þar sem myndin er sýnd. Bára segir nokkur atriði hafa verið svo harkaleg að hún hafi íhugað að fara heim. Bára: „Maður fékk þetta svo harkalega framan í sig, hluti sem ég tengdi við. Vonleysið, að vera einskis virði. Ég var svo illa stödd að ég þurfti að neita mér um heil- brigðisþjónustu til þess að gefa fjöl- skyldu minni að borða.“ „Og ég tengdi við það þegar hann, Blake, fór og skrifaðu utan á húsið. Ég fór sjálf niður að Al- þingishúsi eftir að það var svo illa brotið á mér og engin hlustaði á mig. Ég mætti snemma, langt á undan öllum, en þetta var á þeim tíma þegar allir voru að mótmæla á Austurvelli. Ég gekk með bauk og betlaði. Ég fékk sjálf persónu- lega mikið út úr því að gera þetta, það bjargaði geðheilsunni.“ Bára segir nauðsynlegt að starfsmenn Tryggingastofnunar og þingmenn að fari að sjá I, Daniel Blake. Guðmundur: „Það sem ég upplifði í þessari mynd er að það kemur í fyrsta sinn fram hvernig kerfi við höfum búið til. Kerfi sem byggir á hugmyndafræði frjálshyggjunnar, hlaðið undir hina sterku, einstak- lingshyggja en engin samkennd. Kerfið er byggt upp á því að refsa. Keðjuverkandi refsandi skerðingar. Engin trúir því að kerfið sé að gera svona ljóta hluti. Ég hef lent í tveim slysum og þekki þetta. Mín þrauta- ganga byrjaði þegar ég fór í fyrsta matið. “ Guðmundur hefur bæði farið í læknisfræðilegt mat vegna örorku og dómskvatt mat vegna slysa- trygginga og útskýrir að þannig sé hægt að lenda í tveimur kerf- Það er svo erfitt að vera alltaf þiggjandi í þeim aðstæðum getur þú misst alla tengingu. Í atriðinu er Katie komin yfir öll mörk. Hún borðar upp úr dósinni og gúffar í sig án þess að vita hvar hún er stödd. Ég tengdi við örvinglunina í þessu sama at- riði.“ segir Ásta. Frumvarp um starfsgetumat Hér á landi eru ASÍ, SA og ríkisstjórnin fylgjandi innleiðingu starfsgetumats. Starfsgetumat felst í því að horfa á styrkleika fólks í stað veikleika, eins og gert í í læknisfræðilegu örorkumati. Markmið starfsgetumats er að draga úr fjölgun nýrra öryrkja og koma sem flestum þeirra einstaklinga sem nú eru á örorkubótum aftur út á vinnumarkaðinn. Bretar búa líklega við grimmasta starfsgetumatskerfið. Öryrkjum sem eru metnir hæfir til þess að vinna gengur illa að fá atvinnu. Afleiðingin er aukin sjálfsvíg, geðræn vandamál og geðlyfjanotkun. Hollendingar búa einnig við stíft starfsgetumatskerfi. En ólíkt Bretlandi, þá eru lagðar ríkar skyldur á herðar hollenskra fyrirtækja til þess koma í veg fyrir örorku starfsmanna sinna og framfleyta öryrkjum. Mörgum þeirra sem metnir eru hæfir til þess að vinna gengur illa að fá atvinnu. Samkvæmt starfsgetumatshugmyndunum sem félagsmálaráðherra lagði fram á síðasta ári var gert ráð fyrir tveimur örorkuflokkum, 50% og 75%. Þetta virðist endurspegla hollenska kerfið, að því undanskildu að engar sérstakar kvaðir átti að leggja á íslensk fyrirtæki. Við gætum því endað með mikið atvinnuleysi meðal öryrkja sem metnir verða hæfir til þess að vinna. alþingi liggur fyrir frumvarp þess efnis að taka upp starfsgetumat á Íslandi. „Computer Says No“ Bergþór: „Ég tengdi við Blake. Þetta að fara og tala við kerfið og fá alltaf „Computer Says No“. Trekk í trekk. Nei, þú hefur ekki rétt á þessu! Ég þurfti að læra á kerfið af því að vankunnátta fólksins sem á að þjóna okkur er fáranleg. En það er ekki þeim að kenna heldur er það kerfið sjálft. Eva situr við hliðina á Bergþóri og segir skil- greiningu á kerfi vera þessa: Kerfi hafi tilhneigingu til að viðhalda sjálfum sér hvort sem þau reynast okkur gagnleg eða ekki. Í tíu ár á götunni Eva á langa veikindasögu að baki auk þess að hafa orðið fyrir miklu ofbeldi í bernsku. Leg, móðurlíf og eggjastokkar voru fjarlægðir í nokkrum aðgerðum á þriggja ára tímabili þegar hún fékk æxli. Hún er með sjálfsofnæmi sem veldur gigt en það eitt kostaði hana mikla þrautagöngu við að fá réttu gigt- arlyfin. Eva: „Og svo er ég greind með As- berger, sem veldur því að ég skil ekkert nema skýr skilaboð, og þess vegna átti ég svo erfitt með kerf- ið og hvernig það tók á móti mér. Þetta var allt svo óskiljanlegt og órökrétt, ég fann bara að ég var að verða geðveik á þessu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.