Fréttatíminn - 17.03.2017, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 17.03.2017, Qupperneq 22
22 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 FRAMTÍÐARHLJÓMUR Í FERMINGARGJÖF lágmúla 8 · sími 530 2800 Verið velkomin í glæsilega verslun Bang & Olufsen í Lágmúla 8 og heyrið hljóminn. Það breytir öllu. Bluetooth ferðahátalari.Öflugur bluetooth hátalari. Active KR. 53.000,- H2 KR. 26.000,- H6 KR. 43.000,- A1 KR. 34.000,- H5 KR. 37.000,- A2 Glæsileg fermingartilboð! Allt að 30% afslætti MATARTÍMINN Þann 25. mars MATARTÍMINN auglysingar@frettatiminn.is gt@frettatiminn.is | 531 3300 Frjáls fjölmiðlun mun verða sjálfs- eignarstofnun og gengið verð- ur frá stofnun hennar á næstu dögum. Markmið félagsins er að styrkja frjálsa og óháða fjölmiðl- un á Íslandi og efla fjölmiðla sem starfa í almannaþágu. Til að byrja með verður lögð áhersla á að efla ritstjórn Fréttatímans en ef vel tekst til eru uppi ráðagerðir um að styrkja aukna umfjöllun um eins- taka málaflokka. Á fundinum og í aðdraganda hans söfnuðust um 10,5 milljónir króna frá um 800 manns. „Þetta er framar vonum enda eru aðeins fáeinar vikur síðan við kynnt- um þetta verkefni,“ segir Gunnar Smári Egilsson, útgefandi Frétta- tímans. Að hans sögn getur fólk enn skráð sig sem félaga og fyrir framlögum. „Hugmyndin er að safna fyrir um þremur stöðugild- um blaðamanna fyrir almenna ritstjórn Fréttatímans svo reka megi öfluga og sjálfstæða ritstjórn. Þegar því marki verður náð mun- um við kynna næstu skref, meðal annars aukna umfjöllun um til- tekna málaflokka bæði í blaðinu sjálfu en einnig á vefnum,“ segir Gunnar Smári. Á næstu vikum mun stjórn og fulltrúaráð Frjálsrar fjölmiðlunar móta starfsemina frekar og efla umræðu um mikilvægi frjálsrar fjölmiðlunar í samfélaginu. Tónlistardagskrá stofnfundarfagnaðar Frjálsrar fjölmiðlunar var fjölbreytt og rann ljúflega niður í fundargesti. 10,5 milljónir söfnuðust til Frjálsar fjölmiðlunar Á stofnfundi Frjálsrar fjölmiðlunar og aðdraganda hans skráðu um 800 manns sig sem stofnfélaga og fyrir um 10,5 milljón króna framlagi á þessu ári til styrktar frjálsri og óháðri fjölmiðlun.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.