Fréttatíminn - 17.03.2017, Side 32

Fréttatíminn - 17.03.2017, Side 32
32 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 ósjaldan þvælst fyrir öðrum of- urhetjumyndum – og raunar lentu ofurhetjumyndirnar sjálfar í hálf- gerðri krísu í fyrra. Batman vs. Superman var vond, Suicide Squ- ad ennþá verri og þótt Captain America væri ágæt þá var fátt nýtt þar. Það mátti þó finna ferskleika í Deadpool og Doctor Strange, nýj- um persónum fylgdi ný nálgun. Loks var X-Men: Apocalypse af- spyrnuvond og tími mannúlfsins Logan virtist brátt á enda – og það var raunar margyfirlýst að þetta yrði síðasta skiptið sem Hugh Jack- man myndi leika hann. En myndin gæti þó bjargað seríunni – enda virðast Laura og jafnaldrar henn- ar fullfær um að halda uppi eigin seríu. Hún og jafnaldrar hennar eiga sér einfaldan draum – að komast til fyrirheitna landsins. Sem er auð- vitað Kanada. Einangrunarstefna hefst oft með því að úthýsa „óæski- legu“ fólki – eins og við höfum haft fregnir af frá flugvöllum Ameríku og víðar undanfarnar vikur – en endar oft á því að fólk sem er svo óheppið að vera innan landamær- anna þráir ekkert heitar en að flýja. Þangað sem þau eru örugg, þang- að sem þau eru frjáls. Enda land hinna frjálsu löngu hætt að standa undir nafni. Hinum megin vonar En hvað gerist svo handan landamæranna? Flóttamenn heimsins geta vitnað um að þá er baráttan oft rétt að hefjast. Í myndinni Hinum megin vonar (Toivon tuolla puolen) sjáum við einn slíkan, kolsvartan í framan, um borð í finnskum bát. Khaled er flóttamaður frá Sýrlandi og ástæð- an fyrir því að hann er kolsvartur í framan er sú að hann faldi sig í kolabing. Í einu skoti súmmerar finnski leikstjórinn Aki Kauris- mäki kynþáttasögu síðustu aldar; flóttamanninn í felum, blackface-ið (þegar hvítir menn léku öll helstu hlutverk, líka aðra kynþætti) og til- raun Khaled til að þvo af sér for- tíðina. Khaled er hrekklaus og bjart- sýnn og fer beint til lögreglunn- ar að sækja um hæli. Þar kynnist hann öðrum innflytjendum, þar á meðal Mazdak frá Írak sem gefur honum góð ráð: „Reyndu að vera glaðlegur. Þeir þunglyndu eru alltaf sendir fyrst í burtu.“ Sem eru slæmar fréttir fyrir flestallar aðal- persónur Aki Kaurismäki. Stuttu síðar heyrum við svo fréttaþul finnska sjónvarpsins út- lista hörmungarnar í Sýrlandi og sú rödd hljómar ennþá á meðan finnskur bjúrókrati útlistar fyr- ir Khaled að í Sýrlandi sé ekkert að óttast og því sé honum óhætt að fara heim, hann þurfi því ekki hæli í Finnlandi. Kafka hefði ver- ið stoltur af þessari senu – en Khaled f lýr einfaldlega eins og fætur toga og endar fyrir tilvilj- un á veitingastaðnum hans Walde- mar Wikström. Wikström er hinn erkitýpíski hvíti miðaldra Norður- landabúi, fámáll smákaupmaður sem við höfum fylgst með samhliða Khaled. Hann yfirgefur eiginkonu sína í kostulegri orðlausri senu, hættir starfi sínu sem sölumaður og vinnur fúlgur fjár í pókerspili sem gæti verið hin erkitýpíska sena Kaurismäki-myndanna allra, enda virðist hann helst velja leikara eft- ir því hversu góð pókerandlit þeir geta sett upp. En Wikström – sem og starfs- menn hans á veitingastaðnum – gera allt til að hjálpa Khaled. Þau eru engar hetjur, af því í heimi Kaurismäki er það að hjálpa náung- anum einfaldlega eitthvað sem er sjálfsagt. Í Helsinki eru vissulega skúrkar – eins og ný-nasistarnir sem berja Khaled – en fyrir lang- flesta virðist fyrsta boðorðið ein- faldlega vera að hjálpa náungan- um. Það kannast flestir alvöru kvik- myndanördar við þann heim sem Kaurismäki hefur skapað; stað- leysa sem er einhvers konar blanda af sjötta og níunda áratugnum, brilljantín í hárinu og pönkhljóm- sveitir í bland við fiftís-rokkabillí, en líka gamaldags Finnar í ódýr- um jakkafötum sem þess vegna gætu verið frá því fyrir stríð. Þetta er stílíseraður og heillandi heimur fortíðar sem aldrei var nákvæm- lega svona, en fortíðar engu að síð- ur – og sú fortíð er sannarlega hvít. Þessi fortíðarheimur hefur lengstum verið hlýlegur spéspeg- ill um það Finnland sem ól hann – en það er alveg pínulítið óþægi- leg þversögn sem fylgir árekstri þessara tveggja heima. Einföld og sjálfsögð góðmennska er (nánast) lögmál í þessum heimi – en þótt af honum megi margt læra er líka rétt að muna að úr þessum jarðvegi eru líka allar fasistahreyfingar Evrópu nútímans sprottnar. Þannig mætti líka spyrja hvort þessi heimur – og þær góðmennskugoðsagnir sem hann samdi um sjálfan sig – hafi brugðist? En það er samt engin spurn- ing um það að Kaurismäki er með hjartað á réttum stað. Þetta er önnur myndin hans í hafnarborg- atrilógíunni á eftir Le Havre, sem einnig var afskaplega manneskju- leg sýn á innf lytjendamál. Það hefur ekki verið gefið út í hvaða hafnarborg hann muni ljúka þrí- leiknum – en maður veltir þó óneit- anlega fyrir sér hvort það væri ekki eðlilegast að semja lokaóðinn til frægustu innflytjendahafnar- borgar veraldar og færa okkur New York að hætti Kaurismäki. Ef það verður þá ennþá hægt að smygla múslímskum leikurum þangað þegar þar að kemur. Flóttamaðurinn Khaled mætir hvítum miðaldra Finna. Starfsliðið Khaled sést hér ásamt starfsliði veitingastaðarins sem hann fær vinnu hjá. Það kannast flestir alvöru kvikmyndanördar við þann heim sem Kaurismäki hefur skapað; staðleysa sem er einhvers konar blanda af sjötta og níunda áratugnum, brilljantín í hárinu og pönkhljómsveitir í bland við fiftís- -rokkabillí, en líka gamaldags Finnar í ódýrum jakkaföt- um sem þess vegna gætu verið frá því fyrir stríð. Systkini Khaled verður snemma viðskila við systur sína, sem er síðasti eftirlifandi ættinginn. Tekst honum að finna hana á ný? Heimsferðir bjóða sérferð til Gardavatnsins í lok apríl. Gardavatnið er stærsta stöðuvatn Ítalíu. Það liggur í skjóli Alpanna í norðri, í suðri tekur Pósléttan við og er staðurinn margrómaður fyrir náttúrufegurð og fjölbreytni. Fjöll og hamraveggir, vínviður, ólífutré og annar fjölbreyttur gróður, litlar bryggjur, baðstrendur og rómantískir göngustígar meðfram vatninu, ásamt smábæjum með gömlum miðbæjarkjörnum sem iða af mannlífi. Þetta ásamt angan af góðum mat og drykk er það sem einkennir lífið við Gardavatnið. Í næsta nágrenni eru fjölskyldu- og skemmtigarðar, vatnasport og útivistar möguleikar, söfn og sögulegar minjar. Boðið verður upp á léttar gönguferðir og siglingar um Gardavatnið á meðan á dvöl stendur. Gardavatnið er staður sem allir elska og þangað er hægt að koma aftur og aftur og uppgötva nýja og spennandi staði í hverri ferð. Dvalið verður í bænum Malcesine á norðausturströnd vatnsins og gist í 4 nætur á Hotel Diana*** skammt frá miðbænum. Í bænum setur Scaligero kastalinn sterkan svip sinn á bæinn og í bakgrunni gnæfir fjallið Monte Baldo. Möguleiki er að taka kláfinn uppá topp fjallsins en þaðan er óviðjafnanlegt útsýni yfir eina rómuðustu náttúruperlu Norður-Ítalíu. Bærinn er einstaklega skemmtilegur með þröngum hellulögðum strætum, litlum veitingastöðum, kaffihúsum og spennandi sérverslunum og er mikið eftirlæti ferðamanna. Góðar samgöngur eru frá höfninni í Malcesine um Gardavatnið vítt og breitt. Frá kr. 114.995 m/morgunmat o.fl. Netverð á mann frá kr. 114.995 m.v. 2 í herbergi m/morgunmat alla daga og kvöldverði 20. apríl. Frá kr. 114.995 m/morgunmat o.fl. Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 80 72 5 GARDAVATNIÐ 20. apríl í 4 nætur

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.