Fréttatíminn - 17.03.2017, Page 50

Fréttatíminn - 17.03.2017, Page 50
6 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017BÍLAR Sérfræðingar í bílainnflutningi Betri bílakaup sérhæfa sig í að aðstoða fólk við að kaupa bíla erlendis og flytja þá til Íslands. Unnið í samstarfi við Betri bílakaup Við finnum bíla fyrir fólk og sjáum um að semja um verðið, oft eru tengiliðir til staðar og heildsölu- verð í boði. Við erum með mjög vana og færa sölumenn hjá okkur. Það er ótrúlegt hvað maður fær mikið betra verð þegar sölumenn tala við sölumenn,“ segir Brynj- ar Valdimarsson, eigandi Betri bílakaupa. Brynjar hefur átt og rekið Snóker- og poolstofuna í 18 ár en hefur nýlega snúið sér að bílaviðskiptunum og nýtir þannig þá reynslu sem hann hefur öðlast í samningum og rekstri gegnum árin. „Við gerum allt frá a til ö fyrir viðskiptavininn. Allt frá því að semja við erlendu bílasöluna, panta flutninginn og einnig sjá- um við um alla pappíra, skrán- ingu á bílnum og tollafgreiðslu. Við sækjum bílinn og förum með hann í skoðun fyrir kaupandann, sem fær síðan bílinn afhentan nýskoðaðan og tilbúinn til notk- unar,“ segir Brynjar. Sölumenn Betri bílakaupa ganga úr skugga um að bílinn standist þær kröfur sem kaupandinn gerir og láta iðulega söluaðilann ytra mynda smáat- riði bílsins til þess að það sé ekkert sem komi á óvart í kaupunum. Bílasölurnar sem Betri bíla- kaup eiga viðskipti við eru traustar og tryggar, að sögn Brynjars. „Þegar við skiptum við tryggar bílasölur eru gæði bílanna góð, þetta helst auðvitað í hend- ur. Við viljum líka helst eiga við- skipti við sölur sem eru með nýja bíla og eigum aldrei viðskipti við einstaklinga.“ Þegar sölumenn Betri bílakaupa hafa gengið frá samþykktu tilboði borgar kaupandinn bílasölunni og bíllinn fer í öruggar hendur Eim- skipa sem tryggja það að bíllinn komi heilu og höldnu til landsins. Brynjar segir fólk ekki vera skuld- bundið til þess að kaupa bíl þó það komi í bílaleit hjá Betri bíla- kaupum. „Þetta fer þannig fram að fólk kemur hérna til okkar og segir okkur hvað það er að hugsa og út frá því förum við strax í að finna bíl á besta verðinu og með bestu gæðin fyrir viðkomandi. Langflestir enda svo með því að kaupa sér bíl.“ Bílarnir eru keyptir bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum. „Það er hægt að fá nýja bíla af ýms- um gerðum, sem dæmi höfum við mikla reynslu af því að flytja inn Mitsubishi Outlander PHEV og Nissan Leaf, það er mikið úrval af þeim bílum. Þjónustu- gjald okkar er einung- is 249.000 kr. með vsk, óháð verði bíllsins. Reyndir þjónustufulltrúar taka vel á móti þér að Ármúla 4, í Reykjavík. Þeir þekkja sitt fag og eru boðnir og búnir að veita úrvals ráðgjöf og þjónustu þegar kemur að bíla- innflutningi. Við mælum innilega með því að koma í heimsókn til okkar til að sjá hvað við getum gert fyrir þig.“ Allar frekari upplýsingar má nálgast á www.betribilakaup.is Brynjar Valdimarsson segir að þeir hjá Betri bílakaupum sjái um allt fyrir viðskiptavininn, frá a-ö.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.