Ljósið - 15.05.1917, Page 34

Ljósið - 15.05.1917, Page 34
32 LJÓSIÐ þjóðanna á að takast úr reifum. Sannur guð hefir aldrei fæðst af konulífi. Skáldverk og listir, hugvit og þekking á náltúruheim- inum — þetta kristnar aldrei þjóðirnar. Lifandi trú á Jesúm Ki’ist — hún kristnar heiminn betur en öll vís- indi, ef menn trúa þvi, að drottinn vor sé góður hirðii*, sem miskunni sig yfir öll sín viltu og veiku börn. Hvað verður þá úr útskúfunarkenningu kirkju vorrar? Þeir herrar, sem fórna blóði manna, eru lögbrotsmenn Móselaga, er voru á steintöflum og Gyðingar brutu, er þeir krossfestu Messias. — Sannur guð er ekki likami, sem deyddur verður og grafinn. Andi og oi*ð spámanns- ins hefir aldrei i gröf farið. Þeir eru aumingjar, sem læra mikið og vita þó ekki, að eilíft líf er guðsneistinn og frelsið guðsbarna innra í oss. Prófessor Haraldur Níelsson og séra Friðrik Frið- riksson ættu að verða samverkamenn minir. Eg skil betur ritninguna en þeir. Ég leita ekki að guðs frelsi i biblíunni, heldur í minni sál. Hvar sem ég ferðast um land vort, er fólk yfirleitt mjög óánægt með trúfræði þá, er þjóðkirkjuprestar láta börn læra, hvort heldur það er kver, fult af innvitnun- um í þá fornhelgu bók, ritninguna, eða biblíusögur, sem er valdboðið að læra sem guðsoi'ð. Greindir menn skilja, að sannur guð hefir aldrei vex'ið svo likamlegur, að hann, blessaður, hafi borðað mat í tjaldbúð hjá Abraham, né heldur glimt á næturþeli við sonarson hans, Jakob, og helt hann í reiði sinni. Ég enda »Geisla« mína með þvi að taka þann ný- útnefnda biskup, Jón Helgason, í mina bóndabeygju og leiðrétta þann biblíufróða æðstaprest þjóðkirkjunnar með sannleikanum, er sá hálærði kirkjutrúarprestur felur fyrir börnum frelsarans.

x

Ljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.